Karl Ágúst og andlegt gjaldþrot? Stefán Benediktsson skrifar 28. apríl 2011 00:00 Vegna magnaðrar greinar Karls Ágústs Úlfssonar um „Andlegt gjaldþrot framundan“ langar mig að leiðrétta nokkur atriði sem hann telur að Reykjavíkurborg ætli að framkvæma. 1. Að sameina skóla. JÁ það er alveg rétt. 2. Að fjölga börnum í skólum. NEI. Það á ekki að fjölga börnum í húsnæði leikskóla, það á ekki að fjölga börnum á leikskólakennara, það á að hafa eina yfirstjórn yfir tveim leikskólum. Einn leikskólastjóri með 100 börn í stað 50. Fagleg áhætta af því er engin, sem sjá má best á því að menn hafa margsinnis sameinað leikskóla bæði hér í Reykjavík og annars staðar á landinu án þess að líðan barna breytist. Hér á landi eru nú leikskólar með allt að 200 börnum og ekki að merkja neitt aðra líðan barna þar en á 30 barna leikskóla. Faglegur og fjárhagslegur ávinningur felst í að það fé sem sparast í yfirstjórn skólanna rennur til skólastarfsins og nýtist þar með börnunum. 3. Að fjölga börnum í skólum. JÁ. Það stendur til að sameina grunnskóla. Markmiðið er að árgangar verði það stórir að þeir standi undir fjölbreyttu námsframboði sérstaklega í efri bekkjum, en stærri árgangur þýðir ekki fleiri nemendur í stofu, ekki fleiri nemendur í bekkjum heldur bara í félagsstarfi. 4. Að lækka laun kennara. NEI. Það stendur alls ekki til að lækka laun kennara. 5. Að gefa börnunum næringarlaust gums að borða. NEI það eru engar áætlanir um að rýra skólamat. Þvert á móti hafa verið tilraunir í gangi með aukið næringargildi og fjölbreytni að markmiði. 6. Að skera stórlega niður starfsemi bókasafna í skólum. NEI við ætlum ekki að skera niður á bókasöfnum. Þar er þó sú staðreynd á ferðinni að niðurskurður síðustu tveggja ára rak einstaka skóla til að hagræða í rekstri til að halda kennslumagni og gripu þá sumir skólar til þess að lækka stöðugildi annarra en kennara m.a. bókavarða, en það verður ekki til frambúðar. Karl Ágúst segir að lokum:„Einhver sagði að það væri dýrt að reka skólakerfi og því trúi ég vel. En ég trúi því líka að það sé ennþá dýrara að þjarma svo rækilega að því að þar viðgangist bæði líkamlegur og andlegur næringarskortur. Fyrir það gjöldum við dýru verði þótt síðar verði.“ Ég er hjartanlega sammála Karli og hagræðingaráform Bestaflokksins og Samfylkingarinnar í Reykjavík miða eingöngu að því að auka peninga varanlega í umönnun og kennslu. Að færa peninga úr stjórnun til að nota þá sem verkfæri í faglegri baráttu gegn „andlegum næringarskorti“. Auðvitað er þetta gamaldags aðferð. Þetta er bókstaflega elsta trikkið í bókinni, að draga úr stjórnunarkostnaði og nota peningana í að bæta þjónustu. Þetta trikk er að því leyti samt nýtt að það hefur ekki verið mikið notað í opinberum rekstri, hingað til. Ég er samt nokkuð viss um að þeir félagar á Stöðinni hafa sjálfir notað þessa aðferð í sínum rekstri oft, án þess að það hafi komið niður á list þeirra, hvað þá leitt til andlegs næringarskorts. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Benediktsson Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Vegna magnaðrar greinar Karls Ágústs Úlfssonar um „Andlegt gjaldþrot framundan“ langar mig að leiðrétta nokkur atriði sem hann telur að Reykjavíkurborg ætli að framkvæma. 1. Að sameina skóla. JÁ það er alveg rétt. 2. Að fjölga börnum í skólum. NEI. Það á ekki að fjölga börnum í húsnæði leikskóla, það á ekki að fjölga börnum á leikskólakennara, það á að hafa eina yfirstjórn yfir tveim leikskólum. Einn leikskólastjóri með 100 börn í stað 50. Fagleg áhætta af því er engin, sem sjá má best á því að menn hafa margsinnis sameinað leikskóla bæði hér í Reykjavík og annars staðar á landinu án þess að líðan barna breytist. Hér á landi eru nú leikskólar með allt að 200 börnum og ekki að merkja neitt aðra líðan barna þar en á 30 barna leikskóla. Faglegur og fjárhagslegur ávinningur felst í að það fé sem sparast í yfirstjórn skólanna rennur til skólastarfsins og nýtist þar með börnunum. 3. Að fjölga börnum í skólum. JÁ. Það stendur til að sameina grunnskóla. Markmiðið er að árgangar verði það stórir að þeir standi undir fjölbreyttu námsframboði sérstaklega í efri bekkjum, en stærri árgangur þýðir ekki fleiri nemendur í stofu, ekki fleiri nemendur í bekkjum heldur bara í félagsstarfi. 4. Að lækka laun kennara. NEI. Það stendur alls ekki til að lækka laun kennara. 5. Að gefa börnunum næringarlaust gums að borða. NEI það eru engar áætlanir um að rýra skólamat. Þvert á móti hafa verið tilraunir í gangi með aukið næringargildi og fjölbreytni að markmiði. 6. Að skera stórlega niður starfsemi bókasafna í skólum. NEI við ætlum ekki að skera niður á bókasöfnum. Þar er þó sú staðreynd á ferðinni að niðurskurður síðustu tveggja ára rak einstaka skóla til að hagræða í rekstri til að halda kennslumagni og gripu þá sumir skólar til þess að lækka stöðugildi annarra en kennara m.a. bókavarða, en það verður ekki til frambúðar. Karl Ágúst segir að lokum:„Einhver sagði að það væri dýrt að reka skólakerfi og því trúi ég vel. En ég trúi því líka að það sé ennþá dýrara að þjarma svo rækilega að því að þar viðgangist bæði líkamlegur og andlegur næringarskortur. Fyrir það gjöldum við dýru verði þótt síðar verði.“ Ég er hjartanlega sammála Karli og hagræðingaráform Bestaflokksins og Samfylkingarinnar í Reykjavík miða eingöngu að því að auka peninga varanlega í umönnun og kennslu. Að færa peninga úr stjórnun til að nota þá sem verkfæri í faglegri baráttu gegn „andlegum næringarskorti“. Auðvitað er þetta gamaldags aðferð. Þetta er bókstaflega elsta trikkið í bókinni, að draga úr stjórnunarkostnaði og nota peningana í að bæta þjónustu. Þetta trikk er að því leyti samt nýtt að það hefur ekki verið mikið notað í opinberum rekstri, hingað til. Ég er samt nokkuð viss um að þeir félagar á Stöðinni hafa sjálfir notað þessa aðferð í sínum rekstri oft, án þess að það hafi komið niður á list þeirra, hvað þá leitt til andlegs næringarskorts.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun