Stelpurnar stórkostlegar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. júní 2011 07:00 Rakel Dögg Bragadóttir landsliðsfyrirliði fagnar sigrinum ásamt liðsfélögum sínum. Fréttablaðið/Daníel Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik tók stöllur sínar frá Úkraínu í sextíu mínútna kennslustund í leik liðanna í gærdag. Nítján marka sigur landsliðsins var eitthvað sem var ekki einu sinni til í villtustu draumum þjálfara liðsins Ágústs Jóhannssonar. „Nei, ég verð að viðurkenna það. Ég átti ekki von á svona stórum sigri. Við vorum að tala um það þjálfararnir að sjö marka sigur væri ansi sterkt en stelpurnar spiluðu frábærlega. Ég er gríðarlega ánægður með vinnusemina, agann og þolinmæðina og svo voru áhorfendur stórkostlegir. Það var frábært að spila á svona heimavelli," sagði Ágúst. Frá því að flautað var til leiks var ljóst hvort liðið ætlaði sér í lokakeppnina í Brasilíu. Íslensku stelpurnar voru ákveðnar í vörninni og fyrir aftan hana átti Guðný Jenný Ásmundsdóttir stórleik. Margir höfðu áhyggjur af markvörslunni fyrir leikinn enda tveir reynslumestu markverðir liðsins fjarri góðu gamni. Þær áhyggjur reyndust ástæðulausar. Í sókninni gekk allt upp framan af leik. Boltinn gekk hratt á milli og leikmenn íslenska liðsins áræðnir í aðgerðum sínum. Skotnýting liðsins var með ólíkindum og markaskorun dreifðist jafnt. Hið sama verður ekki sagt um andstæðinginn en vinstri skytta úkraínska liðsins skoraði tólf af átján mörkum liðsins. „Við erum komnar með virkilega flottan hóp. Hver einasti leikmaður sem kemur inn á er klár og er með sitt hlutverk á hreinu," sagði skælbrosandi Rakel Dögg Bragadóttir fyrirliði í leikslok. Fjórtán af sextán leikmönnum liðsins komu við sögu í leiknum og munar um minna að hafa úr breiddinni að spila. Forskot íslenska liðsins byggðist upp jafnt og þétt og aldrei var slakað á klónni. Liðið jók meira að segja forskot sitt undir lok fyrri hálfleiks þegar liðið var í tvígang manni færri. „Við töluðum um það í hálfleik að fara ekki að halda einhverju heldur að bæta við hægt og rólega. Það gekk eftir," sagði Ágúst þjálfari. Úkraínska landsliðið hefur verið fastagestur á stórmótum undanfarna áratugi en ljóst er að liðið hefur oft verið sterkara. Leikmenn liðsins virkuðu hreinlega áhugalausir líkt og þjálfarinn Leonid Yevtushenko sem var pollrólegur á bekknum. Nýtti ekki einu sinni leikhlé sitt í síðari hálfleiknum til þess að skipuleggja leik liðsins. Hann var skiljanlega ekki bjartsýnn fyrir síðari leik þjóðanna um næstu helgi. „Við eigum engan möguleika. Fimm til sex marka munur eða jafnvel tíu marka munur er möguleiki en ekki nítján," sagði Yevtushenko í leikslok. Sigurvilji og sjálfstraust íslensku stúlknanna er greinilega mikið um þessar mundir. Stígandi hefur verið í leik liðsins á undanförnum árum og ljóst að Ísland á kvennalandslið í handknattleik sem er farið að standast sterkustu þjóðum heimsins snúning. Íslenski handboltinn Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik tók stöllur sínar frá Úkraínu í sextíu mínútna kennslustund í leik liðanna í gærdag. Nítján marka sigur landsliðsins var eitthvað sem var ekki einu sinni til í villtustu draumum þjálfara liðsins Ágústs Jóhannssonar. „Nei, ég verð að viðurkenna það. Ég átti ekki von á svona stórum sigri. Við vorum að tala um það þjálfararnir að sjö marka sigur væri ansi sterkt en stelpurnar spiluðu frábærlega. Ég er gríðarlega ánægður með vinnusemina, agann og þolinmæðina og svo voru áhorfendur stórkostlegir. Það var frábært að spila á svona heimavelli," sagði Ágúst. Frá því að flautað var til leiks var ljóst hvort liðið ætlaði sér í lokakeppnina í Brasilíu. Íslensku stelpurnar voru ákveðnar í vörninni og fyrir aftan hana átti Guðný Jenný Ásmundsdóttir stórleik. Margir höfðu áhyggjur af markvörslunni fyrir leikinn enda tveir reynslumestu markverðir liðsins fjarri góðu gamni. Þær áhyggjur reyndust ástæðulausar. Í sókninni gekk allt upp framan af leik. Boltinn gekk hratt á milli og leikmenn íslenska liðsins áræðnir í aðgerðum sínum. Skotnýting liðsins var með ólíkindum og markaskorun dreifðist jafnt. Hið sama verður ekki sagt um andstæðinginn en vinstri skytta úkraínska liðsins skoraði tólf af átján mörkum liðsins. „Við erum komnar með virkilega flottan hóp. Hver einasti leikmaður sem kemur inn á er klár og er með sitt hlutverk á hreinu," sagði skælbrosandi Rakel Dögg Bragadóttir fyrirliði í leikslok. Fjórtán af sextán leikmönnum liðsins komu við sögu í leiknum og munar um minna að hafa úr breiddinni að spila. Forskot íslenska liðsins byggðist upp jafnt og þétt og aldrei var slakað á klónni. Liðið jók meira að segja forskot sitt undir lok fyrri hálfleiks þegar liðið var í tvígang manni færri. „Við töluðum um það í hálfleik að fara ekki að halda einhverju heldur að bæta við hægt og rólega. Það gekk eftir," sagði Ágúst þjálfari. Úkraínska landsliðið hefur verið fastagestur á stórmótum undanfarna áratugi en ljóst er að liðið hefur oft verið sterkara. Leikmenn liðsins virkuðu hreinlega áhugalausir líkt og þjálfarinn Leonid Yevtushenko sem var pollrólegur á bekknum. Nýtti ekki einu sinni leikhlé sitt í síðari hálfleiknum til þess að skipuleggja leik liðsins. Hann var skiljanlega ekki bjartsýnn fyrir síðari leik þjóðanna um næstu helgi. „Við eigum engan möguleika. Fimm til sex marka munur eða jafnvel tíu marka munur er möguleiki en ekki nítján," sagði Yevtushenko í leikslok. Sigurvilji og sjálfstraust íslensku stúlknanna er greinilega mikið um þessar mundir. Stígandi hefur verið í leik liðsins á undanförnum árum og ljóst að Ísland á kvennalandslið í handknattleik sem er farið að standast sterkustu þjóðum heimsins snúning.
Íslenski handboltinn Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur Sjá meira