Við borgum ekki… og þó Skúli Helgason skrifar 8. apríl 2011 07:00 Við borgum ekki skuldir óreiðumanna er grunntónninn í málflutningi þeirra sem hyggjast hafna Icesave-samkomulaginu þann 9. apríl. Þetta er að öllu leyti skiljanlegt sjónarmið enda vandfundinn sá einstaklingur sem brennur í skinninu að fá að greiða úr eigin vasa fórnarkostnað af óráðsíu bankamanna í aðdraganda fjármálahrunsins. En veruleikinn er mun flóknari en svo að valið standi um að borga skuldir óreiðumanna eða gera það ekki. Reyndar er það svo að þjóðin hefur verið að borga "skuldir“ óreiðumanna allar götur frá bankahruni, í formi verðbólgu, lægri launa, hærri skatta, niðurskurðar á útgjöldum til velferðar- og menntamála, hærri húsnæðislána, eiginfjárframlaga til endurreistra banka og svo mætti áfram telja. Allt eru þetta afleiðingar af skuldum óreiðumanna og reyndar afskiptaleysi stjórnvalda í kjölfar einkavæðingar bankanna, sem hrun bankakerfisins velti yfir á herðar þjóðarinnar. Og óreiðumennirnir voru víðar en í viðskiptabönkunum því einn hæsti reikningurinn sem þjóðin þarf nú að greiða tengist tæknilegu gjaldþroti Seðlabankans vegna ábyrgðarlausrar "þjónustu“ hans við dauðadæmda banka mánuðina fyrir hrun. Kostnaður ríkissjóðs vegna þessa hefur verið áætlaður 175 milljarðar króna. Því miður fáum við aldrei að kjósa þann reikning út úr heiminum. Hann er kominn til að vera. ValiðÁ laugardaginn stendur þjóðin hins vegar frammi fyrir afdrifaríku vali. Þá gefst kostur á því að velja á milli þess að samþykkja Icesave samkomulag sem felur einmitt í sér að óreiðumennirnir eða nánar tiltekið þrotabú Landsbankans greiðir stærstan hluta Icesave-skuldarinnar (líklega yfir 90%). Ríkissjóður ábyrgist afganginn sem skv. nýjasta mati gæti numið um 27 milljörðum króna á næstu fimm árum miðað við óbreyttar forsendur um gengi, greiðsluhraða úr þrotabúinu og mat á endurheimt eigna. Sú upphæð getur hækkað í rúmlega 100 milljarða eða lækkað niður í núll ef fyrrnefndar forsendur breytast verulega sbr. nýja útreikninga hagdeildar Alþýðusambands Íslands. Hinn kostur kjósenda er að segja nei og þá bendir flest til þess að málið verði útkljáð fyrir dómstólum. Dómstólaleiðin myndi að líkindum kosta þjóðina margfalt hærri fjárhæðir, úr röðum andstæðinga samkomulagsins hafa heyrst tölur á borð við 140 milljarða króna en fulltrúar samninganefndar með Lárus Blöndal í fararbroddi hafa nefnt 400-700 milljarða króna ef allt fer á versta veg og jafnvel allt að 1100 milljarða. Dómstólaleiðin gæti líka skilað jákvæðri niðurstöðu þar sem málstaður Íslendinga yrði samþykktur um að ekki væri greiðsluskylda og útgjöldin því engin. Það eru að sönnu færri sérfræðingar en fleiri sem telja líklegt að Íslendingar vinni málið fyrir dómstólum en eina sem hægt er að fullyrða um niðurstöðu dómsmáls er að um hana ríkir óvissa. VissanEn eitt er víst – ef þjóðin segir nei við Icesave á laugardaginn þá verður kyrrstaða í íslensku hagkerfi næstu misserin, áframhaldandi atvinnuleysi á bilinu 8-9% ef að líkum lætur, lágt lánshæfismat íslenska ríkisins, skortur á erlendri fjárfestingu, lítill hagvöxtur – í einu orði sagt kreppa. Fórnarkostnaður þess að segja nei á laugardag í formi hærri vaxtagreiðslna, aukins atvinnuleysis og stöðnunar í efnahagslífi mun að líkindum hlaupa á 200-250 milljörðum króna á næstu fimm árum. Hagdeild ASÍ áætlar að ef núverandi áform um auknar fjárfestingar ganga eftir muni verðmætasköpun aukast um 119 milljarða á næstu þremur árum. Mikilvæg forsenda þessara fjárfestinga er greiður aðgangur að lánsfé en það er niðurstaða ASÍ að ef Icesave-deilan er óleyst verði erlendir lánsfjármarkaðir áfram lokaðir og verðmætasköpunin frestast sem því nemur. Áfram Ísland – já takk!Á laugardaginn fáum við sjaldgæft tækifæri til að kjósa minna atvinnuleysi, meiri hagvöxt, betri lánskjör, lægri ríkisútgjöld, minni óvissu um stöðu þjóðarbúsins. Já er ávísun á léttari byrðar almennings vegna skulda óreiðumanna í viðskiptabönkunum og Seðlabanka. Ég hvet alla til að mæta á kjörstað á laugardaginn og kjósa veginn til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Skúli Helgason Mest lesið Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Þjóð að tala við sjálfa sig Fastir pennar Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Við borgum ekki skuldir óreiðumanna er grunntónninn í málflutningi þeirra sem hyggjast hafna Icesave-samkomulaginu þann 9. apríl. Þetta er að öllu leyti skiljanlegt sjónarmið enda vandfundinn sá einstaklingur sem brennur í skinninu að fá að greiða úr eigin vasa fórnarkostnað af óráðsíu bankamanna í aðdraganda fjármálahrunsins. En veruleikinn er mun flóknari en svo að valið standi um að borga skuldir óreiðumanna eða gera það ekki. Reyndar er það svo að þjóðin hefur verið að borga "skuldir“ óreiðumanna allar götur frá bankahruni, í formi verðbólgu, lægri launa, hærri skatta, niðurskurðar á útgjöldum til velferðar- og menntamála, hærri húsnæðislána, eiginfjárframlaga til endurreistra banka og svo mætti áfram telja. Allt eru þetta afleiðingar af skuldum óreiðumanna og reyndar afskiptaleysi stjórnvalda í kjölfar einkavæðingar bankanna, sem hrun bankakerfisins velti yfir á herðar þjóðarinnar. Og óreiðumennirnir voru víðar en í viðskiptabönkunum því einn hæsti reikningurinn sem þjóðin þarf nú að greiða tengist tæknilegu gjaldþroti Seðlabankans vegna ábyrgðarlausrar "þjónustu“ hans við dauðadæmda banka mánuðina fyrir hrun. Kostnaður ríkissjóðs vegna þessa hefur verið áætlaður 175 milljarðar króna. Því miður fáum við aldrei að kjósa þann reikning út úr heiminum. Hann er kominn til að vera. ValiðÁ laugardaginn stendur þjóðin hins vegar frammi fyrir afdrifaríku vali. Þá gefst kostur á því að velja á milli þess að samþykkja Icesave samkomulag sem felur einmitt í sér að óreiðumennirnir eða nánar tiltekið þrotabú Landsbankans greiðir stærstan hluta Icesave-skuldarinnar (líklega yfir 90%). Ríkissjóður ábyrgist afganginn sem skv. nýjasta mati gæti numið um 27 milljörðum króna á næstu fimm árum miðað við óbreyttar forsendur um gengi, greiðsluhraða úr þrotabúinu og mat á endurheimt eigna. Sú upphæð getur hækkað í rúmlega 100 milljarða eða lækkað niður í núll ef fyrrnefndar forsendur breytast verulega sbr. nýja útreikninga hagdeildar Alþýðusambands Íslands. Hinn kostur kjósenda er að segja nei og þá bendir flest til þess að málið verði útkljáð fyrir dómstólum. Dómstólaleiðin myndi að líkindum kosta þjóðina margfalt hærri fjárhæðir, úr röðum andstæðinga samkomulagsins hafa heyrst tölur á borð við 140 milljarða króna en fulltrúar samninganefndar með Lárus Blöndal í fararbroddi hafa nefnt 400-700 milljarða króna ef allt fer á versta veg og jafnvel allt að 1100 milljarða. Dómstólaleiðin gæti líka skilað jákvæðri niðurstöðu þar sem málstaður Íslendinga yrði samþykktur um að ekki væri greiðsluskylda og útgjöldin því engin. Það eru að sönnu færri sérfræðingar en fleiri sem telja líklegt að Íslendingar vinni málið fyrir dómstólum en eina sem hægt er að fullyrða um niðurstöðu dómsmáls er að um hana ríkir óvissa. VissanEn eitt er víst – ef þjóðin segir nei við Icesave á laugardaginn þá verður kyrrstaða í íslensku hagkerfi næstu misserin, áframhaldandi atvinnuleysi á bilinu 8-9% ef að líkum lætur, lágt lánshæfismat íslenska ríkisins, skortur á erlendri fjárfestingu, lítill hagvöxtur – í einu orði sagt kreppa. Fórnarkostnaður þess að segja nei á laugardag í formi hærri vaxtagreiðslna, aukins atvinnuleysis og stöðnunar í efnahagslífi mun að líkindum hlaupa á 200-250 milljörðum króna á næstu fimm árum. Hagdeild ASÍ áætlar að ef núverandi áform um auknar fjárfestingar ganga eftir muni verðmætasköpun aukast um 119 milljarða á næstu þremur árum. Mikilvæg forsenda þessara fjárfestinga er greiður aðgangur að lánsfé en það er niðurstaða ASÍ að ef Icesave-deilan er óleyst verði erlendir lánsfjármarkaðir áfram lokaðir og verðmætasköpunin frestast sem því nemur. Áfram Ísland – já takk!Á laugardaginn fáum við sjaldgæft tækifæri til að kjósa minna atvinnuleysi, meiri hagvöxt, betri lánskjör, lægri ríkisútgjöld, minni óvissu um stöðu þjóðarbúsins. Já er ávísun á léttari byrðar almennings vegna skulda óreiðumanna í viðskiptabönkunum og Seðlabanka. Ég hvet alla til að mæta á kjörstað á laugardaginn og kjósa veginn til framtíðar.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun