Öxar við ána Hannes Pétursson skrifar 28. apríl 2011 06:00 Sjaldan gengur vel að uppræta skekkjur sem grafið hafa um sig, hvort heldur þær eru bókmenntasögulegar eða annars eðlis. Enn skal þó reynt að segja sannleikann um kvæði eitt sem flestir Íslendingar kunna utanbókar og syngja hástöfum við ýmis tækifæri. Lagið sjálft heyrist einnig oft leikið á sönglúðra við marseringar á tyllidögum. Kvæðið heitir frá hendi höfundar síns, Steingríms Thorsteinssonar, Þingvallasöngur, enda ort handa baráttufundi á Þingvöllum við Öxará í júnímánuði 1885, fjögur erindi, og prentað ásamt viðkvæði sem hefst á orðunum Fram, fram, aldrei að víkja. Nokkur von er til þess að menn héldu að viðkvæði þetta væri eftir þjóðskáldið úr því að það fylgdi erindum hans í frumprentun. Raunin var öll önnur. Ekki eitt orð þess er eftir Steingrím Thorsteinsson. Við eiginhandarrit sitt af Þingvallasöng skrifaði skáldið þessa athugasemd (örlítið stytt hér): „Viðkvæðið, sem haft var við kvæði þetta og prentað með því, þegar það var notað á þjóðfundinum ... er ekki eftir mig og heyrir því ekki til. Helgi Helgason kaupmaður bjó það til, er hann samdi lag við kvæðið, og leyfði ég þá, að það fylgdi kvæðinu að því sinni, en það heyrir því ekki til að öðru leyti.“ Í ævisögu Steingríms Thorsteinssonar, þeirri sem ég tók saman og gefin var út árið 1964, kom ég þessari athugasemd skáldsins á framfæri og ályktaði jafnframt að þarna fælist eflaust skýring þess hvers vegna Steingrímur tók ekki Þingvallasöng upp í ljóðmælasafn sitt, viðbót Helga Helgasonar var samgróin laginu og hefur skáldið „ekki talið rétt að raska einingu ljóðs og lags“. Og ennfremur segir þar: „Kvæðið, eins og það kom úr penna Steingríms, sver sig meir í ætt við skáldskap hans en eftir að Fram, fram, aldrei að víkja, o.s.frv., sem er hávaðasamari kveðskapur en dæmi eru til í verkum hans, hefur verið skeytt aftan við hvert erindi.“ Því sem nú hefur verið sagt kýs ég að halda til haga vegna greinar eftir Þröst Ólafsson hér í blaðinu 19. apríl síðastliðinn. Annars er ég honum fyllilega samdóma um hina glumrulegu ljóðlínu Helga Helgasonar, Fram, fram, aldrei að víkja, sem raunar ætti að vera kjörorð ökuþrjóta sem nóg er af hérlendis. Ég fyrirgef hins vegar stjórnlagaráðsfulltrúum að þeir skyldu syngja línuna svona einu sinni í upphitunarskyni og grípa með því móti fram í fyrir öðrum, til dæmis þeim valdamanni sem fór á hnjákollunum inn í Hvíta húsið í Washington hér um árið og bað um að fjórar orustuþotur hið minnsta hefðu eftirleiðis fasta bækistöð á Keflavíkurflugvelli, þannig að hermangi á Íslandi yrði ekki aflétt. Þeim sanna Íslendingi hefur orðið tíðrætt síðan um lappir, að standa í lappirnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Pétursson Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Sjá meira
Sjaldan gengur vel að uppræta skekkjur sem grafið hafa um sig, hvort heldur þær eru bókmenntasögulegar eða annars eðlis. Enn skal þó reynt að segja sannleikann um kvæði eitt sem flestir Íslendingar kunna utanbókar og syngja hástöfum við ýmis tækifæri. Lagið sjálft heyrist einnig oft leikið á sönglúðra við marseringar á tyllidögum. Kvæðið heitir frá hendi höfundar síns, Steingríms Thorsteinssonar, Þingvallasöngur, enda ort handa baráttufundi á Þingvöllum við Öxará í júnímánuði 1885, fjögur erindi, og prentað ásamt viðkvæði sem hefst á orðunum Fram, fram, aldrei að víkja. Nokkur von er til þess að menn héldu að viðkvæði þetta væri eftir þjóðskáldið úr því að það fylgdi erindum hans í frumprentun. Raunin var öll önnur. Ekki eitt orð þess er eftir Steingrím Thorsteinsson. Við eiginhandarrit sitt af Þingvallasöng skrifaði skáldið þessa athugasemd (örlítið stytt hér): „Viðkvæðið, sem haft var við kvæði þetta og prentað með því, þegar það var notað á þjóðfundinum ... er ekki eftir mig og heyrir því ekki til. Helgi Helgason kaupmaður bjó það til, er hann samdi lag við kvæðið, og leyfði ég þá, að það fylgdi kvæðinu að því sinni, en það heyrir því ekki til að öðru leyti.“ Í ævisögu Steingríms Thorsteinssonar, þeirri sem ég tók saman og gefin var út árið 1964, kom ég þessari athugasemd skáldsins á framfæri og ályktaði jafnframt að þarna fælist eflaust skýring þess hvers vegna Steingrímur tók ekki Þingvallasöng upp í ljóðmælasafn sitt, viðbót Helga Helgasonar var samgróin laginu og hefur skáldið „ekki talið rétt að raska einingu ljóðs og lags“. Og ennfremur segir þar: „Kvæðið, eins og það kom úr penna Steingríms, sver sig meir í ætt við skáldskap hans en eftir að Fram, fram, aldrei að víkja, o.s.frv., sem er hávaðasamari kveðskapur en dæmi eru til í verkum hans, hefur verið skeytt aftan við hvert erindi.“ Því sem nú hefur verið sagt kýs ég að halda til haga vegna greinar eftir Þröst Ólafsson hér í blaðinu 19. apríl síðastliðinn. Annars er ég honum fyllilega samdóma um hina glumrulegu ljóðlínu Helga Helgasonar, Fram, fram, aldrei að víkja, sem raunar ætti að vera kjörorð ökuþrjóta sem nóg er af hérlendis. Ég fyrirgef hins vegar stjórnlagaráðsfulltrúum að þeir skyldu syngja línuna svona einu sinni í upphitunarskyni og grípa með því móti fram í fyrir öðrum, til dæmis þeim valdamanni sem fór á hnjákollunum inn í Hvíta húsið í Washington hér um árið og bað um að fjórar orustuþotur hið minnsta hefðu eftirleiðis fasta bækistöð á Keflavíkurflugvelli, þannig að hermangi á Íslandi yrði ekki aflétt. Þeim sanna Íslendingi hefur orðið tíðrætt síðan um lappir, að standa í lappirnar.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun