Guðmundur: Það féllu mjög þung orð í hálfleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2011 17:22 Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var ekki sáttur með íslensku leikmennina eftir átta marka tap á móti Spánverjum í milliriðli HM í handbolta í dag. Guðmundur var í viðtali við Hörð Magnússon, íþróttafréttamann á Stöð 2 Sport eftir leikinn. „Ég er mjög dapur eftir þennan leik. Við vorum að spila mjög illa í fyrri hálfleik og sóknarleikurinn var alls ekki nógu góður. Við erum að gera okkur seka um sendingarfeila sem þeir refsa með hröðum upphlaupum. Við vorum líka seinir til baka og við vorum því lélegir á öllum sviðum," sagði Guðmundur. „Við komum til baka í seinni svo um munar og erum kannski að spila eðlilegan leik í síðari hálfleik. Það er bara ekki nóg þegar við erum búnir að hleypa þeim í tíu marka forustu," sagði Guðmundur. „Við getum sagt það eftir leikinn að ef að þetta hefði verið á bilunu fimm til sex mörk þá hefði alltaf verið möguleiki á að koma til baka. Við reyndum það sem við gátum og síðari hálfleikurinn var tuttugu sinnum betri en sá fyrri. Það er sorglegt að upplifa það að liðið skuli ekki hafa byrjað þennan leik af meiri krafti í fyrri hálfleik. Ég er mjög vonsvikinn með það," sagði Guðmundur og Hörður spurði hann út í hálfleiksræðuna. „Það féllu mjög þung orð í hálfleik og ég get ekki haft þau orð eftir. Ég var mjög svekktur, sár og vonsvikinn með frammistöðu liðsins í fyrri hálfleik. Við vorum alls ekki að skila okkur til baka eins og við verðum að gera í svona keppni og á móti svona liði," sagðui Guðmundur. „Sóknarleikurinn var ekki góður og boltinn fékk lítið að ganga. Þeir komust í sendingar hjá okkur sem voru ótímabærar. Það var líka ekki margt að falla með okkur í fyrri hálfleik," sagði Guðmundur. „Menn geta haft sínar skoðanir á því hvort Spánverjar hafi slakað á í síðari hálfleik eða við gefið í. Ég vil meina að við höfum gefið í og spilað af eðlilegri getu sóknarlega og varnarlega sömuleiðis. Bjöggi kom líka með frábæra markvörslu en þetta var of stórt forskot," sagði Guðmundur sem vildi ekki tala um framhaldið. „Það eru allir firnasterkir sem eru komnir hingað og ég ætla ekki að segja orð um Frakkana. Við verðum bara að fara yfir þennan leik og láta verkin tala inn á vellinum," sagði Guðmundur. Scroll-HM2011 Skroll-Íþróttir Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Fleiri fréttir Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var ekki sáttur með íslensku leikmennina eftir átta marka tap á móti Spánverjum í milliriðli HM í handbolta í dag. Guðmundur var í viðtali við Hörð Magnússon, íþróttafréttamann á Stöð 2 Sport eftir leikinn. „Ég er mjög dapur eftir þennan leik. Við vorum að spila mjög illa í fyrri hálfleik og sóknarleikurinn var alls ekki nógu góður. Við erum að gera okkur seka um sendingarfeila sem þeir refsa með hröðum upphlaupum. Við vorum líka seinir til baka og við vorum því lélegir á öllum sviðum," sagði Guðmundur. „Við komum til baka í seinni svo um munar og erum kannski að spila eðlilegan leik í síðari hálfleik. Það er bara ekki nóg þegar við erum búnir að hleypa þeim í tíu marka forustu," sagði Guðmundur. „Við getum sagt það eftir leikinn að ef að þetta hefði verið á bilunu fimm til sex mörk þá hefði alltaf verið möguleiki á að koma til baka. Við reyndum það sem við gátum og síðari hálfleikurinn var tuttugu sinnum betri en sá fyrri. Það er sorglegt að upplifa það að liðið skuli ekki hafa byrjað þennan leik af meiri krafti í fyrri hálfleik. Ég er mjög vonsvikinn með það," sagði Guðmundur og Hörður spurði hann út í hálfleiksræðuna. „Það féllu mjög þung orð í hálfleik og ég get ekki haft þau orð eftir. Ég var mjög svekktur, sár og vonsvikinn með frammistöðu liðsins í fyrri hálfleik. Við vorum alls ekki að skila okkur til baka eins og við verðum að gera í svona keppni og á móti svona liði," sagðui Guðmundur. „Sóknarleikurinn var ekki góður og boltinn fékk lítið að ganga. Þeir komust í sendingar hjá okkur sem voru ótímabærar. Það var líka ekki margt að falla með okkur í fyrri hálfleik," sagði Guðmundur. „Menn geta haft sínar skoðanir á því hvort Spánverjar hafi slakað á í síðari hálfleik eða við gefið í. Ég vil meina að við höfum gefið í og spilað af eðlilegri getu sóknarlega og varnarlega sömuleiðis. Bjöggi kom líka með frábæra markvörslu en þetta var of stórt forskot," sagði Guðmundur sem vildi ekki tala um framhaldið. „Það eru allir firnasterkir sem eru komnir hingað og ég ætla ekki að segja orð um Frakkana. Við verðum bara að fara yfir þennan leik og láta verkin tala inn á vellinum," sagði Guðmundur.
Scroll-HM2011 Skroll-Íþróttir Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Fleiri fréttir Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Sjá meira