Seðlabankinn telur sterk rök vera fyrir því að ljúka Icesave-deilunni með samningum við bresk og hollensk stjórnvöld. Bankinn segir nýja Icesave-samninginn töluvert hagstæðari en fyrri samningsdrög. Þetta er meðal þess sem fram kemur í umsögn Seðlabankans um Icesave til fjárlaganefndar Alþingis.
Samkvæmt nýja samningnum nemur andvirði skuldbindinganna um 69 milljörðum króna eða sem nemur um 4,3% af áætlaðri landsframleiðslu árið 2010. Sé hins vegar tekið tillit til 20 milljarða króna innistæðu Tryggingarsjóðs innistæðueigenda og fjárfesta er núverði skuldbindingar ríkissjóðs áætlað 49 milljarðar eða sem nemur 3,1% af áætlaðri landsframleiðslu árið 2010.
„Þetta eru eftir sem áður miklir fjármunir og óvissa um efnahagslegar forsendur til svo langs tíma er töluverð, en hún er í báðar áttir. Á móti kemur að afgreiðsla þessa máls mun líklega bæta verulega aðgengi íslenskra aðila að alþjóðlegum fjármálamarkaði," segir í umsögninni sem
Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri, og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, skrifa undir.
Þar segir ennfremur að erfitt sé að meta kostnað tafa við endurreisn íslensks atvinnulífs sem rekja megi til þess að ósamið hefur verið deilunni.
„Þegar við bætist að úrskurður EFTA-dómstólsins gæti fallið Íslandi í óhag, þrátt fyrir þau rök sem komið hafa fram í innlendri umræður, virðast sterk rök fyrir því að leysa deiluna um uppgjör vegna Icesave-reikninga Landsbankans."
Sterk rök fyrir því að ljúka Icesave málinu

Mest lesið

Hvar er opið um páskana?
Neytendur

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent



Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra
Viðskipti innlent


Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út
Viðskipti innlent


Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans
Viðskipti erlent

Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar
Viðskipti innlent