Ísland á tímamótum og á réttri leið! Steingrímur J. Sigfússon skrifar 26. janúar 2011 09:43 Við áramótin 2010-2011 er Ísland á tímamótum í margvíslegum skilningi. Fjárlögin fyrir árið 2011 marka þáttaskil í glímunni við ríkisfjármálin og framvindu þeirrar áætlunar sem unnið er eftir til að gera hin opinberu fjármál sem fyrst sjálfbær á nýjan leik. Á því sviði hefur óumdeilanlega náðst mikill árangur, útkoman bæði árin 2009 og 2010 er betri en áætlanir og fjárlög gerðu ráð fyrir og með fjárlögum ársins 2011 næst sá árangur sem að var stefnt að frumjöfnuður á rekstrargrunni verður jákvæður svo nemur nálægt 1% af þjóðarframleiðslu. Neikvæður heildarjöfnuður upp á um eða innan við 2,5% verður sömuleiðis með því betra sem stefnt er að meðal OECD-ríkja, sem mörg hver glíma við erfiðleika í efnahags- og ríkisfjármálum. Þetta skipar Íslandi á bekk með aðeins u.þ.b. 8 OECD-löndum sem stefna að jákvæðum frumjöfnuði samkvæmt fjárlögum sínum á árinu. Fjárlögin 2011 og fyrri ráðstafanir ríkisstjórnarinnar innihalda vissulega erfiðar aðgerðir, en þó er óumdeilt að þær hafa verið útfærðar á þann hátt að reynt er að verja hið norræna velferðarsamfélag eins og kostur er og hlífa hinum tekjulægri. Ísland hefur farið sína eigin leið en engu að síður náð þeim árangri sem að var stefnt. Það er skoðun undirritaðs að ábyrg og sjálfbær opinber fjármál eigi að vera kjarninn í stefnu allra félagslega þenkjandi stjórnvalda. Án sjálfbærra opinberra fjármála verður velferðin ekki tryggð til frambúðar. Sá árangur sem náðst hefur við að innleiða efnahagslegan stöðugleika skapar mikilvægar forsendur fyrir áframhaldandi endurreisn og uppbyggingu Íslands í kjölfar fjármálaáfallsins sem hér varð í október 2008. Verðbólga er nú komin inn fyrir viðmiðunarmörk Seðlabanka Íslands (2,5%), vextir hafa lækkað skarpt og eru nú komnir á viðunandi ról, gengi krónunnar hefur styrkst um ein 12% á síðasta ári og helst stöðugt, atvinnuleysi er minna en spáð var og skuldir ríkissjóðs hafa náð hámarki og stöðvast við mun lægra hlutfall landsframleiðslu en áður var talið (heildarskuldir um 84% en hreinar skuldir um 43%, án Icesave). Að baki er árangursrík IV. endurskoðun efnahagsáætlunar íslenskra stjórnvalda í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og með stuðningi hinna Norðurlandríkjanna fjögurra, Póllands og Færeyja. Þessi endurskoðun markar einnig tímamót og með henni opnast aðgangur að síðasta hluta gjaldeyrislána sem Ísland getur nú tekið eftir þörfum til að byggja áfram upp gjaldeyrisvaraforða og búa í haginn fyrir framtíðina. Að áfallalausu lýkur samstarfinu við AGS síðsumars (í ágúst). Að frátöldum þeim töfum sem urðu á framkvæmd efnahagsáætlunarinnar af utanaðkomandi orsökum eru allar forsendur til að áætlunin verði talin dæmi um vel heppnaða aðgerð. Ísland hefur lagað áætlunina að sínum aðstæðum og pólitísku áherslum og AGS getur notað árangurinn sem skrautfjöður í hattinn og til að bæta sinn orðstír. Þegar staða Íslands nú er metin er hún á flestan hátt betri en menn gátu gert sér vonir um fyrir tveimur árum. Áhættuálagið á Ísland hefur lækkað jafnt og þétt og við erum löngu horfin af lista yfir þær þjóðir sem mest hætta er á að ekki ráði við skuldbindingar sínar. Landið er ekki lengur nefnt í því sambandi. Áframhaldandi og jákvæð þróun næstu mánuði gerir raunhæft að ætla að Íslandi opnist almennt aðgangur að alþjóðlegum fjármálamörkuðum innan skamms. Viðsnúningur er orðinn í hagkerfinu og hagvöxtur hafinn en óvissan um hve kraftmikill hann verður er að nokkru bundin því hvernig tekst að örva fjárfestingar á komandi mánuðum og misserum. Í þeim efnum eru horfur þó batnandi, útlit er fyrir mikinn vöxt í ferðaþjónustu, ýmsum tækni- og þekkingargreinum og hinum skapandi geira. Almennt er útflutnings- og samkeppnisstarfsemin kraftmikil, eins og sést á metafgangi af vöru- og þjónustuviðskiptum. Góðar horfur eru á að á næstu vikum og mánuðum verði teknar endanlegar ákvarðanir um nokkur lítil og meðalstór fjárfestingarverkefni sem breikka grundvöll atvinnulífsins og auka fjölbreytni, einkum á sviði grænnar orkunýtingar. Ísland er á réttri leið þótt vissulega bíði stjórnvalda að glíma áfram við mörg krefjandi verkefni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Sjá meira
Við áramótin 2010-2011 er Ísland á tímamótum í margvíslegum skilningi. Fjárlögin fyrir árið 2011 marka þáttaskil í glímunni við ríkisfjármálin og framvindu þeirrar áætlunar sem unnið er eftir til að gera hin opinberu fjármál sem fyrst sjálfbær á nýjan leik. Á því sviði hefur óumdeilanlega náðst mikill árangur, útkoman bæði árin 2009 og 2010 er betri en áætlanir og fjárlög gerðu ráð fyrir og með fjárlögum ársins 2011 næst sá árangur sem að var stefnt að frumjöfnuður á rekstrargrunni verður jákvæður svo nemur nálægt 1% af þjóðarframleiðslu. Neikvæður heildarjöfnuður upp á um eða innan við 2,5% verður sömuleiðis með því betra sem stefnt er að meðal OECD-ríkja, sem mörg hver glíma við erfiðleika í efnahags- og ríkisfjármálum. Þetta skipar Íslandi á bekk með aðeins u.þ.b. 8 OECD-löndum sem stefna að jákvæðum frumjöfnuði samkvæmt fjárlögum sínum á árinu. Fjárlögin 2011 og fyrri ráðstafanir ríkisstjórnarinnar innihalda vissulega erfiðar aðgerðir, en þó er óumdeilt að þær hafa verið útfærðar á þann hátt að reynt er að verja hið norræna velferðarsamfélag eins og kostur er og hlífa hinum tekjulægri. Ísland hefur farið sína eigin leið en engu að síður náð þeim árangri sem að var stefnt. Það er skoðun undirritaðs að ábyrg og sjálfbær opinber fjármál eigi að vera kjarninn í stefnu allra félagslega þenkjandi stjórnvalda. Án sjálfbærra opinberra fjármála verður velferðin ekki tryggð til frambúðar. Sá árangur sem náðst hefur við að innleiða efnahagslegan stöðugleika skapar mikilvægar forsendur fyrir áframhaldandi endurreisn og uppbyggingu Íslands í kjölfar fjármálaáfallsins sem hér varð í október 2008. Verðbólga er nú komin inn fyrir viðmiðunarmörk Seðlabanka Íslands (2,5%), vextir hafa lækkað skarpt og eru nú komnir á viðunandi ról, gengi krónunnar hefur styrkst um ein 12% á síðasta ári og helst stöðugt, atvinnuleysi er minna en spáð var og skuldir ríkissjóðs hafa náð hámarki og stöðvast við mun lægra hlutfall landsframleiðslu en áður var talið (heildarskuldir um 84% en hreinar skuldir um 43%, án Icesave). Að baki er árangursrík IV. endurskoðun efnahagsáætlunar íslenskra stjórnvalda í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og með stuðningi hinna Norðurlandríkjanna fjögurra, Póllands og Færeyja. Þessi endurskoðun markar einnig tímamót og með henni opnast aðgangur að síðasta hluta gjaldeyrislána sem Ísland getur nú tekið eftir þörfum til að byggja áfram upp gjaldeyrisvaraforða og búa í haginn fyrir framtíðina. Að áfallalausu lýkur samstarfinu við AGS síðsumars (í ágúst). Að frátöldum þeim töfum sem urðu á framkvæmd efnahagsáætlunarinnar af utanaðkomandi orsökum eru allar forsendur til að áætlunin verði talin dæmi um vel heppnaða aðgerð. Ísland hefur lagað áætlunina að sínum aðstæðum og pólitísku áherslum og AGS getur notað árangurinn sem skrautfjöður í hattinn og til að bæta sinn orðstír. Þegar staða Íslands nú er metin er hún á flestan hátt betri en menn gátu gert sér vonir um fyrir tveimur árum. Áhættuálagið á Ísland hefur lækkað jafnt og þétt og við erum löngu horfin af lista yfir þær þjóðir sem mest hætta er á að ekki ráði við skuldbindingar sínar. Landið er ekki lengur nefnt í því sambandi. Áframhaldandi og jákvæð þróun næstu mánuði gerir raunhæft að ætla að Íslandi opnist almennt aðgangur að alþjóðlegum fjármálamörkuðum innan skamms. Viðsnúningur er orðinn í hagkerfinu og hagvöxtur hafinn en óvissan um hve kraftmikill hann verður er að nokkru bundin því hvernig tekst að örva fjárfestingar á komandi mánuðum og misserum. Í þeim efnum eru horfur þó batnandi, útlit er fyrir mikinn vöxt í ferðaþjónustu, ýmsum tækni- og þekkingargreinum og hinum skapandi geira. Almennt er útflutnings- og samkeppnisstarfsemin kraftmikil, eins og sést á metafgangi af vöru- og þjónustuviðskiptum. Góðar horfur eru á að á næstu vikum og mánuðum verði teknar endanlegar ákvarðanir um nokkur lítil og meðalstór fjárfestingarverkefni sem breikka grundvöll atvinnulífsins og auka fjölbreytni, einkum á sviði grænnar orkunýtingar. Ísland er á réttri leið þótt vissulega bíði stjórnvalda að glíma áfram við mörg krefjandi verkefni.
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar