Körfubolti

Helgi Jónas: Þurfum naflaskoðun fyrir laugardaginn

Elvar Geir Magnússon skrifar
Mynd/Vilhelm
Mynd/Vilhelm

Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindavíkur, segir að liðið sé ekki með neitt sjálfstraust. Grindavík tapaði í kvöld fjórða deildarleik sínum í röð þegar það lá gegn Stjörnunni í Garðabæ.

„Það hefur verið mjög mikil deyfð í þessu undanfarið og liðið er því miður ekki með neitt sjálfstraust," sagði Helgi eftir leikinn.

Grindavík náði að leggja Hauka í undanúrslitum bikarsins á dögunum en sá leikur virðist hafa gefið liðinu lítið. „Maður vonaðist til þess að sá sigur myndi lyfta liðinu eitthvað hærra en það er augljóst að hann hefur ekki gert það," sagði Helgi.

Hann hefur ekki langan tíma til að blása sjálfstrausti í sína menn því framundan er bikarúrslitaleikur gegn KR. „Við þurfum að fara í góða naflaskoðun fyrir laugardaginn því þá er einn stærsti leikur á tímabilinu," sagði Helgi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×