Ábyrgð okkar Guðmundur Andri Thorsson skrifar 6. febrúar 2011 06:00 Það er hægt að fá menn til að gera ótrúlegustu hluti sem þeim er ekki eiginlegt að gera: éta ógeð, svelta sig, þekja sig iðandi maurum, drepa aðra menn - sem þarf stranga þjálfun til að læra - og nauðga konum. Ekkert af þessu er okkur eiginlegt. Til að gera svo andstyggilega hluti þurfum við að stíga yfir einhver mörk inni í okkur. Við fáum stöðugar fréttir af nauðgunum. Í heimahúsum, á skemmtistöðum, útihátíðum, húsasundum eru karlmenn að ráðast á konur - ryðjast inn í líf þeirra og taka sér þar stöðu sem þeir eiga ekki rétt á, taka líf og leggja í rúst. Talað er um nauðganir á útihátíðum eins og þurfi að gera ráð fyrir þeim, næstum eins og rigningu, og varnaðarorðum beint til kvenna um rétta hegðun og búnað eins og verið sé að tala um óviðráðanleg náttúruöfl sem búa þurfi sig gegn en við höfum ekkert um að segja. En það er ekki þannig. Það á ekki að vera þannig. Rétt eins og ég á að geta gengið um á útiskemmtun án þess að hafa gert sérstakar varúðarráðstafanir gegn því að verða myrtur eiga konur að geta farið um opinberar samkomur án þess að eiga á hættu að vera nauðgað. Annað er óþolandi. Við höfum um þetta að segja - við karlmenn. Í hvert sinn sem karlmaður í okkar samfélagi nauðgar konu hefur einn af okkur framið glæp og blettur fallið á sæmd okkar. Við verðum að horfast í augu við það að eitthvað í karlamenningu okkar verður til þess að sumir karlmenn stíga yfir þau mörk sem við höfum allir í okkur, synir, bræður, feður, vinir, ástmenn. Það er verkefni okkar karla að minna unga menn á - og muna sjálfir - að konur eru ekki skrokkar til að veita karlinum unað heldur einstaklingar með sín réttindi, sínar tilfinningar, sínar þrár, sína sögu, sína fjölskyldu - sitt líf. Nógir eru hinir sem reyna að sannfæra okkur og strákana okkar um hitt: að konur skuli vera réttlausar, andlitslausar, sögulausar, fótumtroðnar; að það megi hata konur og niðurlægja þær. Það er verkefni okkar að minna unga karlmenn á að valdbeiting veitir engum unað, en eyðileggur allt. Að styrkur sé ekki dyggð í sjálfu sér, að sá sem noti líkamsstyrk og lömunarafl skyndiárásarinnar - eða notfærir sér rænuleysi - til að þröngva sér inn á aðra manneskju geri slíkt ekki af karlmennsku heldur af skorti á karlmennsku. Það er hægt að þjálfa menn til að éta lifandi skordýr, baða sig í svínablóði, klífa Everest með engan kút - drepa aðra menn. Við hljótum þá líka að geta fengið unga menn og gamla til að horfast í augu við það sem þeir vita fyrir og fá þá til að hegða sér í samræmi við það: að konur - systur okkar og mæður, dætur, vinkonur, viðsemjendur, keppinautar, ástkonur - eru jafnar körlum. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Öðlingurinn Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er hægt að fá menn til að gera ótrúlegustu hluti sem þeim er ekki eiginlegt að gera: éta ógeð, svelta sig, þekja sig iðandi maurum, drepa aðra menn - sem þarf stranga þjálfun til að læra - og nauðga konum. Ekkert af þessu er okkur eiginlegt. Til að gera svo andstyggilega hluti þurfum við að stíga yfir einhver mörk inni í okkur. Við fáum stöðugar fréttir af nauðgunum. Í heimahúsum, á skemmtistöðum, útihátíðum, húsasundum eru karlmenn að ráðast á konur - ryðjast inn í líf þeirra og taka sér þar stöðu sem þeir eiga ekki rétt á, taka líf og leggja í rúst. Talað er um nauðganir á útihátíðum eins og þurfi að gera ráð fyrir þeim, næstum eins og rigningu, og varnaðarorðum beint til kvenna um rétta hegðun og búnað eins og verið sé að tala um óviðráðanleg náttúruöfl sem búa þurfi sig gegn en við höfum ekkert um að segja. En það er ekki þannig. Það á ekki að vera þannig. Rétt eins og ég á að geta gengið um á útiskemmtun án þess að hafa gert sérstakar varúðarráðstafanir gegn því að verða myrtur eiga konur að geta farið um opinberar samkomur án þess að eiga á hættu að vera nauðgað. Annað er óþolandi. Við höfum um þetta að segja - við karlmenn. Í hvert sinn sem karlmaður í okkar samfélagi nauðgar konu hefur einn af okkur framið glæp og blettur fallið á sæmd okkar. Við verðum að horfast í augu við það að eitthvað í karlamenningu okkar verður til þess að sumir karlmenn stíga yfir þau mörk sem við höfum allir í okkur, synir, bræður, feður, vinir, ástmenn. Það er verkefni okkar karla að minna unga menn á - og muna sjálfir - að konur eru ekki skrokkar til að veita karlinum unað heldur einstaklingar með sín réttindi, sínar tilfinningar, sínar þrár, sína sögu, sína fjölskyldu - sitt líf. Nógir eru hinir sem reyna að sannfæra okkur og strákana okkar um hitt: að konur skuli vera réttlausar, andlitslausar, sögulausar, fótumtroðnar; að það megi hata konur og niðurlægja þær. Það er verkefni okkar að minna unga karlmenn á að valdbeiting veitir engum unað, en eyðileggur allt. Að styrkur sé ekki dyggð í sjálfu sér, að sá sem noti líkamsstyrk og lömunarafl skyndiárásarinnar - eða notfærir sér rænuleysi - til að þröngva sér inn á aðra manneskju geri slíkt ekki af karlmennsku heldur af skorti á karlmennsku. Það er hægt að þjálfa menn til að éta lifandi skordýr, baða sig í svínablóði, klífa Everest með engan kút - drepa aðra menn. Við hljótum þá líka að geta fengið unga menn og gamla til að horfast í augu við það sem þeir vita fyrir og fá þá til að hegða sér í samræmi við það: að konur - systur okkar og mæður, dætur, vinkonur, viðsemjendur, keppinautar, ástkonur - eru jafnar körlum. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun