Rósir brenndar Sr. Sigurður Árni Þórðarson skrifar 19. apríl 2011 06:00 Ég klippti rósarunna mína um helgina. Gaddarnir stungu illa og særðu. Ég henti snarlega frá mér greinunum, en þá hríslaðist um mig viska japansks ljóðs um þjáningu og viðbrögð. Þrenna lausnar úr vanda, sorg, þjáningu er: Faðma, bera og sleppa. Hvernig getur fólk snúið hörmungum til góðs? Það er íhugunar virði í kyrruviku. Japanar hafa orðið fyrir stórkostlegum áföllum og lært áfallavisku. Japanska skáldið og alþýðufræðarinn Miyasawa Kenji samdi ljóð um rósaburð, sem opinberar þjáningarþrennu og bataferli. Ljóðið tjáir: Ímyndaðu þér, að þú haldir á fölnuðum, dauðum rósum. Þyrnarnir stinga og freistandi er að sleppa blómunum, sem særa illa. En í stað þess að gefast upp gengurðu af stað og í átt til eldstæðisins. Þar hendir þú rósavendinum í glóðina. Í þeim kviknar, eldurinn lifnar, lýsir þér og vermir líka. Í þessu ljóði um burð og brennandi rósir birtast stig glímu manna við sorg og þjáningu. Í fyrsta lagi, að taka eða umfaðma það, sem særir. Það þýðir, að viðurkenna og nefna ógnarefnið. Síðan tekur við ferðin í og með þjáningunni. Í þriðja lagi og að lokum er ákvörðun og vörpun meinvalds í eldinn. Þá verður bál. Hiti vex og yljar. Að faðma og bera til bruna er ferli sorgar og forsenda upprisu. En til að logi glæðist verður að sleppa. Fólk sem flýr þjáningu bælir þrá hjartans og sleppur ekki frá löngum föstudögum. Boðskapur kristninnar er að dauðinn þarfnast lífs, að dauðinn dó en lífið lifir, að sól kemur upp á sunnudegi. Hinsta verk okkar er ekki að grafa hin látnu, heldur vænta og gleðjast yfir, að hann og hún rísa upp – vegna þess að rósir voru bornar alla leið. Guð kristninnar er ekki fjarlægt heimsafl í astrónómískum ofurhvelli. Guð er náinn fólki og öllu lífi. Altari er strípað í mörgum kirkjum heims í lok messu skírdags. Biblía, bikar og ljós eru borin út. Síðan eru afskornar rósir lagðar á nakið borðið. Föstudagurinn verður þeim langur og til fjörtjóns. Knúpparnir slúta líflausir fram yfir brún og verða æpandi tákn. Rósir á altari eru mál elskunnar. Þær eru tákn síðusárs og meina heims og manna. Gróa sárin – verða páskar? Kemur lausnin heims og þín? Guð faðmar, ber og sleppir. Eldur gýs upp í heimi. Lífið lifir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sr. Sigurður Árni Þórðarson Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun
Ég klippti rósarunna mína um helgina. Gaddarnir stungu illa og særðu. Ég henti snarlega frá mér greinunum, en þá hríslaðist um mig viska japansks ljóðs um þjáningu og viðbrögð. Þrenna lausnar úr vanda, sorg, þjáningu er: Faðma, bera og sleppa. Hvernig getur fólk snúið hörmungum til góðs? Það er íhugunar virði í kyrruviku. Japanar hafa orðið fyrir stórkostlegum áföllum og lært áfallavisku. Japanska skáldið og alþýðufræðarinn Miyasawa Kenji samdi ljóð um rósaburð, sem opinberar þjáningarþrennu og bataferli. Ljóðið tjáir: Ímyndaðu þér, að þú haldir á fölnuðum, dauðum rósum. Þyrnarnir stinga og freistandi er að sleppa blómunum, sem særa illa. En í stað þess að gefast upp gengurðu af stað og í átt til eldstæðisins. Þar hendir þú rósavendinum í glóðina. Í þeim kviknar, eldurinn lifnar, lýsir þér og vermir líka. Í þessu ljóði um burð og brennandi rósir birtast stig glímu manna við sorg og þjáningu. Í fyrsta lagi, að taka eða umfaðma það, sem særir. Það þýðir, að viðurkenna og nefna ógnarefnið. Síðan tekur við ferðin í og með þjáningunni. Í þriðja lagi og að lokum er ákvörðun og vörpun meinvalds í eldinn. Þá verður bál. Hiti vex og yljar. Að faðma og bera til bruna er ferli sorgar og forsenda upprisu. En til að logi glæðist verður að sleppa. Fólk sem flýr þjáningu bælir þrá hjartans og sleppur ekki frá löngum föstudögum. Boðskapur kristninnar er að dauðinn þarfnast lífs, að dauðinn dó en lífið lifir, að sól kemur upp á sunnudegi. Hinsta verk okkar er ekki að grafa hin látnu, heldur vænta og gleðjast yfir, að hann og hún rísa upp – vegna þess að rósir voru bornar alla leið. Guð kristninnar er ekki fjarlægt heimsafl í astrónómískum ofurhvelli. Guð er náinn fólki og öllu lífi. Altari er strípað í mörgum kirkjum heims í lok messu skírdags. Biblía, bikar og ljós eru borin út. Síðan eru afskornar rósir lagðar á nakið borðið. Föstudagurinn verður þeim langur og til fjörtjóns. Knúpparnir slúta líflausir fram yfir brún og verða æpandi tákn. Rósir á altari eru mál elskunnar. Þær eru tákn síðusárs og meina heims og manna. Gróa sárin – verða páskar? Kemur lausnin heims og þín? Guð faðmar, ber og sleppir. Eldur gýs upp í heimi. Lífið lifir.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun