Ingimundur "Diddi" Ingimundarson var klárlega í flottasta klæðnaðinum þegar fjölmiðlamenn hittu landsliðsmennina í hádeginu í dag.
Hann klæddist þröngum heilgalla og út í þann galla varð að spyrja.
"Þetta er trendið í dag. Þessi galli á að hjálpa manni að vera ferskur. Sérstaklega þegar það er spilað seint tvo daga í röð. Þá beitir maður öllum brögðum. Ef þetta hjálpar manni um eitt til tvö prósent þá er ég sáttur," sagði Diddi en hann var sem sagt ekki að klæðast búningnum til að vera töff.
"Ég dauðsé að hafa ekki farið úr þessu fyrir fundinn. Það er ekekrt sérstaklega þægilegt að vera í þessu. Ég sef samt í þessu og það gengur þó svo það verði heitt."
Ingimundur sefur í skrítnum búningi
Henry Birgir Gunnarsson í Linköping skrifar
Mest lesið

„Held áfram nema ég verði rekinn“
Körfubolti


Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá
Körfubolti

Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið
Enski boltinn



Kári: Bara negla þessu niður
Körfubolti


