Af náttúruvernd: Er varúð öfgafull? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 1. febrúar 2011 06:00 Einn mikilvægur þáttur náttúruverndar hérlendis snýr að áratugalöngu landgræðslu- og skógræktarstarfi. Þar ber sennilega hæst verndun gamalla birkiskóga og endurheimt fyrri landgæða. Flestir vilja stöðva landrof og græða upp hluta þess lands sem orðið hefur landeyðingu að bráð. Okkur greinir hins vegar á um hvaða aðferðir við eigum að nota til starfans, sérstaklega þegar kemur að vali á tegundum. Það er vel þekkt að sumar framandi tegundir geta orðið ríkjandi í nýjum heimkynnum og gjörbreytt tegundasamsetningu og starfsemi náttúrulegra vistkerfa, oft á tíðum með neikvæðum formerkjum. Slíkar ágengar tegundir eru taldar ein mesta ógnin við náttúruleg vistkerfi og þá þjónustu sem þau veita manninum. Þá er talið að fjárhagslegt tjón vegna þeirra nemi meira en 5% af vergri heimsframleiðslu. Í ljósi þessa er erfitt að skilja nær ofsafengin og neikvæð viðbrögð talsmanna skógræktar við drögum að breytingum á lögum um nátttúruvernd. Í þeim drögum eru boðaðar strangari reglur um innflutning og dreifingu framandi lífvera og aukið eftirlit og stjórnun með þessum þáttum. Slíkt er í anda varúðarreglu umhverfisréttar. Setja má dæmið upp með eftirfarandi hætti: Ef ég, í góðum tilgangi, tel mig vera að gera íslenskri náttúru gagn með því að nota framandi lífverur, væri þá ekki mun eðlilegra en hitt að ég fagnaði hertum kröfum um notkun þeirra? Hertar kröfur ættu jú að stuðla að því að ég gæti haldið áfram þessu starfi mínu í sem mestri sátt við náttúruna. Með boðuðum breytingum á náttúruverndarlögum, eins og þær snúa að landgræðslu og skógrækt, er einungis dregið úr líkum á því að starfsemi okkar snúist upp í andhverfu sína og skaði náttúru landsins, en ekki boðað blátt bann við öllum skógræktartegundum. Líffræðingar og vistfræðingar hafa legið undir ámæli um öfga, svarta náttúruvernd og fasískt hatur gegn framandi lífverum. Dæmi hver fyrir sig, en hér er spurt hvort séu meiri öfgar að vilja fara varlega í innflutning og dreifingu framandi lífvera, eða að þeir þættir séu að mestu óheftir? Drög að nýjum náttúruverndarlögum eru ekki keyrð áfram af annarlegum hvötum öfgafullrar náttúruverndar, heldur byggja þau á reynslu af ágengum framandi lífverum hérlendis og erlendis og eru í takt við skuldbindingar okkar í alþjóðlegum samningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Einn mikilvægur þáttur náttúruverndar hérlendis snýr að áratugalöngu landgræðslu- og skógræktarstarfi. Þar ber sennilega hæst verndun gamalla birkiskóga og endurheimt fyrri landgæða. Flestir vilja stöðva landrof og græða upp hluta þess lands sem orðið hefur landeyðingu að bráð. Okkur greinir hins vegar á um hvaða aðferðir við eigum að nota til starfans, sérstaklega þegar kemur að vali á tegundum. Það er vel þekkt að sumar framandi tegundir geta orðið ríkjandi í nýjum heimkynnum og gjörbreytt tegundasamsetningu og starfsemi náttúrulegra vistkerfa, oft á tíðum með neikvæðum formerkjum. Slíkar ágengar tegundir eru taldar ein mesta ógnin við náttúruleg vistkerfi og þá þjónustu sem þau veita manninum. Þá er talið að fjárhagslegt tjón vegna þeirra nemi meira en 5% af vergri heimsframleiðslu. Í ljósi þessa er erfitt að skilja nær ofsafengin og neikvæð viðbrögð talsmanna skógræktar við drögum að breytingum á lögum um nátttúruvernd. Í þeim drögum eru boðaðar strangari reglur um innflutning og dreifingu framandi lífvera og aukið eftirlit og stjórnun með þessum þáttum. Slíkt er í anda varúðarreglu umhverfisréttar. Setja má dæmið upp með eftirfarandi hætti: Ef ég, í góðum tilgangi, tel mig vera að gera íslenskri náttúru gagn með því að nota framandi lífverur, væri þá ekki mun eðlilegra en hitt að ég fagnaði hertum kröfum um notkun þeirra? Hertar kröfur ættu jú að stuðla að því að ég gæti haldið áfram þessu starfi mínu í sem mestri sátt við náttúruna. Með boðuðum breytingum á náttúruverndarlögum, eins og þær snúa að landgræðslu og skógrækt, er einungis dregið úr líkum á því að starfsemi okkar snúist upp í andhverfu sína og skaði náttúru landsins, en ekki boðað blátt bann við öllum skógræktartegundum. Líffræðingar og vistfræðingar hafa legið undir ámæli um öfga, svarta náttúruvernd og fasískt hatur gegn framandi lífverum. Dæmi hver fyrir sig, en hér er spurt hvort séu meiri öfgar að vilja fara varlega í innflutning og dreifingu framandi lífvera, eða að þeir þættir séu að mestu óheftir? Drög að nýjum náttúruverndarlögum eru ekki keyrð áfram af annarlegum hvötum öfgafullrar náttúruverndar, heldur byggja þau á reynslu af ágengum framandi lífverum hérlendis og erlendis og eru í takt við skuldbindingar okkar í alþjóðlegum samningum.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun