Málefnaleg rökræða um ný tækifæri í heilbrigðisþjónustu Gunnar Ármannsson skrifar 25. janúar 2011 06:00 Nýverið hefur í dagblöðum og ljósvakamiðlum birst gagnrýni á fyrirhuguð áform um innflutning á erlendum sjúklingum til Íslands. M.a. hefur Ögmundur Jónasson innríkisráðherra, verið duglegur að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Þrátt fyrir gagnrýni hans hefur hann þó látið hafa eftir sér að svo fremi sem ekki verði grafið undan almannaþjónustunni og skattfé borgaranna ekki notað þá sé hann ekki mótfallinn hugmyndunum. Það er ánægjulegt og tímabært að þessi umræða fari fram og fái þá athygli sem eðlilegt er fyrir nýjar hugmyndir sem geta haft víðtæk áhrif til framtíðar. Hingað til hafa sumir þeirra sem um málið hafa fjallað á opinberum vettvangi gert það af takmarkaðri þekkingu og fordómum. Á það sérstaklega við um þann markað sem verið er að leita á og jafnframt um áform þeirra sem eru að reyna að hrinda nýjum hugmyndum í framkvæmd. Því er mikilvægt að rökræða um málefnið fari fram þannig að unnt sé draga fram í sviðsljósið kosti og galla þessara áforma. Til að umræðan verði málefnaleg er æskilegt að talsmenn beggja sjónarmiða, með og á móti, temji sér slíka nálgun. Ingibjörg Pálmadóttir fyrrverandi heilbrigðisráðherra og Ögmundur Jónasson gera aðstandendum þessara áforma upp fyrirætlanir eins og að til standi að komast inn bakdyramegin inn í íslenska heilbrigðiskerfið og að koma hér upp tvöföldu heilbrigðiskerfi. Hvað varðar áform PrimaCare stendur hvorugt til og fékk Ögmundur Jónasson frá fyrstu hendi upplýsingar um það á næstsíðasta degi hans í embætti heilbrigðisráðherra. Ingibjörg hefur ekki óskað eftir neinum upplýsingum um áform PrimaCare áður en hún ákvað að gera forsvarsmönnum fyrirtækisins upp ímyndaðar fyrirætlanir. Að sjálfsögðu er aðeins hægt að drepa á fá atriði í stuttri grein sem þessari en ég vænti þess að á næstu vikum og mánuðum muni verða áframhaldandi umræða um þessi áform. Það er einnig von mín að þeir sem vilja leggja rökræðunni gott til geri það á uppbyggilegan hátt með það í huga hvernig við getum best tryggt að ný starfsemi fái brautargengi og geti skapað störf og gjaldeyristekjur án þess að raska því kerfi sem við viljum búa við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Ármannsson Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Nýverið hefur í dagblöðum og ljósvakamiðlum birst gagnrýni á fyrirhuguð áform um innflutning á erlendum sjúklingum til Íslands. M.a. hefur Ögmundur Jónasson innríkisráðherra, verið duglegur að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Þrátt fyrir gagnrýni hans hefur hann þó látið hafa eftir sér að svo fremi sem ekki verði grafið undan almannaþjónustunni og skattfé borgaranna ekki notað þá sé hann ekki mótfallinn hugmyndunum. Það er ánægjulegt og tímabært að þessi umræða fari fram og fái þá athygli sem eðlilegt er fyrir nýjar hugmyndir sem geta haft víðtæk áhrif til framtíðar. Hingað til hafa sumir þeirra sem um málið hafa fjallað á opinberum vettvangi gert það af takmarkaðri þekkingu og fordómum. Á það sérstaklega við um þann markað sem verið er að leita á og jafnframt um áform þeirra sem eru að reyna að hrinda nýjum hugmyndum í framkvæmd. Því er mikilvægt að rökræða um málefnið fari fram þannig að unnt sé draga fram í sviðsljósið kosti og galla þessara áforma. Til að umræðan verði málefnaleg er æskilegt að talsmenn beggja sjónarmiða, með og á móti, temji sér slíka nálgun. Ingibjörg Pálmadóttir fyrrverandi heilbrigðisráðherra og Ögmundur Jónasson gera aðstandendum þessara áforma upp fyrirætlanir eins og að til standi að komast inn bakdyramegin inn í íslenska heilbrigðiskerfið og að koma hér upp tvöföldu heilbrigðiskerfi. Hvað varðar áform PrimaCare stendur hvorugt til og fékk Ögmundur Jónasson frá fyrstu hendi upplýsingar um það á næstsíðasta degi hans í embætti heilbrigðisráðherra. Ingibjörg hefur ekki óskað eftir neinum upplýsingum um áform PrimaCare áður en hún ákvað að gera forsvarsmönnum fyrirtækisins upp ímyndaðar fyrirætlanir. Að sjálfsögðu er aðeins hægt að drepa á fá atriði í stuttri grein sem þessari en ég vænti þess að á næstu vikum og mánuðum muni verða áframhaldandi umræða um þessi áform. Það er einnig von mín að þeir sem vilja leggja rökræðunni gott til geri það á uppbyggilegan hátt með það í huga hvernig við getum best tryggt að ný starfsemi fái brautargengi og geti skapað störf og gjaldeyristekjur án þess að raska því kerfi sem við viljum búa við.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun