Skuldin gæti hækkað um 665 milljarða 28. febrúar 2011 05:00 Mögulegur vaxtakostnaður vegna Icesave gæti orðið rúmir 713 milljarðar, tapist málið fyrir dómstólum árið 2014. Þessar niðurstöður miða við að Íslendingum verði gert að greiða sömu vexti og Portúgal greiðir af sínum neyðarlánum. Fái Íslendingar sömu vexti og Írar, endar málið í 513 milljörðum. Sé núverandi samningur látinn gilda, eftir að þrotabú gamla Landsbankans hefur verið gert upp, endar skuldin í 48 milljörðum króna. Þar er miðað við þá 20 milljarða sem nú þegar eru til staðar. Þetta eru niðurstöður nýrra útreikninga sem unnir voru fyrir íslensku samninganefndina um Icesave. Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður og einn af samningamönnum Íslands, segir útreikningana meðal annars hafa verið gerða í ljósi þess misskilnings sem hefur verið á kreiki að verði farið með málið fyrir dómstóla gætu Íslendingar endað á því að greiða ekki kostnað af því. „Menn eru að halda fram að kostnaðurinn við Icesave-samningana gæti verið allt frá 25 og upp í 250 milljarða, á meðan kostnaðurinn við það ef málið tapast fyrir dómstólum sé frá núll og upp í 140. Í ljósi þess er nauðsynlegt að menn fái betri upplýsingar svo ekki sé verið að taka ákvarðanir á kolröngum forsendum,“ segir Lárus. „Það myndi geta kostað okkur mörg hundruð milljarða.“ Samkvæmt útreikningunum, sé miðað við 86 prósenta endurheimtur og gengisspár, fæst nokkurn veginn upp í höfuðstól Icesave-skuldarinnar. Sé samningaleiðin farin með núverandi samingi, gætu endurheimtur úr þrotabúi gamla Landsbankans verið 8 milljörðum meiri heldur en höfuðstóll skuldarinnar. Meðal þeirra forsenda sem gefnar eru í útreikningunum eru meðal annars þær að forgangsgröfur Tryggingasjóðs innstæðueigenda og fjárfesta (TIF) eru 1.171 milljarðar króna og sömuleiðis skuld við Breta og Hollendinga. Heildarkröfur búsins eru 1.321 milljarðar og TIF fær 88,64 prósent af öllum útgreiðslum búsins og er endurheimtuhlutfall 86 prósent. Afborganir af höfuðstól hefjast árið 2016 þegar búið hefur verið gert upp. sunna@frettabladid.is Icesave Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Sjá meira
Mögulegur vaxtakostnaður vegna Icesave gæti orðið rúmir 713 milljarðar, tapist málið fyrir dómstólum árið 2014. Þessar niðurstöður miða við að Íslendingum verði gert að greiða sömu vexti og Portúgal greiðir af sínum neyðarlánum. Fái Íslendingar sömu vexti og Írar, endar málið í 513 milljörðum. Sé núverandi samningur látinn gilda, eftir að þrotabú gamla Landsbankans hefur verið gert upp, endar skuldin í 48 milljörðum króna. Þar er miðað við þá 20 milljarða sem nú þegar eru til staðar. Þetta eru niðurstöður nýrra útreikninga sem unnir voru fyrir íslensku samninganefndina um Icesave. Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður og einn af samningamönnum Íslands, segir útreikningana meðal annars hafa verið gerða í ljósi þess misskilnings sem hefur verið á kreiki að verði farið með málið fyrir dómstóla gætu Íslendingar endað á því að greiða ekki kostnað af því. „Menn eru að halda fram að kostnaðurinn við Icesave-samningana gæti verið allt frá 25 og upp í 250 milljarða, á meðan kostnaðurinn við það ef málið tapast fyrir dómstólum sé frá núll og upp í 140. Í ljósi þess er nauðsynlegt að menn fái betri upplýsingar svo ekki sé verið að taka ákvarðanir á kolröngum forsendum,“ segir Lárus. „Það myndi geta kostað okkur mörg hundruð milljarða.“ Samkvæmt útreikningunum, sé miðað við 86 prósenta endurheimtur og gengisspár, fæst nokkurn veginn upp í höfuðstól Icesave-skuldarinnar. Sé samningaleiðin farin með núverandi samingi, gætu endurheimtur úr þrotabúi gamla Landsbankans verið 8 milljörðum meiri heldur en höfuðstóll skuldarinnar. Meðal þeirra forsenda sem gefnar eru í útreikningunum eru meðal annars þær að forgangsgröfur Tryggingasjóðs innstæðueigenda og fjárfesta (TIF) eru 1.171 milljarðar króna og sömuleiðis skuld við Breta og Hollendinga. Heildarkröfur búsins eru 1.321 milljarðar og TIF fær 88,64 prósent af öllum útgreiðslum búsins og er endurheimtuhlutfall 86 prósent. Afborganir af höfuðstól hefjast árið 2016 þegar búið hefur verið gert upp. sunna@frettabladid.is
Icesave Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Sjá meira