Umfjöllun: KR afgreiddi Keflavík í þriðja leikhluta Jón Júlíus Karlsson skrifar 3. febrúar 2011 21:02 Marcus Walker lék vel í kvöld. KR vann öruggan sigur á Keflavík í Iceland Express deild karla í kvöld, 99-85. Leikurinn var járnum framan af en í þriðja leikhluta lék KR magnaðan varnarleik og hélt Keflvíkingum í aðeins sjö stigum og náðu 25 stiga forystu fyrir lokaleikhlutann. Sigurinn var aldrei í hættu hjá þeim röndóttu sem er með sigrinum komið upp í annað sætið í deildinni og aðeins tveimur stigum á eftir Snæfell. KR byrjaði leikinn af gríðarlegum krafti og komst í 11-0 áður en Magnús Gunnarsson kom Keflvíkingum á blað með þristi eftir þriggja og hálfs mínútna leik. KR-ingar voru sterkari í fyrsta leikhluta og leiddu með sex stigum af honum loknum 20-14. Keflavíkingar komu ákveðnir til leiks í annan leikhluta og á fyrstu þremur mínútum leikhlutans náðu þeir að breyta stöðunni í 22-24 sér í vil. Mikill hraði var í leiknum og í hálfleik var staðan 47-44 fyrir heimamenn. Erlendu leikmennirnir Marcus Walker og Thomas Sanders leiddu stigaskorið hjá liðinum og skoruðu báðir 12 stig í fyrri hálfleik. KR-ingar léku magnaða vörn í þriðja leikhluta og komstu gestirnir úr Keflavík hvorki lönd né strönd. Margur körfuboltaunnandinn trúir því kannski varla en Keflvíkingum tókst aðeins að skora 7 stig í þriðja leikhluta gegn 29 stigum KR. Hrósa verður KR-ingum fyrir frábæran varnarleik en hins vegar var sóknarleikur Keflavíkur eitt stór spurningarmerki og vantaði allan hraða og ákveðni. KR-ingar náðu því 25 stiga forystu fyrir lokaleikhlutann 76-51. Úrslitin voru í raun ráðin áður en lokaleikhlutinn var leikinn. Keflvíkingar reyndu hvað þeir gátu til að koma sér inn í leikinn á meðan KR slakaði aðeins á í vörninni en sigur þeirra röndóttu var aldrei í hættu. Lokatölur 99-85. Marcus Walker var stigahæstur hjá KR-ingum með 27 stig, tók sjö fráköst og gaf sex stoðsendingar. Hreggviður Magnússon minnti heldur betur á sig með að setja niður 17 stig í kvöld og Finnur Atli Magnússon var með 14 stig. Hjá Keflavík var Thomas Sanders atkvæðamestur með 24 stig og sex fráköst. Hörður Axel Vilhjálmsson kom þar næstu með 18 stig og fimm fráköst. KR-Keflavík 99-85 (22-14, 25-30, 29-7, 23-34) KR: Marcus Walker 27/7 fráköst/6 stoðsendingar, Hreggviður Magnússon 19, Finnur Atli Magnússon 14, Pavel Ermolinskij 11/8 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 10, Skarphéðinn Freyr Ingason 4, Fannar Ólafsson 4, Jón Orri Kristjánsson 4, Ágúst Angantýsson 2, Páll Fannar Helgason 2, Ólafur Már Ægisson 2.Keflavík: Thomas Sanders 24/6 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 18/5 fráköst, Jón Nordal Hafsteinsson 10, Magnús Þór Gunnarsson 8/7 stoðsendingar, Halldór Örn Halldórsson 8, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 8, Gunnar Einarsson 4, Þröstur Leó Jóhannsson 3/4 fráköst, Gunnar H. Stefánsson 2. Dominos-deild karla Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fleiri fréttir Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Sjá meira
KR vann öruggan sigur á Keflavík í Iceland Express deild karla í kvöld, 99-85. Leikurinn var járnum framan af en í þriðja leikhluta lék KR magnaðan varnarleik og hélt Keflvíkingum í aðeins sjö stigum og náðu 25 stiga forystu fyrir lokaleikhlutann. Sigurinn var aldrei í hættu hjá þeim röndóttu sem er með sigrinum komið upp í annað sætið í deildinni og aðeins tveimur stigum á eftir Snæfell. KR byrjaði leikinn af gríðarlegum krafti og komst í 11-0 áður en Magnús Gunnarsson kom Keflvíkingum á blað með þristi eftir þriggja og hálfs mínútna leik. KR-ingar voru sterkari í fyrsta leikhluta og leiddu með sex stigum af honum loknum 20-14. Keflavíkingar komu ákveðnir til leiks í annan leikhluta og á fyrstu þremur mínútum leikhlutans náðu þeir að breyta stöðunni í 22-24 sér í vil. Mikill hraði var í leiknum og í hálfleik var staðan 47-44 fyrir heimamenn. Erlendu leikmennirnir Marcus Walker og Thomas Sanders leiddu stigaskorið hjá liðinum og skoruðu báðir 12 stig í fyrri hálfleik. KR-ingar léku magnaða vörn í þriðja leikhluta og komstu gestirnir úr Keflavík hvorki lönd né strönd. Margur körfuboltaunnandinn trúir því kannski varla en Keflvíkingum tókst aðeins að skora 7 stig í þriðja leikhluta gegn 29 stigum KR. Hrósa verður KR-ingum fyrir frábæran varnarleik en hins vegar var sóknarleikur Keflavíkur eitt stór spurningarmerki og vantaði allan hraða og ákveðni. KR-ingar náðu því 25 stiga forystu fyrir lokaleikhlutann 76-51. Úrslitin voru í raun ráðin áður en lokaleikhlutinn var leikinn. Keflvíkingar reyndu hvað þeir gátu til að koma sér inn í leikinn á meðan KR slakaði aðeins á í vörninni en sigur þeirra röndóttu var aldrei í hættu. Lokatölur 99-85. Marcus Walker var stigahæstur hjá KR-ingum með 27 stig, tók sjö fráköst og gaf sex stoðsendingar. Hreggviður Magnússon minnti heldur betur á sig með að setja niður 17 stig í kvöld og Finnur Atli Magnússon var með 14 stig. Hjá Keflavík var Thomas Sanders atkvæðamestur með 24 stig og sex fráköst. Hörður Axel Vilhjálmsson kom þar næstu með 18 stig og fimm fráköst. KR-Keflavík 99-85 (22-14, 25-30, 29-7, 23-34) KR: Marcus Walker 27/7 fráköst/6 stoðsendingar, Hreggviður Magnússon 19, Finnur Atli Magnússon 14, Pavel Ermolinskij 11/8 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 10, Skarphéðinn Freyr Ingason 4, Fannar Ólafsson 4, Jón Orri Kristjánsson 4, Ágúst Angantýsson 2, Páll Fannar Helgason 2, Ólafur Már Ægisson 2.Keflavík: Thomas Sanders 24/6 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 18/5 fráköst, Jón Nordal Hafsteinsson 10, Magnús Þór Gunnarsson 8/7 stoðsendingar, Halldór Örn Halldórsson 8, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 8, Gunnar Einarsson 4, Þröstur Leó Jóhannsson 3/4 fráköst, Gunnar H. Stefánsson 2.
Dominos-deild karla Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fleiri fréttir Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Sjá meira