Leikmenn með slæmt hugarfar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. maí 2011 09:00 "Það versta er að ungir leikmenn alast upp í þessari menningu og hugsunarhætti sem ég er ekki hrifinn af,“ segir Reynir. Fréttablaðiið/Anton Reynir Þór Reynisson, sem þjálfaði meistaraflokk karla hjá Fram í vetur, er hættur hjá félaginu eftir að hafa komist að samkomulagi þess efnis við stjórn handknattleiksdeildar Fram. „Það má segja að leið mín og leikmanna hafi ekki legið saman," segir Reynir í samtali við Fréttablaðið. Reynir tók við Fram fyrir rúmu ári og kom liðinu í úrslitakeppnina, þar sem það tapaði fyrir FH í undanúrslitum. Miðað við hans orð voru það samskiptin við leikmenn liðsins sem mestu réðu en honum fannst hugarfar leikmannanna slæmt. „Ég fór í Safamýrina til að vinna titla. Ég var ekki sáttur við hvernig þankagangurinn innan hópsins var. Ég var ekki sáttur við þá forgangsröðun sem leikmenn höfðu. Ég er sjálfur mjög kröfuharður, bæði gagnvart sjálfum mér og leikmönnum." Reynir gefur í skyn að þetta sé vandamál sem hafi verið viðloðandi liðið undanfarin ár. „Mér sýnist að Fram sé að leita að sjöunda þjálfaranum frá 2007 fyrir þennan hóp. Ef ég á að vera hreinskilinn þá finnst mér hópur leikmanna búinn að koma sér vel fyrir og þannig hafi það verið í einhvern tíma. Það er erfitt að hreyfa við honum," segir Reynir og bætir við: „Það versta er að ungir leikmenn alast upp í þessari menningu og hugsunarhætti sem ég er ekki hrifinn af. Mér finnst að Fram þurfi að hugsa upp ný gildi innan sinnan herbúða. Gildi sem eru vænlegri til árangurs en þau sem eru til staðar nú." Hann ber þó stjórnarmönnum Fram góða söguna. „Samstarf við stjórnina var til fyrirmyndar og með þá innanborðs er ég bjartsýnn fyrir hönd Fram. En það er erfitt verkefni sem bíður þeirra næstu daga. Það er mín skoðun að það þurfi að hreinsa út í leikmannahópnum. Fá inn leikmenn með meiri karakter og sigurvilja. Ég ætla rétt að vona að þeir hafi kjark og þor til að taka réttar ákvarðanir." Hann veit ekki hvað tekur við hjá sér. „Ég ætla að hlaða batteríin. Þetta hefur verið erfiður vetur og mér hefur stundum liðið eins og forstöðumanni á unglingaheimili. Það hefur tekið á. Ég mun sjá til hvað kemur upp á borðið til mín en ef það verður ekkert spennandi er mér það sársaukalaust að taka frí frá þjálfun. Ég viðurkenni auðvitað fúslega að það er heilmikið sem ég gat gert betur og ýmislegt sem ég tek til mín. Ég hef lært mikið á þessu ári." Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira
Reynir Þór Reynisson, sem þjálfaði meistaraflokk karla hjá Fram í vetur, er hættur hjá félaginu eftir að hafa komist að samkomulagi þess efnis við stjórn handknattleiksdeildar Fram. „Það má segja að leið mín og leikmanna hafi ekki legið saman," segir Reynir í samtali við Fréttablaðið. Reynir tók við Fram fyrir rúmu ári og kom liðinu í úrslitakeppnina, þar sem það tapaði fyrir FH í undanúrslitum. Miðað við hans orð voru það samskiptin við leikmenn liðsins sem mestu réðu en honum fannst hugarfar leikmannanna slæmt. „Ég fór í Safamýrina til að vinna titla. Ég var ekki sáttur við hvernig þankagangurinn innan hópsins var. Ég var ekki sáttur við þá forgangsröðun sem leikmenn höfðu. Ég er sjálfur mjög kröfuharður, bæði gagnvart sjálfum mér og leikmönnum." Reynir gefur í skyn að þetta sé vandamál sem hafi verið viðloðandi liðið undanfarin ár. „Mér sýnist að Fram sé að leita að sjöunda þjálfaranum frá 2007 fyrir þennan hóp. Ef ég á að vera hreinskilinn þá finnst mér hópur leikmanna búinn að koma sér vel fyrir og þannig hafi það verið í einhvern tíma. Það er erfitt að hreyfa við honum," segir Reynir og bætir við: „Það versta er að ungir leikmenn alast upp í þessari menningu og hugsunarhætti sem ég er ekki hrifinn af. Mér finnst að Fram þurfi að hugsa upp ný gildi innan sinnan herbúða. Gildi sem eru vænlegri til árangurs en þau sem eru til staðar nú." Hann ber þó stjórnarmönnum Fram góða söguna. „Samstarf við stjórnina var til fyrirmyndar og með þá innanborðs er ég bjartsýnn fyrir hönd Fram. En það er erfitt verkefni sem bíður þeirra næstu daga. Það er mín skoðun að það þurfi að hreinsa út í leikmannahópnum. Fá inn leikmenn með meiri karakter og sigurvilja. Ég ætla rétt að vona að þeir hafi kjark og þor til að taka réttar ákvarðanir." Hann veit ekki hvað tekur við hjá sér. „Ég ætla að hlaða batteríin. Þetta hefur verið erfiður vetur og mér hefur stundum liðið eins og forstöðumanni á unglingaheimili. Það hefur tekið á. Ég mun sjá til hvað kemur upp á borðið til mín en ef það verður ekkert spennandi er mér það sársaukalaust að taka frí frá þjálfun. Ég viðurkenni auðvitað fúslega að það er heilmikið sem ég gat gert betur og ýmislegt sem ég tek til mín. Ég hef lært mikið á þessu ári."
Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira