Amma Davíðs 5. maí 2011 09:00 Við greiðum ekki skuldir óreiðumanna," var sú örlagaríka setning sem þáverandi seðlabankastjóri, Davíð Oddsson, lét falla í frægum sjónvarpsþætti, rétt eftir hrunið. Hann vitnaði í ömmu sína, en það gera stjórnmálamenn gjarnan, ef þeir vilja láta taka mark á sér. Bretar trúðu ömmu Davíðs og settu Ísland og seðlabanka þess á bekk með hryðjuverkalöndum. Þar með voru eyðilagðir tugir milljarða verðmæta eða meir, því með þessari ákvörðun urðu miklar eignir verðlausar. Þessi aðgerð jafngilti í senn viðskiptabanni og útskúfun úr siðaðra manna samfélagi. Enginn þorði lengi vel að rétta okkur hjálparhönd nema Færeyingar og allir ruku til og reyndu að losa sig úr tengslum við Ísland. Sjaldan hefur landið sokkið dýpra í áliti útlendinga. Þetta voru dýr orð. Vopnabróðir hins pólitíska seðlabankastjóra fyrrverandi er hinn pólitíski forseti landsins, en sameiginlega eru þeir nú í árangursríkri, pólitískri herför gegn Evrópusambandinu. Forsetanum fannst ekki nóg að gert og vildi sýna vini sínum að hann gæti bætt um betur. Tvívegis fékk hann þjóðina til að fella samninga um að greiða „skuldir óreiðumanna", því hann vissi að þjóðin trúði ömmu Davíðs miklu betur en Steingrími Joð. Nú virðast hins vegar hafa vaknað efasemdir hjá forsetanum pólitíska um að amma Davíðs sé ef til vill ekki óskeikul og vill hann nú borga upp í „skuldir óreiðumanna" með Landsbankapeningum, svo langt sem þeir duga. Við ætlum sem sagt að borga það af „skuldum óreiðumanna" sem okkur sýnist. Þetta er afar frjó og skilvís ný regla í alþjóðaviðskiptum, enda segir sá Pólitíski að við, aðeins tveimur og hálfu ári eftir hrun, séum á ný komin í forystu meðal ríkja heims við að endurskapa viðskiptasiðferði í heiminum. Aftur orðin fyrirmynd. Þannig kunnum bæði við og hann best við okkur. Vissulega greiðum við ekki skuldir óreiðumanna, en við njótum gjarnan afurða þeirra okkur til hagsbóta. Lánin sem mynda skuldirnar voru að hluta notuð hér innanlands til margvíslegra framkvæmda og uppbyggingar. Um 40% af áætluðum byggingarkostnaði Tónlistarhússins Hörpu voru t.d. byggð fyrir erlent lánsfé Landsbankans, sem lánveitendur hafa nú glatað. Skyldu það kannski hafa verið Icesave-peningar, sem við viljum að sjálfsögðu ekki greiða? Þúsundir íbúða, margvíslegar framkvæmdir ríkis og sveitarfélaga, bifreiðar, flugvélar og margt fleira var byggt, framkvæmt eða keypt fyrir erlent lánsfé, sem við borgum ekki eða bara að hluta, enda greiðum við ekki „skuldir óreiðumanna". Þeir peningar sem eru á bak við „skuldir óreiðumanna" urðu að eignum, sem ýmist eru í notkun eða verða síðar nýttar af þjóðinni. Við fáum þannig arf eftir óreiðumennina. Að kalla þetta tvískinnung, hvað þá hræsni, er í hæsta máta ósanngjarnt. Ekkert er fjær sanni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Ólafsson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Sjá meira
Við greiðum ekki skuldir óreiðumanna," var sú örlagaríka setning sem þáverandi seðlabankastjóri, Davíð Oddsson, lét falla í frægum sjónvarpsþætti, rétt eftir hrunið. Hann vitnaði í ömmu sína, en það gera stjórnmálamenn gjarnan, ef þeir vilja láta taka mark á sér. Bretar trúðu ömmu Davíðs og settu Ísland og seðlabanka þess á bekk með hryðjuverkalöndum. Þar með voru eyðilagðir tugir milljarða verðmæta eða meir, því með þessari ákvörðun urðu miklar eignir verðlausar. Þessi aðgerð jafngilti í senn viðskiptabanni og útskúfun úr siðaðra manna samfélagi. Enginn þorði lengi vel að rétta okkur hjálparhönd nema Færeyingar og allir ruku til og reyndu að losa sig úr tengslum við Ísland. Sjaldan hefur landið sokkið dýpra í áliti útlendinga. Þetta voru dýr orð. Vopnabróðir hins pólitíska seðlabankastjóra fyrrverandi er hinn pólitíski forseti landsins, en sameiginlega eru þeir nú í árangursríkri, pólitískri herför gegn Evrópusambandinu. Forsetanum fannst ekki nóg að gert og vildi sýna vini sínum að hann gæti bætt um betur. Tvívegis fékk hann þjóðina til að fella samninga um að greiða „skuldir óreiðumanna", því hann vissi að þjóðin trúði ömmu Davíðs miklu betur en Steingrími Joð. Nú virðast hins vegar hafa vaknað efasemdir hjá forsetanum pólitíska um að amma Davíðs sé ef til vill ekki óskeikul og vill hann nú borga upp í „skuldir óreiðumanna" með Landsbankapeningum, svo langt sem þeir duga. Við ætlum sem sagt að borga það af „skuldum óreiðumanna" sem okkur sýnist. Þetta er afar frjó og skilvís ný regla í alþjóðaviðskiptum, enda segir sá Pólitíski að við, aðeins tveimur og hálfu ári eftir hrun, séum á ný komin í forystu meðal ríkja heims við að endurskapa viðskiptasiðferði í heiminum. Aftur orðin fyrirmynd. Þannig kunnum bæði við og hann best við okkur. Vissulega greiðum við ekki skuldir óreiðumanna, en við njótum gjarnan afurða þeirra okkur til hagsbóta. Lánin sem mynda skuldirnar voru að hluta notuð hér innanlands til margvíslegra framkvæmda og uppbyggingar. Um 40% af áætluðum byggingarkostnaði Tónlistarhússins Hörpu voru t.d. byggð fyrir erlent lánsfé Landsbankans, sem lánveitendur hafa nú glatað. Skyldu það kannski hafa verið Icesave-peningar, sem við viljum að sjálfsögðu ekki greiða? Þúsundir íbúða, margvíslegar framkvæmdir ríkis og sveitarfélaga, bifreiðar, flugvélar og margt fleira var byggt, framkvæmt eða keypt fyrir erlent lánsfé, sem við borgum ekki eða bara að hluta, enda greiðum við ekki „skuldir óreiðumanna". Þeir peningar sem eru á bak við „skuldir óreiðumanna" urðu að eignum, sem ýmist eru í notkun eða verða síðar nýttar af þjóðinni. Við fáum þannig arf eftir óreiðumennina. Að kalla þetta tvískinnung, hvað þá hræsni, er í hæsta máta ósanngjarnt. Ekkert er fjær sanni.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun