Raikkönen: Býst við að fólk hafi saknað mín! 22. desember 2011 10:15 Kimi Raikkönen og Gerard Lopez stjórnarformaður Renault liðsins. MYND: LAT PHOTOGRAPHIC Kimi Raikkönen mætir aftur til keppni í Formúlu 1 á næsta ári, eftir tveggja ára hlé frá íþróttinni. Hann var látinn hætta hjá Ferrari í lok ársins 2009 og Fernando Alonso tók sæti hans fyrir keppnistímabilið 2010. Raikkönen mun keppa með Lotus Renault liðinu á næsta ári og gerði tveggja ára samning við Renault eins og liðið heitir í dag, en nafni liðsins verður breytt á næsta tímabili með samþykki FIA. Raikkönen verður meðal sex ökumanna á ráslínunni 2012, sem hafa orðið heimsmeistarar í Formúlu 1. Hann varð meistari 2007. Aðspurður í viðtali á heimasíðu Renault um hvernig viðbrögðin við endurkomu hans hafa verið sagði Raikkönen, væntanlega í léttum dúr: „Ég hef verið hissa á have sterk viðbrögðin hafa verið, þannig að ég býst við að fólk hafi saknað mín!" Raikkönen hefur heimsótt bækstöð Renault liðsins, sem er í Enstone í Bretlandi í tvígang. Fyrst fór hann í jólaboð og sagðist þá hafa áttað sig á því hve mikinn stuðning hann hefur þar. Hann heimsótti liðið síðan aftur í síðustu viku. „Seinni heimsóknin gerði mér ljóst að það er engin tilviljun að liðið hefur náð heimsmeistaratitli. Ég sá líka hvað búið er að fjárfesta mikið, í byggingu fyrir ökuhermi, hönnunarbúnaði og vindgöngum. Það færir mér sjálfstraust fyrir komandi tímabil," sagði Raikkönen, en Alonso varð meistari ökumanna með liðinu 2005 og 2006 og liðið varð meistari bílasmiða. „Áður en ég keppti í rallakstri í tvö ár, þá hafði ég keppt í 157 Formúlu 1 mótum og unnið 18 þeirra. Ég þekki íþróttina. Ég lærði margt nýtt í rallakstrinum og í NASCAR kappakstri, en hvað Formúlu 1 varðar, þá líður mér eins og ég sé að koma heim. Ég get ekki beðið eftir því að komast bakvið stýrið á ný." Heldur þú að þú verðir lengi að ná upp hraða? „Ég vona ekki. Ég er áræðnari en nokkur tímann áður og held að ég hafi ekki tapað hraðanum. Það að ná tökum á dekkjunum verður erfiðast, en ég hef ekki áhyggjur. Þó reglurnar hvað tæknina varðar virðist ekki hafa breyst mikið, þá þarf að endurhanna nokkur atriði. Bílarnir verða talsvert breyttir á næsta ári og það gæti hrist upp í hlutunum, sem gerir hlutina mjög áhugaverða." „Við prófum ekki nýja bílinn fyrr en í febrúar, þannig að biðin er löng. Ég ætti að geta stokkið um borð í tveggja ára gamlan Formúlu 1 bíl í janúar. Vitanlega mun ég æfa líkamsrækt, en vinn líka að því að kynnast liðinu betur og ganga úr skugga um að ég skilji fullkomlega hvaða breytingar hafa átt sér stað á meðan ég var í burtu í íþróttinni." Um markmið sitt á æfingum um borð í Lotus bílnum sagði Raikkönen: „Að finna út hvort við erum með fljótan farkost! Það verður mikilvægt að læra á hvernig liðið vinnur saman og að læra á Pirelli dekkinn verður allra mikilvægast." Hvað gerir þú í jólafríinu? „Ég mun æfa mikið. Það sem verður mikilvægast er að styrkja hálsvöðvana á ný, sérstaklega þar sem akstursæfingarnar munu reyna á. Svo mun ég fagna jólunum með fjölskylduni. Raikkönen meiddist lítillega á hendi á dögunum í óhappi í vélsleðakeppni og var spurður að því hvort fleiri slíkt mót væri á dagskrá hjá honum. „Ég var hissa hvað þetta vakti mikla athygli, að ég skyldi falla af vélsleða. Þetta er trúlega minnsta og hægasta bylta sem eg hef upplifað. Nánast vandræðaleg. Ég vann vélsleðakeppni í upphafi tímabilsins 2007 og það ár gekk ekki illa, þannig að hver veit?", sagði Raikkönen. Formúla Íþróttir Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Kimi Raikkönen mætir aftur til keppni í Formúlu 1 á næsta ári, eftir tveggja ára hlé frá íþróttinni. Hann var látinn hætta hjá Ferrari í lok ársins 2009 og Fernando Alonso tók sæti hans fyrir keppnistímabilið 2010. Raikkönen mun keppa með Lotus Renault liðinu á næsta ári og gerði tveggja ára samning við Renault eins og liðið heitir í dag, en nafni liðsins verður breytt á næsta tímabili með samþykki FIA. Raikkönen verður meðal sex ökumanna á ráslínunni 2012, sem hafa orðið heimsmeistarar í Formúlu 1. Hann varð meistari 2007. Aðspurður í viðtali á heimasíðu Renault um hvernig viðbrögðin við endurkomu hans hafa verið sagði Raikkönen, væntanlega í léttum dúr: „Ég hef verið hissa á have sterk viðbrögðin hafa verið, þannig að ég býst við að fólk hafi saknað mín!" Raikkönen hefur heimsótt bækstöð Renault liðsins, sem er í Enstone í Bretlandi í tvígang. Fyrst fór hann í jólaboð og sagðist þá hafa áttað sig á því hve mikinn stuðning hann hefur þar. Hann heimsótti liðið síðan aftur í síðustu viku. „Seinni heimsóknin gerði mér ljóst að það er engin tilviljun að liðið hefur náð heimsmeistaratitli. Ég sá líka hvað búið er að fjárfesta mikið, í byggingu fyrir ökuhermi, hönnunarbúnaði og vindgöngum. Það færir mér sjálfstraust fyrir komandi tímabil," sagði Raikkönen, en Alonso varð meistari ökumanna með liðinu 2005 og 2006 og liðið varð meistari bílasmiða. „Áður en ég keppti í rallakstri í tvö ár, þá hafði ég keppt í 157 Formúlu 1 mótum og unnið 18 þeirra. Ég þekki íþróttina. Ég lærði margt nýtt í rallakstrinum og í NASCAR kappakstri, en hvað Formúlu 1 varðar, þá líður mér eins og ég sé að koma heim. Ég get ekki beðið eftir því að komast bakvið stýrið á ný." Heldur þú að þú verðir lengi að ná upp hraða? „Ég vona ekki. Ég er áræðnari en nokkur tímann áður og held að ég hafi ekki tapað hraðanum. Það að ná tökum á dekkjunum verður erfiðast, en ég hef ekki áhyggjur. Þó reglurnar hvað tæknina varðar virðist ekki hafa breyst mikið, þá þarf að endurhanna nokkur atriði. Bílarnir verða talsvert breyttir á næsta ári og það gæti hrist upp í hlutunum, sem gerir hlutina mjög áhugaverða." „Við prófum ekki nýja bílinn fyrr en í febrúar, þannig að biðin er löng. Ég ætti að geta stokkið um borð í tveggja ára gamlan Formúlu 1 bíl í janúar. Vitanlega mun ég æfa líkamsrækt, en vinn líka að því að kynnast liðinu betur og ganga úr skugga um að ég skilji fullkomlega hvaða breytingar hafa átt sér stað á meðan ég var í burtu í íþróttinni." Um markmið sitt á æfingum um borð í Lotus bílnum sagði Raikkönen: „Að finna út hvort við erum með fljótan farkost! Það verður mikilvægt að læra á hvernig liðið vinnur saman og að læra á Pirelli dekkinn verður allra mikilvægast." Hvað gerir þú í jólafríinu? „Ég mun æfa mikið. Það sem verður mikilvægast er að styrkja hálsvöðvana á ný, sérstaklega þar sem akstursæfingarnar munu reyna á. Svo mun ég fagna jólunum með fjölskylduni. Raikkönen meiddist lítillega á hendi á dögunum í óhappi í vélsleðakeppni og var spurður að því hvort fleiri slíkt mót væri á dagskrá hjá honum. „Ég var hissa hvað þetta vakti mikla athygli, að ég skyldi falla af vélsleða. Þetta er trúlega minnsta og hægasta bylta sem eg hef upplifað. Nánast vandræðaleg. Ég vann vélsleðakeppni í upphafi tímabilsins 2007 og það ár gekk ekki illa, þannig að hver veit?", sagði Raikkönen.
Formúla Íþróttir Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira