Guðmundur: Dómararnir tóku af okkur sjö víti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2011 20:08 Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari var ekki sáttur með serbnesku dómarana eftir 24-27 tap á móti Þjóðverjum í fyrsta leik liðsins í milliriðli á HM í handbolta í kvöld. Guðmundur var í viðtali við Hörð Magnússon, íþróttafréttamann Stöðvar 2 Sport, eftir leikinn. „Varnarleikurinn var ekki næginlega sannfærandi og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Við það bætist að þeir skoruðu alltof mikið úr hröðum upphlaupum," sagði Guðmundur. „Við komum til baka í síðari hálfleik og lögðuðum varnarleikinn en það dugði ekki til. Við vorum komnir ansi nálægt þeim en það vantaði upp á að við næðum að fylgja því eftir," sagði Guðmundur. „Þjóðverjar spiluðu mjög vel og við náðum okkur ekki næginlega á strik í sókninni í síðari hálfleik. Við erum að skora einhver ellefu mörk á þá í síðari hálfleik og það er bara of lítið," sagði Guðmundur. „Við getum sjálfum okkur um kennt en við erum hundsvekktir með dómara leiksins og skiljum ekki þessa dómgæslu. Okkur finnst að það hafi verið tekin af okkur einhver sjö víti og það eru líka tekin af okkur mörk þegar þeir flauta á óskiljanlegan hátt þegar við erum að koma boltanum í netið. Það var líka dæmdur ruðningur á Alexander Petersson sem var algjört rugl," sagði Guðmundur og bætti við: „Þeir geta skoðað þetta á myndbandi og þá sjá þeir hvað var í gangi hérna," sagði Guðmundur. „Við erum mjög svekktir með dómgæsluna en við þurfum fyrst og síðast að kíkja á varnarleikinn okkar því það tók okkur of langan tíma að fá hann í gang. Nú er bara að halda áfram og taka næsta leik. Við förum ekki í gegnum þessa heimsmeistarakeppni taplausir þannig að við erum því búnir að taka það út," sagði Guðmundur en íslenska liðið mætir Spánverjum í næsta leik á mánudaginn. „Spænska liðið er ógnarsterkt og þeir unnu Norðmenn hérna áðan. Þegar þú ert kominn þetta langt þá þarftu að spila frábærlega í hverjum leik. Þetta eru frábær lið sem við erum að mæta núna og með betri handboltaliðum í heiminum í dag. Þegar þú ert kominn í milliriðill þá mætir þú góðum liðum því það eru ekkert eftir nema góð lið þar," sagði Guðmundur að lokum. Scroll-HM2011 Skroll-Íþróttir Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari var ekki sáttur með serbnesku dómarana eftir 24-27 tap á móti Þjóðverjum í fyrsta leik liðsins í milliriðli á HM í handbolta í kvöld. Guðmundur var í viðtali við Hörð Magnússon, íþróttafréttamann Stöðvar 2 Sport, eftir leikinn. „Varnarleikurinn var ekki næginlega sannfærandi og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Við það bætist að þeir skoruðu alltof mikið úr hröðum upphlaupum," sagði Guðmundur. „Við komum til baka í síðari hálfleik og lögðuðum varnarleikinn en það dugði ekki til. Við vorum komnir ansi nálægt þeim en það vantaði upp á að við næðum að fylgja því eftir," sagði Guðmundur. „Þjóðverjar spiluðu mjög vel og við náðum okkur ekki næginlega á strik í sókninni í síðari hálfleik. Við erum að skora einhver ellefu mörk á þá í síðari hálfleik og það er bara of lítið," sagði Guðmundur. „Við getum sjálfum okkur um kennt en við erum hundsvekktir með dómara leiksins og skiljum ekki þessa dómgæslu. Okkur finnst að það hafi verið tekin af okkur einhver sjö víti og það eru líka tekin af okkur mörk þegar þeir flauta á óskiljanlegan hátt þegar við erum að koma boltanum í netið. Það var líka dæmdur ruðningur á Alexander Petersson sem var algjört rugl," sagði Guðmundur og bætti við: „Þeir geta skoðað þetta á myndbandi og þá sjá þeir hvað var í gangi hérna," sagði Guðmundur. „Við erum mjög svekktir með dómgæsluna en við þurfum fyrst og síðast að kíkja á varnarleikinn okkar því það tók okkur of langan tíma að fá hann í gang. Nú er bara að halda áfram og taka næsta leik. Við förum ekki í gegnum þessa heimsmeistarakeppni taplausir þannig að við erum því búnir að taka það út," sagði Guðmundur en íslenska liðið mætir Spánverjum í næsta leik á mánudaginn. „Spænska liðið er ógnarsterkt og þeir unnu Norðmenn hérna áðan. Þegar þú ert kominn þetta langt þá þarftu að spila frábærlega í hverjum leik. Þetta eru frábær lið sem við erum að mæta núna og með betri handboltaliðum í heiminum í dag. Þegar þú ert kominn í milliriðill þá mætir þú góðum liðum því það eru ekkert eftir nema góð lið þar," sagði Guðmundur að lokum.
Scroll-HM2011 Skroll-Íþróttir Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Sjá meira