Hamilton og Button bjartsýnir og ástríðufullir á nýjum bíl 4. febrúar 2011 13:24 Lewis Hamilton á Jenson Button við nýja McLaren bílinn. Mynd: Getty Images/Joern Polex McLaren liðið frumsýndi nýja McLaren Formúlu 1 bílinn í Berlín í dag og Jenson Button og Lewis Hamilton voru á staðnum. Þeir aka bílnum í 20 mótum á þessu keppnistímabili. Báðir ökumenn æfðu á Valencia brautinni í vikunni, en flugu síðan til Berlínar til að kynna nýja bílinn fyrir heimspressunni á hinum fræga Potzdam torgi. McLaren vann 5 mót í fyrra og Button sem er búinn að vera 12 ár í Formúlu 1 segir að slagurinn verði harður í ár. "Ég hef átt góð og slæm ár. En ég er heppinn að vera hluti af McLaren, sem hefur mikla sögu á bakvið sig og hefur alltaf verið í toppslagnum og átt marga meistara. Við erum alltaf að reyna að gera betur og það er ástríða innan liðsins", sagði Button á kynningu McLaren. Hamilton var glaðlegur, þrátt fyrir kulda í Berlín og leist vel á nýja farartækið. "Þetta er mikilvægur dagur fyrir liðið og bíllinn er fallegur. Ég er spenntur að komast á (Jerez) brautina í næstu viku á honum. Síðasta ár var eitt það besta í Formúlu 1 og við verðum sterkari en í fyrra. Ég er bjartsýnn", sagði Hamilton. Meira um frumsýninguna Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Vandræði meistaranna halda áfram Fótbolti Fleiri fréttir McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
McLaren liðið frumsýndi nýja McLaren Formúlu 1 bílinn í Berlín í dag og Jenson Button og Lewis Hamilton voru á staðnum. Þeir aka bílnum í 20 mótum á þessu keppnistímabili. Báðir ökumenn æfðu á Valencia brautinni í vikunni, en flugu síðan til Berlínar til að kynna nýja bílinn fyrir heimspressunni á hinum fræga Potzdam torgi. McLaren vann 5 mót í fyrra og Button sem er búinn að vera 12 ár í Formúlu 1 segir að slagurinn verði harður í ár. "Ég hef átt góð og slæm ár. En ég er heppinn að vera hluti af McLaren, sem hefur mikla sögu á bakvið sig og hefur alltaf verið í toppslagnum og átt marga meistara. Við erum alltaf að reyna að gera betur og það er ástríða innan liðsins", sagði Button á kynningu McLaren. Hamilton var glaðlegur, þrátt fyrir kulda í Berlín og leist vel á nýja farartækið. "Þetta er mikilvægur dagur fyrir liðið og bíllinn er fallegur. Ég er spenntur að komast á (Jerez) brautina í næstu viku á honum. Síðasta ár var eitt það besta í Formúlu 1 og við verðum sterkari en í fyrra. Ég er bjartsýnn", sagði Hamilton. Meira um frumsýninguna
Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Vandræði meistaranna halda áfram Fótbolti Fleiri fréttir McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira