Ríkisstjórnin ræður örlögum sínum Björn Þór Sigbjörnsson skrifar 30. apríl 2011 06:00 Að virtri beiðni umbjóðanda yðar, þ.m.t. tilgangi hennar, þeirrar fjárhæðar sem um er að ræða, þeim hagsmunum sem eru í húfi, þeim gögnum sem beiðninni fylgdu og þeim sjónarmiðum sem lögð eru til grundvallar af hálfu bankans við mat á henni, sbr. 2. mgr. 7. gr. laga um gjaldeyrismál, er það niðurstaða Seðlabankans að fallast á beiðnina og er félögunum saman veitt heimild til úttektar af gjaldeyrisreikningi að fjárhæð 7.270 evrur og 150 sterlingspund. Ofangreint er hvorki frá þeim tíma þegar amma var ung né frá Norður-Kóreu. Þetta var skrifað í Seðlabanka Íslands í fyrradag og undirritað af aðstoðarseðlabankastjóranum og staðgengli forstöðumanns gjaldeyriseftirlits bankans. Samherji má sem sagt taka út sem svarar til rúmlega einnar milljónar króna svo starfsmenn fyrirtækisins geti sótt sjávarútvegssýninguna í Brussel í næstu viku. Það er ekki síst út af svona rugli sem álit fólks á ríkisstjórninni er lítið. Ekki þarf forsögu Þorsteins Más forstjóra, um að þrettán manns hafi komið að málinu og eytt í það fimmtán klukkutímum, til að hneykslast. Í óskapnaðinum sem regluverkið um gjaldeyrishöftin er birtist – óvart líklega – afstaða stjórnvalda til atvinnulífsins. Fyrirtækjum eru settar skorður um hvernig þau mega ráðstafa eigin peningum og á þessu dæmi Samherja sést glögglega að þær skorður eru fáránlegar. Forkólfar atvinnurekenda hafa því nokkuð til síns máls þegar þeir segja ríkisstjórnina standa sig illa gagnvart atvinnulífinu, með tilheyrandi skaða fyrir fyrirtækin og um leið fólkið í landinu. Auk gjaldeyrishaftanna koma þar til skattastefnan, afstaðan til virkjana og stóriðju og fleira. Í gær birti hins vegar til í samskiptum ríkisstjórnarinnar og atvinnulífsins. Eftir mánaðabaráttu særðu Samtök atvinnulífsins út yfirlýsingu úr Stjórnarráðinu um ýmsar verklegar framkvæmdir sem ráðast á í. Þrátt fyrir að samtökin – og aðrir – hafi ömurlega reynslu af yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við stöðugleikasáttmálann 2009 ætla þau að treysta því að nú fylgi efndir orðum. Mikið er í húfi fyrir samfélagið. Störfum þarf að fjölga og almenn hagsæld að aukast. Þetta vita ráðherrarnir og hafa svosem vitað lengi en lítið aðhafst til að rétta stöðuna við. Ráðherrarnir vita líka að það er mikið í húfi fyrir ríkisstjórnina. Standi hún ekki við yfirlýsingar sínar nú eru dagar hennar einfaldlega taldir. En ekki er allt unnið með fleiri störfum og auknum umsvifum í atvinnulífinu. Það þarf að hætta svona bulli eins og Samherjamenn þurftu að standa í til að komast til Brussel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Þór Sigbjörnsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Að virtri beiðni umbjóðanda yðar, þ.m.t. tilgangi hennar, þeirrar fjárhæðar sem um er að ræða, þeim hagsmunum sem eru í húfi, þeim gögnum sem beiðninni fylgdu og þeim sjónarmiðum sem lögð eru til grundvallar af hálfu bankans við mat á henni, sbr. 2. mgr. 7. gr. laga um gjaldeyrismál, er það niðurstaða Seðlabankans að fallast á beiðnina og er félögunum saman veitt heimild til úttektar af gjaldeyrisreikningi að fjárhæð 7.270 evrur og 150 sterlingspund. Ofangreint er hvorki frá þeim tíma þegar amma var ung né frá Norður-Kóreu. Þetta var skrifað í Seðlabanka Íslands í fyrradag og undirritað af aðstoðarseðlabankastjóranum og staðgengli forstöðumanns gjaldeyriseftirlits bankans. Samherji má sem sagt taka út sem svarar til rúmlega einnar milljónar króna svo starfsmenn fyrirtækisins geti sótt sjávarútvegssýninguna í Brussel í næstu viku. Það er ekki síst út af svona rugli sem álit fólks á ríkisstjórninni er lítið. Ekki þarf forsögu Þorsteins Más forstjóra, um að þrettán manns hafi komið að málinu og eytt í það fimmtán klukkutímum, til að hneykslast. Í óskapnaðinum sem regluverkið um gjaldeyrishöftin er birtist – óvart líklega – afstaða stjórnvalda til atvinnulífsins. Fyrirtækjum eru settar skorður um hvernig þau mega ráðstafa eigin peningum og á þessu dæmi Samherja sést glögglega að þær skorður eru fáránlegar. Forkólfar atvinnurekenda hafa því nokkuð til síns máls þegar þeir segja ríkisstjórnina standa sig illa gagnvart atvinnulífinu, með tilheyrandi skaða fyrir fyrirtækin og um leið fólkið í landinu. Auk gjaldeyrishaftanna koma þar til skattastefnan, afstaðan til virkjana og stóriðju og fleira. Í gær birti hins vegar til í samskiptum ríkisstjórnarinnar og atvinnulífsins. Eftir mánaðabaráttu særðu Samtök atvinnulífsins út yfirlýsingu úr Stjórnarráðinu um ýmsar verklegar framkvæmdir sem ráðast á í. Þrátt fyrir að samtökin – og aðrir – hafi ömurlega reynslu af yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við stöðugleikasáttmálann 2009 ætla þau að treysta því að nú fylgi efndir orðum. Mikið er í húfi fyrir samfélagið. Störfum þarf að fjölga og almenn hagsæld að aukast. Þetta vita ráðherrarnir og hafa svosem vitað lengi en lítið aðhafst til að rétta stöðuna við. Ráðherrarnir vita líka að það er mikið í húfi fyrir ríkisstjórnina. Standi hún ekki við yfirlýsingar sínar nú eru dagar hennar einfaldlega taldir. En ekki er allt unnið með fleiri störfum og auknum umsvifum í atvinnulífinu. Það þarf að hætta svona bulli eins og Samherjamenn þurftu að standa í til að komast til Brussel.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun