Pires blæs á misvægi Kristinn H. Gunnarsson skrifar 8. febrúar 2011 06:00 Þær bábiljur þrífast hér á landi að svonefnt misvægi atkvæða í Alþingiskosningum sé mannréttindabrot og stjórnmálafræðingar eru sagðir halda því fram að hvergi í heiminum hafi fundist jafnkerfisbundin mismunun og hér á landi. Í stjórnarskránni er fjöldi þingsæta í hverju kjördæmi ákvarðaður þannig að misvægið er lítið og hreyfist í samræmi við breytingar á íbúafjölda. Þingsætum í Norðvesturkjördæmi hefur fækkað á aðeins 10 árum úr 10 í 8 og í Suðvesturkjördæmi hefur þeim á sama tíma fjölgað úr 11 í 13. Í heildina tekið hefur landsbyggðin örfá þingsæti umfram það sem íbúafjölda nemur. Þessi ávinningur hefur engin áhrif landsbyggðinni í hag þegar litið er til þess að löggjafarþingið, ríkisstjórnin öll, ráðuneytin og nærfellt allar ríkisstofnanir eru í Reykjavík. Völdin eru um allt kerfið en kjósendur fá ekki að komast að þeim, það er einfaldlega ekki kosið. Í kosningu til Stjórnlagaþings er dreifbýlinu úthýst með einu kjördæmi í nafni mannréttinda en þeir sem það ákveða gera hins vegar harða kröfu um atkvæðamisvægi sér til handa þegar þeim hentar. Stjórnvöld hafa sótt um aðild að Evrópusambandinu og Íslendingar krefjast 15 sinnum meira atkvæðavægis en Þjóðverjar hafa í kosningum til Evrópuþingsins. Það er nú öll virðingin fyrir mannréttindum. Þetta má lesa í viðtali í Fréttablaðinu um síðustu helgi við Jean-Claude Piris, sem er sagður innmúraður Evrópusambandsmaður, sem hafi verið ráðgjafi ráðherraráðs sambandsins og yfirmaður lögfræðideildar þess. Piris segir um áhrif Íslands: „Á Evrópuþinginu yrðu auðvitað fáir íslenskir þingmenn, sex talsins, en það er hlutfallslega mikið ef miðað er til dæmis við Þýskaland. Evrópuþingmaður frá Þýskalandi er fulltrúi tólf sinnum fleiri íbúa en þingmaður frá Möltu [413.000 íbúar]. Þeir eru samt hvor með sitt atkvæði. Í Evrópudómstólnum hefðuð þið svo einn dómara rétt eins og Þýskaland, Frakkland og Bretland." Evrópusambandið gætir þess að fámenn ríki hafi völd og áhrif umfram íbúafjölda. Hvað segja þeir Ólafur Harðarson og Þorvaldur Gylfason nú um kerfisbundnu mannréttindabrotin? Hver yrðu áhrif Íslendinga ef Evrópusambandið væri eitt kjördæmi? Svar: Engin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Þær bábiljur þrífast hér á landi að svonefnt misvægi atkvæða í Alþingiskosningum sé mannréttindabrot og stjórnmálafræðingar eru sagðir halda því fram að hvergi í heiminum hafi fundist jafnkerfisbundin mismunun og hér á landi. Í stjórnarskránni er fjöldi þingsæta í hverju kjördæmi ákvarðaður þannig að misvægið er lítið og hreyfist í samræmi við breytingar á íbúafjölda. Þingsætum í Norðvesturkjördæmi hefur fækkað á aðeins 10 árum úr 10 í 8 og í Suðvesturkjördæmi hefur þeim á sama tíma fjölgað úr 11 í 13. Í heildina tekið hefur landsbyggðin örfá þingsæti umfram það sem íbúafjölda nemur. Þessi ávinningur hefur engin áhrif landsbyggðinni í hag þegar litið er til þess að löggjafarþingið, ríkisstjórnin öll, ráðuneytin og nærfellt allar ríkisstofnanir eru í Reykjavík. Völdin eru um allt kerfið en kjósendur fá ekki að komast að þeim, það er einfaldlega ekki kosið. Í kosningu til Stjórnlagaþings er dreifbýlinu úthýst með einu kjördæmi í nafni mannréttinda en þeir sem það ákveða gera hins vegar harða kröfu um atkvæðamisvægi sér til handa þegar þeim hentar. Stjórnvöld hafa sótt um aðild að Evrópusambandinu og Íslendingar krefjast 15 sinnum meira atkvæðavægis en Þjóðverjar hafa í kosningum til Evrópuþingsins. Það er nú öll virðingin fyrir mannréttindum. Þetta má lesa í viðtali í Fréttablaðinu um síðustu helgi við Jean-Claude Piris, sem er sagður innmúraður Evrópusambandsmaður, sem hafi verið ráðgjafi ráðherraráðs sambandsins og yfirmaður lögfræðideildar þess. Piris segir um áhrif Íslands: „Á Evrópuþinginu yrðu auðvitað fáir íslenskir þingmenn, sex talsins, en það er hlutfallslega mikið ef miðað er til dæmis við Þýskaland. Evrópuþingmaður frá Þýskalandi er fulltrúi tólf sinnum fleiri íbúa en þingmaður frá Möltu [413.000 íbúar]. Þeir eru samt hvor með sitt atkvæði. Í Evrópudómstólnum hefðuð þið svo einn dómara rétt eins og Þýskaland, Frakkland og Bretland." Evrópusambandið gætir þess að fámenn ríki hafi völd og áhrif umfram íbúafjölda. Hvað segja þeir Ólafur Harðarson og Þorvaldur Gylfason nú um kerfisbundnu mannréttindabrotin? Hver yrðu áhrif Íslendinga ef Evrópusambandið væri eitt kjördæmi? Svar: Engin.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun