Kubica margbrotinn á hönd, handlegg og fæti eftir óhapp 6. febrúar 2011 14:24 Robert Kubica og Vitaly Petrov á frumsýningu Lotus Renault. Mynd: Getty Images Pólverjinn Robert Kubica brotnaði á hönd og fæti í óhappi í rallkeppni á Ítalíu í morgun og tilkynningu frá Lotus Renault, sem hann keppir með í Formúlu 1, segir að hann sé margbrotin á hægri hönd, handlegg og fæti. Þar með er ljóst að Kubica keppir ekki í fyrsta Formúlu 1 móti ársins sem er í Barein 13. mars. Líklegt þykir að Bruno Senna taki sæti hans hjá Lotus Renault, en hann er annar varökumanna liðsins og frá Brasilíu. Fréttamannafundur verður um mál Kubica síðar í dag fyrir utan spítalann þar sem hann er í aðgerð vegna meiðsla sinna. Kubica ók sérútbúnum Skoda Fabia rallbíl í Ronde di Andora á Ítalíu með leyfi frá Formúlu 1 liði sínu. Hann hefur sprett úr spori í rallakstri áður, en þess má geta á að fyrstu árum á ferli sínum bjó hann á Ítalíu og keppti í kappakstri. "Rally keppnir fara oftast fram á almennum vegum, þar sem almenn umferð er allra jafna, en lokað fyrir hana þegar keppni fer fram. Þegar alvarleg slys verða í rally, er það oftar en ekki hlutir í umhverfinu sem hafa þar mikið að segja, eins og í öðrum umferðarslysum", sagði Ólafur Guðmundsson m.a. í umfjöllun á kappakstur.is um málið. "Það virðist vera tilfellið í slysi Robert Kubica í morgun, nokkuð sem menn óttast mjög hvað varðar endafrágang vegriða í almennri umferð, þar á meðal hér á landi. Eftir að hafa skoðað myndir af flaki bílisins á slys stað má ráða að hann hafi lennt á vegriði, sem annað hvort er með röngum enda, eða þá að vegriðið hefur gefið sig og endi eins hluta þess stungist inn í bílinn." Sjá myndband af vettvangi Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Pólverjinn Robert Kubica brotnaði á hönd og fæti í óhappi í rallkeppni á Ítalíu í morgun og tilkynningu frá Lotus Renault, sem hann keppir með í Formúlu 1, segir að hann sé margbrotin á hægri hönd, handlegg og fæti. Þar með er ljóst að Kubica keppir ekki í fyrsta Formúlu 1 móti ársins sem er í Barein 13. mars. Líklegt þykir að Bruno Senna taki sæti hans hjá Lotus Renault, en hann er annar varökumanna liðsins og frá Brasilíu. Fréttamannafundur verður um mál Kubica síðar í dag fyrir utan spítalann þar sem hann er í aðgerð vegna meiðsla sinna. Kubica ók sérútbúnum Skoda Fabia rallbíl í Ronde di Andora á Ítalíu með leyfi frá Formúlu 1 liði sínu. Hann hefur sprett úr spori í rallakstri áður, en þess má geta á að fyrstu árum á ferli sínum bjó hann á Ítalíu og keppti í kappakstri. "Rally keppnir fara oftast fram á almennum vegum, þar sem almenn umferð er allra jafna, en lokað fyrir hana þegar keppni fer fram. Þegar alvarleg slys verða í rally, er það oftar en ekki hlutir í umhverfinu sem hafa þar mikið að segja, eins og í öðrum umferðarslysum", sagði Ólafur Guðmundsson m.a. í umfjöllun á kappakstur.is um málið. "Það virðist vera tilfellið í slysi Robert Kubica í morgun, nokkuð sem menn óttast mjög hvað varðar endafrágang vegriða í almennri umferð, þar á meðal hér á landi. Eftir að hafa skoðað myndir af flaki bílisins á slys stað má ráða að hann hafi lennt á vegriði, sem annað hvort er með röngum enda, eða þá að vegriðið hefur gefið sig og endi eins hluta þess stungist inn í bílinn." Sjá myndband af vettvangi
Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira