Hneisa í Hörpu Þröstur Ólafsson skrifar 12. maí 2011 06:00 Daginn eftir vígslutónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu 4. maí s.l. komu ýmsir að máli við mig og spurðu undrandi, hvernig stæði á því að þeim skyldi ekki hafa verið sjónvarpað. Landsmenn ættu heimtingu á að taka þátt í þessum einstaka viðburði. Þeir vissu sem var að frá síðasta starfi mínu hafði ég tengsl bæði til hljómsveitarinnar og Hörpu og héldu að ég hlyti að vita ástæðuna. Fannst þeim sem við mig ræddu það fáheyrt að sjónvarpa ekki frá slíkum atburði. Ég sagði eins og var að ég hefði ekki hugmynd, en taldi í fljótfærni minni að um væri að kenna áhugaleysa sjónvarpsins á alvöru menningu. Þar á bæ væri áhugi fyrir ódýru og heldur lágkúrulegu dagskrárefni. Síðan las ég á visir.is að sjónvarpið hefði verið reiðubúið til að sýna frá atburðinum, en stjórnendur Hörpu hefðu bannað það. Svo fylgdi í kjölfarið yfirlýsing frá kynningarfulltrúa Hörpu þess efnis að ástæða synjunarinnar væri að ekki hefði verið búið að ganga nægilega frá húsinu til að sjónvarpa það kvöld. En allt yrði klárt kvöldið eftir. Þá yrðu aðrir tónleikaranir teknir upp og sýndir einhverntíma seinna. Þetta fannst mér kyndug útskýring. Ekki sá ég neitt inní Eldborg þann 4. maí sem benti til þess að ekki væri í lagi að sjónvarpa þaðan. Hvað skyldi það hafa verið sem var svo ófrágengið þann 4. en komið í gott lag þann 5. maí? Þetta var mér ráðgáta. Ég hafði því samband við framkvæmdastjóra sinfóníuhljómsveitarinnar og tjáði hann mér að þar á bæ hefði verið búið að finna kostunaraðila fyrir útsendinguna, en stjórnendur Hörpu sögðu nei. Ástæðuna viss hann ekki. Ég fór því að velta fyrir mér hvað gæti legið þarna að baki. Skýring kynningarfulltrúa Hörpu var augljóslega klaufalegt yfirvarp. Þá minntist ég viðtals, sem ég annaðhvort las eða sá, við Þórunni Sigurðardóttur, forstjóra Hörpu, þar sem hún sagði að sinfónían ætlaði að halda sína fyrstu tónleika 4. maí en opnunarhátíðin yrði 13. maí. Þetta var skýringin. Sinfóníuhljómsveit Íslands, með Níundu Beethovens, Ashkenazy og Víking Heiðar mátti ekki vígja húsið formlega og þar með skyggja á hina formlegu opnunarhátíð. Því varð að skipta þessu upp. Annars vegar sinfónían með sína tónleika, hins vegar hinir sem opna formlega, þar sem bein útsending er leyfð. Stjórnendur Hörpu féllu því miður á fyrsta prófinu. Það er hneisa að vígsla hússins með fyrrnefndu stjörnuliði hafi ekki hlotið náð fyrir augum stjórnendanna og að þeir hafi gripið til þess örþrifaráðs að banna hljómsveitinni og sjónvarpinu að senda út beint frá atburðinum. Hverra hagsmuni var verið að vernda er ósvarað, því allt sem er afbrigðilegt á Íslandi tengist sérhagsmunum. Vonandi verður þetta hneyksli ekki að reglu, þannig að stjórnendur Hörpu ætli sér í framtíðinni að beita húsbóndavaldi gegn útsendingum á afburða listviðburðum, sem kunna að skyggja á aðra sem þar verða haldnir. Slíkt vald má ekki liggja hjá stjórnendum Hörpu, sem er greinlega ekki treystandi fyrir því, heldur hjá flytjendum sjálfum. En fall er fararheill. Vígsluhátíðin var í senn glæsileg og virðuleg og hæfði þessari fallegu og ofur vönduðu tónlistarhöll. Íslendingar mega vera stoltir af því að alltaf var haldið ótrautt áfram með bygginguna þrátt fyrir margan andbyr. Nú eigum við loksins menningarhelgidóm sem þolir hvaða samanburð sem er við erlend tónlistarhús. Þökkum forsvarsfólki ríkis og borgar á framkvæmdatíma fyrir framsýni, áræðni og hugvit að byggja slíkt eftirlætisheimili fyrir tónlistina, þá dýru list. Gæfa fylgi Hörpu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Ólafsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Daginn eftir vígslutónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu 4. maí s.l. komu ýmsir að máli við mig og spurðu undrandi, hvernig stæði á því að þeim skyldi ekki hafa verið sjónvarpað. Landsmenn ættu heimtingu á að taka þátt í þessum einstaka viðburði. Þeir vissu sem var að frá síðasta starfi mínu hafði ég tengsl bæði til hljómsveitarinnar og Hörpu og héldu að ég hlyti að vita ástæðuna. Fannst þeim sem við mig ræddu það fáheyrt að sjónvarpa ekki frá slíkum atburði. Ég sagði eins og var að ég hefði ekki hugmynd, en taldi í fljótfærni minni að um væri að kenna áhugaleysa sjónvarpsins á alvöru menningu. Þar á bæ væri áhugi fyrir ódýru og heldur lágkúrulegu dagskrárefni. Síðan las ég á visir.is að sjónvarpið hefði verið reiðubúið til að sýna frá atburðinum, en stjórnendur Hörpu hefðu bannað það. Svo fylgdi í kjölfarið yfirlýsing frá kynningarfulltrúa Hörpu þess efnis að ástæða synjunarinnar væri að ekki hefði verið búið að ganga nægilega frá húsinu til að sjónvarpa það kvöld. En allt yrði klárt kvöldið eftir. Þá yrðu aðrir tónleikaranir teknir upp og sýndir einhverntíma seinna. Þetta fannst mér kyndug útskýring. Ekki sá ég neitt inní Eldborg þann 4. maí sem benti til þess að ekki væri í lagi að sjónvarpa þaðan. Hvað skyldi það hafa verið sem var svo ófrágengið þann 4. en komið í gott lag þann 5. maí? Þetta var mér ráðgáta. Ég hafði því samband við framkvæmdastjóra sinfóníuhljómsveitarinnar og tjáði hann mér að þar á bæ hefði verið búið að finna kostunaraðila fyrir útsendinguna, en stjórnendur Hörpu sögðu nei. Ástæðuna viss hann ekki. Ég fór því að velta fyrir mér hvað gæti legið þarna að baki. Skýring kynningarfulltrúa Hörpu var augljóslega klaufalegt yfirvarp. Þá minntist ég viðtals, sem ég annaðhvort las eða sá, við Þórunni Sigurðardóttur, forstjóra Hörpu, þar sem hún sagði að sinfónían ætlaði að halda sína fyrstu tónleika 4. maí en opnunarhátíðin yrði 13. maí. Þetta var skýringin. Sinfóníuhljómsveit Íslands, með Níundu Beethovens, Ashkenazy og Víking Heiðar mátti ekki vígja húsið formlega og þar með skyggja á hina formlegu opnunarhátíð. Því varð að skipta þessu upp. Annars vegar sinfónían með sína tónleika, hins vegar hinir sem opna formlega, þar sem bein útsending er leyfð. Stjórnendur Hörpu féllu því miður á fyrsta prófinu. Það er hneisa að vígsla hússins með fyrrnefndu stjörnuliði hafi ekki hlotið náð fyrir augum stjórnendanna og að þeir hafi gripið til þess örþrifaráðs að banna hljómsveitinni og sjónvarpinu að senda út beint frá atburðinum. Hverra hagsmuni var verið að vernda er ósvarað, því allt sem er afbrigðilegt á Íslandi tengist sérhagsmunum. Vonandi verður þetta hneyksli ekki að reglu, þannig að stjórnendur Hörpu ætli sér í framtíðinni að beita húsbóndavaldi gegn útsendingum á afburða listviðburðum, sem kunna að skyggja á aðra sem þar verða haldnir. Slíkt vald má ekki liggja hjá stjórnendum Hörpu, sem er greinlega ekki treystandi fyrir því, heldur hjá flytjendum sjálfum. En fall er fararheill. Vígsluhátíðin var í senn glæsileg og virðuleg og hæfði þessari fallegu og ofur vönduðu tónlistarhöll. Íslendingar mega vera stoltir af því að alltaf var haldið ótrautt áfram með bygginguna þrátt fyrir margan andbyr. Nú eigum við loksins menningarhelgidóm sem þolir hvaða samanburð sem er við erlend tónlistarhús. Þökkum forsvarsfólki ríkis og borgar á framkvæmdatíma fyrir framsýni, áræðni og hugvit að byggja slíkt eftirlætisheimili fyrir tónlistina, þá dýru list. Gæfa fylgi Hörpu.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun