Að fara í manninn! Andrés Pétursson skrifar 4. janúar 2011 05:45 Þegar þungir og seinir knattspyrnumenn eiga ekki möguleika að ná boltanum af snjöllum spilara þá grípa þeir stundum til þess örþrifaráðs að tækla leikmanninn sjálfan. Þetta þykir mjög ódrengilegt en nær þó stundum þeim árangri að stoppa sókn andstæðinganna. Því miður virðist mér sumir Nei-sinnar í Evrópumálum vera farnir að beita þessari aðferð. Í tengslum við hrókeringar innan utanríkisþjónustunnar hafa þeir gripið til þess ráðs að gefa í skyn að samningamenn Íslands hafi það eitt að markmiði að landa góðu starfi hjá Evrópusambandinu að loknu samningaferlinu. Meira segja hefur einn forráðamaður Nei-sinna kastað fram þeirri tillögu að allir þeir sem að samningaviðræðunum koma skrifi undir yfirlýsingu að þeir muni ekki sækjast eftir embætti hjá ESB í ákveðið mörg ár eftir að samningaviðræðum lýkur. Maður veit varla hvort maður á hlæja eða gráta að þessari tillögu. Bæði vegur hún mjög að heiðarleika viðkomandi samningamanna og þar að auki skerðir hún atvinnufrelsi viðkomandi einstaklinga. Einnig hljóta flestir að vera sammála að það sé mjög mikilvægt að við sendum okkar allra besta fólk til að standa vörð um okkar hagsmuni á alþjóðavettvangi. Þeir sem best þekkja til þessara mála hljóta að vera þeir aðilar sem hafa staðið í samningaviðræðum eða komið að samningagerðinni að öðru leyti. Það væri því fáranlegt að ekki væri hægt að senda þetta fólk til starfa erlendis á okkar vegum. Búast má við að umræðan um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu erði fyrirferðamikil á árinu 2011. Evrópusinnar hafa sett sér nokkur leiðarstef í umræðunni, meðal annars að beita staðreyndum og rökræðu, forðast gífuryrði og þrætubókarlist og vera upplýsandi. Við skorum því á alla sem taka þátt í umræðunni, hvort sem þeir eru hlynntir eða á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu, að halda umræðunni á þeim nótum. Berjumst heiðarlega um boltann en tæklum ekki manninn á ruddalegan hátt! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Pétursson Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þegar þungir og seinir knattspyrnumenn eiga ekki möguleika að ná boltanum af snjöllum spilara þá grípa þeir stundum til þess örþrifaráðs að tækla leikmanninn sjálfan. Þetta þykir mjög ódrengilegt en nær þó stundum þeim árangri að stoppa sókn andstæðinganna. Því miður virðist mér sumir Nei-sinnar í Evrópumálum vera farnir að beita þessari aðferð. Í tengslum við hrókeringar innan utanríkisþjónustunnar hafa þeir gripið til þess ráðs að gefa í skyn að samningamenn Íslands hafi það eitt að markmiði að landa góðu starfi hjá Evrópusambandinu að loknu samningaferlinu. Meira segja hefur einn forráðamaður Nei-sinna kastað fram þeirri tillögu að allir þeir sem að samningaviðræðunum koma skrifi undir yfirlýsingu að þeir muni ekki sækjast eftir embætti hjá ESB í ákveðið mörg ár eftir að samningaviðræðum lýkur. Maður veit varla hvort maður á hlæja eða gráta að þessari tillögu. Bæði vegur hún mjög að heiðarleika viðkomandi samningamanna og þar að auki skerðir hún atvinnufrelsi viðkomandi einstaklinga. Einnig hljóta flestir að vera sammála að það sé mjög mikilvægt að við sendum okkar allra besta fólk til að standa vörð um okkar hagsmuni á alþjóðavettvangi. Þeir sem best þekkja til þessara mála hljóta að vera þeir aðilar sem hafa staðið í samningaviðræðum eða komið að samningagerðinni að öðru leyti. Það væri því fáranlegt að ekki væri hægt að senda þetta fólk til starfa erlendis á okkar vegum. Búast má við að umræðan um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu erði fyrirferðamikil á árinu 2011. Evrópusinnar hafa sett sér nokkur leiðarstef í umræðunni, meðal annars að beita staðreyndum og rökræðu, forðast gífuryrði og þrætubókarlist og vera upplýsandi. Við skorum því á alla sem taka þátt í umræðunni, hvort sem þeir eru hlynntir eða á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu, að halda umræðunni á þeim nótum. Berjumst heiðarlega um boltann en tæklum ekki manninn á ruddalegan hátt!
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar