Hafna kröfu landeiganda á Vatnsenda 19. maí 2011 07:00 Kópavogsbær áformaði mikla uppbyggingu við Vatnsenda og tók 864 hektara lands eignarnámi vegna hennar. Lítið hefur hins vegar orðið af uppbyggingu á svæðinu eftir bankahrunið haustið 2008.Fréttablaðið/Valli Kópavogsbær hafnar alfarið kröfu landeiganda á Vatnsenda, sem vill um 6,9 milljarða króna í bætur vegna eignarnáms. Lögmaður bæjarins segir algeran forsendubrest hafa orðið í málinu. Þorsteinn Hjaltested, landeigandi á Vatnsenda, hefur stefnt Kópavogsbæ eftir áralangar samningaviðræður sem hann telur engu hafa skilað. Stefnan verður þingfest næstkomandi miðvikudag. Kópavogsbær gerði árið 2006 eignarnám á 864 hektörum lands við Vatnsenda. Landið var í eigu Þorsteins. Í kjölfarið var samið um bætur vegna eignarnámsins. Matsnefnd eignarnámsbóta komst að þeirri niðurstöðu árið 2007 að verðmæti sáttargerðarinnar væri á bilinu 6,5 til 8 milljarðar króna. Þorsteinn fékk 2.250 milljóna króna bætur greiddar frá bænum. Auk þess hélt hann eftir 35 hektara lóð og samþykkti bærinn að skipuleggja þar íbúðabyggð. Þá átti Þorsteinn að fá nálægt tíunda hluta af íbúðum og atvinnuhúsnæði sem úthluta átti á svæðinu. Ekkert hefur hins vegar orðið af framkvæmdum á þessu svæði. Samkvæmt upplýsingum frá Sigurbirni Þorbergssyni, lögmanni Þorsteins, hefur Kópavogsbær ekki sýnt fram á að bærinn geti eða vilji efna skuldbindingar sínar aðrar en þá greiðslu sem þegar hafi verið innt af hendi. Þorsteinn telur að þar sem bærinn hafi ekki staðið við áform um uppbyggingu beri honum að efna samninginn með því að borga fyrir landið. Þorsteinn krefst nú ríflega 6,9 milljarða króna í bætur, auk dráttarvaxta frá árinu 2007.„Þarna hefur orðið allsherjar forsendubrestur,“ segir Karl Axelsson, lögmaður Kópavogsbæjar í málinu. Hann bendir á að ekkert hafi orðið af skipulagi byggðar á umræddu landsvæði af tveimur orsökum. Annars vegar hafi eftirspurn eftir lóðum hrunið í kjölfar bankahrunsins árið 2008. Hins vegar segir Karl að hluti landsins sé á vatnsverndarsvæði og ekki hafi tekist að fá þeirri vernd aflétt. Það eigi við um það svæði sem Þorsteinn hafi haldið eftir. Þorsteinn hafi vitað af þeirri áhættu þegar samningurinn hafi verið undirritaður. Hann hafi ákveðið að taka þá áhættu, og eigi því sjálfur að sitja uppi með tjón vegna þess.Karl segir að samningaviðræður hafi verið í gangi vegna málsins árum saman, og þeim verði eflaust haldið áfram þó að Kópavogsbæ verði stefnt fyrir dómstóla vegna þess. brjann@frettabladid.is Deilur um Vatnsendaland Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira
Kópavogsbær hafnar alfarið kröfu landeiganda á Vatnsenda, sem vill um 6,9 milljarða króna í bætur vegna eignarnáms. Lögmaður bæjarins segir algeran forsendubrest hafa orðið í málinu. Þorsteinn Hjaltested, landeigandi á Vatnsenda, hefur stefnt Kópavogsbæ eftir áralangar samningaviðræður sem hann telur engu hafa skilað. Stefnan verður þingfest næstkomandi miðvikudag. Kópavogsbær gerði árið 2006 eignarnám á 864 hektörum lands við Vatnsenda. Landið var í eigu Þorsteins. Í kjölfarið var samið um bætur vegna eignarnámsins. Matsnefnd eignarnámsbóta komst að þeirri niðurstöðu árið 2007 að verðmæti sáttargerðarinnar væri á bilinu 6,5 til 8 milljarðar króna. Þorsteinn fékk 2.250 milljóna króna bætur greiddar frá bænum. Auk þess hélt hann eftir 35 hektara lóð og samþykkti bærinn að skipuleggja þar íbúðabyggð. Þá átti Þorsteinn að fá nálægt tíunda hluta af íbúðum og atvinnuhúsnæði sem úthluta átti á svæðinu. Ekkert hefur hins vegar orðið af framkvæmdum á þessu svæði. Samkvæmt upplýsingum frá Sigurbirni Þorbergssyni, lögmanni Þorsteins, hefur Kópavogsbær ekki sýnt fram á að bærinn geti eða vilji efna skuldbindingar sínar aðrar en þá greiðslu sem þegar hafi verið innt af hendi. Þorsteinn telur að þar sem bærinn hafi ekki staðið við áform um uppbyggingu beri honum að efna samninginn með því að borga fyrir landið. Þorsteinn krefst nú ríflega 6,9 milljarða króna í bætur, auk dráttarvaxta frá árinu 2007.„Þarna hefur orðið allsherjar forsendubrestur,“ segir Karl Axelsson, lögmaður Kópavogsbæjar í málinu. Hann bendir á að ekkert hafi orðið af skipulagi byggðar á umræddu landsvæði af tveimur orsökum. Annars vegar hafi eftirspurn eftir lóðum hrunið í kjölfar bankahrunsins árið 2008. Hins vegar segir Karl að hluti landsins sé á vatnsverndarsvæði og ekki hafi tekist að fá þeirri vernd aflétt. Það eigi við um það svæði sem Þorsteinn hafi haldið eftir. Þorsteinn hafi vitað af þeirri áhættu þegar samningurinn hafi verið undirritaður. Hann hafi ákveðið að taka þá áhættu, og eigi því sjálfur að sitja uppi með tjón vegna þess.Karl segir að samningaviðræður hafi verið í gangi vegna málsins árum saman, og þeim verði eflaust haldið áfram þó að Kópavogsbæ verði stefnt fyrir dómstóla vegna þess. brjann@frettabladid.is
Deilur um Vatnsendaland Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira