Guðmundur: Verður ekki auðvelt að fækka í hópnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. janúar 2011 20:14 Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var að sjálfsögðu mjög ánægður með sigrana tvo á Þýskalandi um helgina. Ísland vann í dag fjögurra marka sigur á Þjóðverjum, 31-27, í síðari æfingaleik liðanna og heldur nú á HM í Svíþjóð með fullt sjálfstraust. „Ég er ánægður með tvo sigra á móti mjög góðu liði," sagði Guðmundur. „Fyrst og fremst var það varnarleikurinn sem var að fleyta okkur þetta lant. Við lögðum grunninn að sigrinum með honum og svo mjög fínni markvörslu. Ég var líka ánægður með sóknarleikinn." „Ég notaði alla átján leikmenn sem voru á skýrslu og það var jákvætt að fara í gegnum leikinn á þann hátt og vinna hann samt. Allir sem komu við sögu í dag skiluðu sínu." „En þetta eru æfingaleikir og gefa okkur ákveðin fyrirheit. En það er enn enginn sigur kominn í hús á HM og við þurfum því að halda áfram að vinna vel í vikunni og fylgja þessu eftir." Guðmundur hefur lagt ríka áherslu á varnarleikinn í undirbúningnum fyrir þessa leiki og það skilaði sér. En hvað með sóknarleikinn? „Við getum orðið enn betri í honum og eigum mikið inni þar. Við munum núna vinna í honum og við þurfum til að mynda að æfa okkur betur í að spila gegn framliggjandi vörn. Það er ýmislegt sem þarf að fínstilla og hann á eftir að verða betri. Hann var þó alls ekkert vandamál í þessum leikjum en við getum bætt okkur samt á flestum sviðum." Nú þarf Guðmundur að skera niður í æfingahópnum um þrjá leikmenn áður en liðið heldur til Svíþjóðar. „Ég gerði mér ekki það ekki auðvelt í þessum leik enda komu hér menn inn í dag sem stóðu sig mjög vel. Ég verð því að gjöra svo vel og finna út úr því. Ég mun nota morgundaginn og kannski mánudaginn líka til að liggja undir feldi og taka svo rétta ákvörðun." Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan. Scroll-HM2011 Skroll-Íþróttir Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var að sjálfsögðu mjög ánægður með sigrana tvo á Þýskalandi um helgina. Ísland vann í dag fjögurra marka sigur á Þjóðverjum, 31-27, í síðari æfingaleik liðanna og heldur nú á HM í Svíþjóð með fullt sjálfstraust. „Ég er ánægður með tvo sigra á móti mjög góðu liði," sagði Guðmundur. „Fyrst og fremst var það varnarleikurinn sem var að fleyta okkur þetta lant. Við lögðum grunninn að sigrinum með honum og svo mjög fínni markvörslu. Ég var líka ánægður með sóknarleikinn." „Ég notaði alla átján leikmenn sem voru á skýrslu og það var jákvætt að fara í gegnum leikinn á þann hátt og vinna hann samt. Allir sem komu við sögu í dag skiluðu sínu." „En þetta eru æfingaleikir og gefa okkur ákveðin fyrirheit. En það er enn enginn sigur kominn í hús á HM og við þurfum því að halda áfram að vinna vel í vikunni og fylgja þessu eftir." Guðmundur hefur lagt ríka áherslu á varnarleikinn í undirbúningnum fyrir þessa leiki og það skilaði sér. En hvað með sóknarleikinn? „Við getum orðið enn betri í honum og eigum mikið inni þar. Við munum núna vinna í honum og við þurfum til að mynda að æfa okkur betur í að spila gegn framliggjandi vörn. Það er ýmislegt sem þarf að fínstilla og hann á eftir að verða betri. Hann var þó alls ekkert vandamál í þessum leikjum en við getum bætt okkur samt á flestum sviðum." Nú þarf Guðmundur að skera niður í æfingahópnum um þrjá leikmenn áður en liðið heldur til Svíþjóðar. „Ég gerði mér ekki það ekki auðvelt í þessum leik enda komu hér menn inn í dag sem stóðu sig mjög vel. Ég verð því að gjöra svo vel og finna út úr því. Ég mun nota morgundaginn og kannski mánudaginn líka til að liggja undir feldi og taka svo rétta ákvörðun." Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan.
Scroll-HM2011 Skroll-Íþróttir Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira