Skálholtsjárnið Sigurður Árni Þórðarson skrifar 11. janúar 2011 05:45 Skálholt hrífur og miðlar sögum til skemmtunar og eflingar. Fyrir helgi var ég á ráðstefnu eystra og naut töfra staðarins. Kirkjan gnæfði yfir land og líf og skein eins og perla í næturhafi vetrarins. Hún tók elskulega á móti öllum, sem sóttu tíðir og Kristur opnaði fang sitt í kórnum. Þegar ég horfði á þetta fallega hús kom upp í hugann saga frá byggingartíma kirkjunnar. Járnið, sem sent var austur, var kolryðgað og ljóst að mikil vinna færi í að bursta það allt upp. Góð ráð voru rándýr og tímafrek. Einhverjir héldu, að járnið væri alveg ónothæft. Víl helltist yfir byggingarliðið. Einn stóð hugsi og vildi ekki lúta ryðráðum. Þegar volandi hópurinn gekk til náða fór hann út, festi járnadræsu aftan í bíl sinn og dró hana síðan eftir malarveginum út að Spóastöðum og til baka. Næturferðirnar urðu margar eða þar til allt járn hafði farið rúntinn. Ryðið svarfaðist af og málmurinn brosti skínandi bjartur við þeim, sem vöknuðu að morgni og mættu með vírbursta til vinnu. Það var eins og morgunsólin hefði tekið sér bólfestu í járnstæðunni. Burstarnir féllu og burðarvirkið Skálholtskirkju hefur ekki gefið sig. Kirkjan hefur staðist alla skjálfta jarðar og áraun tímans. Járnsaga kirkjunnar er sem lykilsaga fyrir þjóð á krossgötum. Nú er komið að framtíðargerð Íslands. Getum við notað ryðgað grindarefni, sem nóg er af og margir vilja selja ódýrt? Hrunið opinberaði, að þegar ekki er vandað til verka verða afleiðingar hörmulegar. Við Íslendingar erum í endurskoðunarham og eigum að læra ný trix og hugsa alla möguleika. Samfélagsdræsurnar eru ekki ónýtar heldur ryðgaðar. Lestir eru ekki byggingarefni og fúsk ekki heldur. Háskólafólkið á tól og ætti fremur að setja þarfir samfélagsins í forgang en að skora á topplistum alheimsakademíunnar. Stjórnsýslu ríkisins þarf að bæta. Auka þarf fagmennsku og gefa vel í svo vinhygli og klíkuræði molni af. Stjórnmálastéttinni og flokkum þarf að skella á mölina til að eðli þeirra verði opinberað og réttlæti þeirra hreinsað. Og svo er það stjórnarskráin. Er hún ryðgaður úrgangshaugur? Getur verið að þar sé ljómandi efni, sem hreinsa þarf, þ.e. ræða vendilega, til að gildi þess sjáist? Nú skal skíra, meta hvað er heilt, í hverju er burður og hvað getur nýst. Notum hið góða og siðlega. Skálholt er heilagur staður, en stofnanir og stjórnarskrá þurfa á Spóastaðarúntinn! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sr. Sigurður Árni Þórðarson Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun
Skálholt hrífur og miðlar sögum til skemmtunar og eflingar. Fyrir helgi var ég á ráðstefnu eystra og naut töfra staðarins. Kirkjan gnæfði yfir land og líf og skein eins og perla í næturhafi vetrarins. Hún tók elskulega á móti öllum, sem sóttu tíðir og Kristur opnaði fang sitt í kórnum. Þegar ég horfði á þetta fallega hús kom upp í hugann saga frá byggingartíma kirkjunnar. Járnið, sem sent var austur, var kolryðgað og ljóst að mikil vinna færi í að bursta það allt upp. Góð ráð voru rándýr og tímafrek. Einhverjir héldu, að járnið væri alveg ónothæft. Víl helltist yfir byggingarliðið. Einn stóð hugsi og vildi ekki lúta ryðráðum. Þegar volandi hópurinn gekk til náða fór hann út, festi járnadræsu aftan í bíl sinn og dró hana síðan eftir malarveginum út að Spóastöðum og til baka. Næturferðirnar urðu margar eða þar til allt járn hafði farið rúntinn. Ryðið svarfaðist af og málmurinn brosti skínandi bjartur við þeim, sem vöknuðu að morgni og mættu með vírbursta til vinnu. Það var eins og morgunsólin hefði tekið sér bólfestu í járnstæðunni. Burstarnir féllu og burðarvirkið Skálholtskirkju hefur ekki gefið sig. Kirkjan hefur staðist alla skjálfta jarðar og áraun tímans. Járnsaga kirkjunnar er sem lykilsaga fyrir þjóð á krossgötum. Nú er komið að framtíðargerð Íslands. Getum við notað ryðgað grindarefni, sem nóg er af og margir vilja selja ódýrt? Hrunið opinberaði, að þegar ekki er vandað til verka verða afleiðingar hörmulegar. Við Íslendingar erum í endurskoðunarham og eigum að læra ný trix og hugsa alla möguleika. Samfélagsdræsurnar eru ekki ónýtar heldur ryðgaðar. Lestir eru ekki byggingarefni og fúsk ekki heldur. Háskólafólkið á tól og ætti fremur að setja þarfir samfélagsins í forgang en að skora á topplistum alheimsakademíunnar. Stjórnsýslu ríkisins þarf að bæta. Auka þarf fagmennsku og gefa vel í svo vinhygli og klíkuræði molni af. Stjórnmálastéttinni og flokkum þarf að skella á mölina til að eðli þeirra verði opinberað og réttlæti þeirra hreinsað. Og svo er það stjórnarskráin. Er hún ryðgaður úrgangshaugur? Getur verið að þar sé ljómandi efni, sem hreinsa þarf, þ.e. ræða vendilega, til að gildi þess sjáist? Nú skal skíra, meta hvað er heilt, í hverju er burður og hvað getur nýst. Notum hið góða og siðlega. Skálholt er heilagur staður, en stofnanir og stjórnarskrá þurfa á Spóastaðarúntinn!
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun