Er þetta eitthvað nýtt? Sighvatur Björgvinsson skrifar 19. maí 2011 10:00 Sú var tíðin – og ekki svo ýkjalangt síðan – að á Íslandi þótti glataður hver geymdur eyrir. Um að gera var að koma því strax í lóg, ef eitthvað stóð eftir af vikukaupinu. Þá var um að gera að kaupa steypu, kaupa vöru – kaupa eitthvað. Kaupa strax því annars varð „aurinn“ að engu. Engum kom til hugar að leggja sinn eyri í sparnað. Á innlánsreikningum varð eyrir ekkjunnar að engu. Lambsverð, sem amma gaf í skírnargjöf, dugði barninu fyrir tveimur kótelettum um fermingu. Ævisparnaður gamla fólksins varð þar verðlaus. Hver vill spara eyrinn í slíku ástandi? Ekki nokkur maður – ótilneyddur. Því varð að neyða fólkið svo eitthvert fé yrði til svo hægt væri að lána þeim, sem lána þyrfti. Ef enginn sparnaður verður til verður nefnilega ekkert fé til að lána. Því voru sett lög um skyldusparnað ungs fólks. Ákveðinn hluti aflafjár þess var tekinn með valdi og afhentur bönkunum. Þá urðu til svokölluð „skyldusparnaðarhjónabönd“ – gervihjónabönd - því unga fólkið gat fengið sparifé sitt útborgað við giftingu. Skyldugreiðslur voru þá sem nú í lífeyrissjóði. Þá peninga fengu bankarnir til þess að lána. Munurinn þá og nú var aðeins sá, að þá brunnu fjármunir lífeyrissjóðanna upp á neikvæðum vöxtum í bönkunum. Lífeyrissjóðskerfi landsmanna stefndi í hrun. Þegar enginn vill spara nema þvingaður sé til þess með lögum verður að sjálfsögðu skortur á lánsfé. Þannig var það líka – fyrir ekki svo ýkjalöngu síðan á Íslandi. Þá voru forréttindi að fá lán. Slíkra forréttinda nutu tiltekin fyrirtæki í náðinni ásamt þeim einstaklingum, sem nutu velvildar ráðamanna. Þá var blómatími fyrirgreiðslustjórnmálamannanna. Þá var nefnilega lán að fá lán. Það kölluðu menn að „fá fyrirgreiðslu“. Því lán þurfti aldrei að borga til baka – nema að hluta til. Þegar best lét gátu lánsmenn „grætt“ tugi prósenta á einu einasta ári á láninu. Slíkt gerðist þá á kostnað unga fólksins með skyldusparnaðinn, gamla fólksins, sem lagt hafði til hliðar til elliáranna – og unglingsins hvers lambsverð við skírn dugði fyrir tveimur kótelettum við fermingu. Okkur jafnaðarmönnum þótti þetta vera hróplegt óréttlæti. Fyrir okkar tilverknað og fyrir forystu Ólafs Jóhannessonar, þá forsætisráðherra, var þessu misrétti útrýmt. Þá varð óhætt að geyma eyrinn. Þá varð til sparnaður á Íslandi. Þá gátu bankarnir farið að lána öðrum en fáeinum útvöldum – en misstu sig í útlánunum eins og stór hluti þjóðarinnar þá missti sig í skuldsetningu. Ekki hafði tekist að breyta því hugarfari að það væri lán að fá lán. En nú vilja menn víst hefja það viðhorf aftur til vegs og virðingar. Endurreisa „forna frægð“ (sic!) Er þetta virkilega hið nýja Ísland, sem alltaf er verið að tala um? Gjaldeyrishöft, neikvæð ávöxtun sparifjár, lánsfjárþurrð og gróf mismunun. Vilja Íslendingar virkilega fá fyrirgreiðslustjórnmálamennina aftur? Endurlifa þá tíð þegar glataður var hver geymdur eyrir? Er það eitthvað nýtt? Eitthvað eftirsóknarvert? Eitthvað, sem jafnaðarmenn vilja berjast fyrir? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Sú var tíðin – og ekki svo ýkjalangt síðan – að á Íslandi þótti glataður hver geymdur eyrir. Um að gera var að koma því strax í lóg, ef eitthvað stóð eftir af vikukaupinu. Þá var um að gera að kaupa steypu, kaupa vöru – kaupa eitthvað. Kaupa strax því annars varð „aurinn“ að engu. Engum kom til hugar að leggja sinn eyri í sparnað. Á innlánsreikningum varð eyrir ekkjunnar að engu. Lambsverð, sem amma gaf í skírnargjöf, dugði barninu fyrir tveimur kótelettum um fermingu. Ævisparnaður gamla fólksins varð þar verðlaus. Hver vill spara eyrinn í slíku ástandi? Ekki nokkur maður – ótilneyddur. Því varð að neyða fólkið svo eitthvert fé yrði til svo hægt væri að lána þeim, sem lána þyrfti. Ef enginn sparnaður verður til verður nefnilega ekkert fé til að lána. Því voru sett lög um skyldusparnað ungs fólks. Ákveðinn hluti aflafjár þess var tekinn með valdi og afhentur bönkunum. Þá urðu til svokölluð „skyldusparnaðarhjónabönd“ – gervihjónabönd - því unga fólkið gat fengið sparifé sitt útborgað við giftingu. Skyldugreiðslur voru þá sem nú í lífeyrissjóði. Þá peninga fengu bankarnir til þess að lána. Munurinn þá og nú var aðeins sá, að þá brunnu fjármunir lífeyrissjóðanna upp á neikvæðum vöxtum í bönkunum. Lífeyrissjóðskerfi landsmanna stefndi í hrun. Þegar enginn vill spara nema þvingaður sé til þess með lögum verður að sjálfsögðu skortur á lánsfé. Þannig var það líka – fyrir ekki svo ýkjalöngu síðan á Íslandi. Þá voru forréttindi að fá lán. Slíkra forréttinda nutu tiltekin fyrirtæki í náðinni ásamt þeim einstaklingum, sem nutu velvildar ráðamanna. Þá var blómatími fyrirgreiðslustjórnmálamannanna. Þá var nefnilega lán að fá lán. Það kölluðu menn að „fá fyrirgreiðslu“. Því lán þurfti aldrei að borga til baka – nema að hluta til. Þegar best lét gátu lánsmenn „grætt“ tugi prósenta á einu einasta ári á láninu. Slíkt gerðist þá á kostnað unga fólksins með skyldusparnaðinn, gamla fólksins, sem lagt hafði til hliðar til elliáranna – og unglingsins hvers lambsverð við skírn dugði fyrir tveimur kótelettum við fermingu. Okkur jafnaðarmönnum þótti þetta vera hróplegt óréttlæti. Fyrir okkar tilverknað og fyrir forystu Ólafs Jóhannessonar, þá forsætisráðherra, var þessu misrétti útrýmt. Þá varð óhætt að geyma eyrinn. Þá varð til sparnaður á Íslandi. Þá gátu bankarnir farið að lána öðrum en fáeinum útvöldum – en misstu sig í útlánunum eins og stór hluti þjóðarinnar þá missti sig í skuldsetningu. Ekki hafði tekist að breyta því hugarfari að það væri lán að fá lán. En nú vilja menn víst hefja það viðhorf aftur til vegs og virðingar. Endurreisa „forna frægð“ (sic!) Er þetta virkilega hið nýja Ísland, sem alltaf er verið að tala um? Gjaldeyrishöft, neikvæð ávöxtun sparifjár, lánsfjárþurrð og gróf mismunun. Vilja Íslendingar virkilega fá fyrirgreiðslustjórnmálamennina aftur? Endurlifa þá tíð þegar glataður var hver geymdur eyrir? Er það eitthvað nýtt? Eitthvað eftirsóknarvert? Eitthvað, sem jafnaðarmenn vilja berjast fyrir?
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar