Val án veggjalds - jafnræði Kristinn H. Gunnarsson skrifar 13. janúar 2011 06:00 Fyrirhugaðar vegaframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu munu bæta lífsskilyrði þar og styrkja sérstaklega byggðarlögin á Suðurnesjum og í Árnessýslu. Á tímum mikils atvinnuleysis koma þessar framkvæmdir sér vel. Vegfarendur njóta ávinningsins strax, en þó ekki að fullu þann tíma sem sérstakt veggjald verður innheimt. Efnahagslegur ávinningur verður vegna minni slysakostnaðar og styttri ferðatíma. Það leiðir af sér hærra fasteignaverð, lægra vöruverð, aukið atvinnuúrval og atvinnuöryggi í byggðarlögunum utan Reykjavíkur svo það helsta sé nefnt. Áhrifin verða líka gagnkvæm og munu styrkja höfuðborgarsvæðið. Ítarlegar rannsóknir sem Vífill Karlsson, hagfræðingur hefur gert á áhrifum Hvalfjarðarganga staðfesta þetta. Þrátt fyrir að vegfarendur um Hvalfjarðargöng greiði veggjald þá hafa þeir og íbúar á áhrifasvæði vegabótanna nú þegar haft mikill fjárhagslegan ávinning af göngunum. Á sínum tíma voru valkostirnir tveir, annars vegar að gera Hvalfjarðargöngin og greiða veggjald eða bíða í óvissu um hvort eða hvenær framfarirnar yrðu. Allir,sem í hlut eiga, hafa haft ávinning af því að veggjaldaleiðin var farin, íbúar á höfuðborgarsvæðinu, á Vesturlandi, Vestfjörðum , Norðurlandi og víðar. Sama mun verða upp á teningnum með framkvæmdirnar austur fyrir Fjall og til Suðurnesja, ef á annað borð bættir vegir skila framförum. Séu vegirnir nú þegar svo góðir að tvöföldun þeirra og aðrar endurbætur skila engu þá á ekki að ráðast í framkvæmdirnar, hvorki með gjaldi né án þess og hvorki nú né síðar. Þá er staðan einfaldlega þannig að endimörkum framfara er náð og frekari framkvæmdir einungis sóun á opinberu fé. Hins vegar er enginn þeirrar skoðunar að svo sé raunin og þess vegna er kallað eftir vegabótum. Vegfarendur til Suðurnesja og austur í Árnessýslu eru jafnsettir vegfarendum norður á bóginn frá Reykjavík þótt veggjald verði tekið. Þeir geta í öllum tilvikum með nýjum Suðurstrandarvegi komist leiðar sinnar án veggjalds og án þess að leiðin lengist að ráði umfram það sem Skagamenn og Borgfirðingar búa við. Þeir eiga alltaf val án veggjalds, og þar með er jafnræðis gætt milli umferðar í allar áttir frá Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Skoðun Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Fyrirhugaðar vegaframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu munu bæta lífsskilyrði þar og styrkja sérstaklega byggðarlögin á Suðurnesjum og í Árnessýslu. Á tímum mikils atvinnuleysis koma þessar framkvæmdir sér vel. Vegfarendur njóta ávinningsins strax, en þó ekki að fullu þann tíma sem sérstakt veggjald verður innheimt. Efnahagslegur ávinningur verður vegna minni slysakostnaðar og styttri ferðatíma. Það leiðir af sér hærra fasteignaverð, lægra vöruverð, aukið atvinnuúrval og atvinnuöryggi í byggðarlögunum utan Reykjavíkur svo það helsta sé nefnt. Áhrifin verða líka gagnkvæm og munu styrkja höfuðborgarsvæðið. Ítarlegar rannsóknir sem Vífill Karlsson, hagfræðingur hefur gert á áhrifum Hvalfjarðarganga staðfesta þetta. Þrátt fyrir að vegfarendur um Hvalfjarðargöng greiði veggjald þá hafa þeir og íbúar á áhrifasvæði vegabótanna nú þegar haft mikill fjárhagslegan ávinning af göngunum. Á sínum tíma voru valkostirnir tveir, annars vegar að gera Hvalfjarðargöngin og greiða veggjald eða bíða í óvissu um hvort eða hvenær framfarirnar yrðu. Allir,sem í hlut eiga, hafa haft ávinning af því að veggjaldaleiðin var farin, íbúar á höfuðborgarsvæðinu, á Vesturlandi, Vestfjörðum , Norðurlandi og víðar. Sama mun verða upp á teningnum með framkvæmdirnar austur fyrir Fjall og til Suðurnesja, ef á annað borð bættir vegir skila framförum. Séu vegirnir nú þegar svo góðir að tvöföldun þeirra og aðrar endurbætur skila engu þá á ekki að ráðast í framkvæmdirnar, hvorki með gjaldi né án þess og hvorki nú né síðar. Þá er staðan einfaldlega þannig að endimörkum framfara er náð og frekari framkvæmdir einungis sóun á opinberu fé. Hins vegar er enginn þeirrar skoðunar að svo sé raunin og þess vegna er kallað eftir vegabótum. Vegfarendur til Suðurnesja og austur í Árnessýslu eru jafnsettir vegfarendum norður á bóginn frá Reykjavík þótt veggjald verði tekið. Þeir geta í öllum tilvikum með nýjum Suðurstrandarvegi komist leiðar sinnar án veggjalds og án þess að leiðin lengist að ráði umfram það sem Skagamenn og Borgfirðingar búa við. Þeir eiga alltaf val án veggjalds, og þar með er jafnræðis gætt milli umferðar í allar áttir frá Reykjavík.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun