Landsdómur Magnús Orri Schram skrifar 14. júní 2011 00:01 Hafinn er málflutningur í máli fyrrverandi forsætisráðherra fyrir landsdómi. Forsaga þessa máls nær aftur til haustsins 2008 er Geir H. Haarde og aðrir fulltrúar þingflokka á Alþingi ákváðu að skipa rannsóknarnefnd Alþingis en skýrslu hennar var ætlað að liggja til grundvallar ályktun þingsins um hvort ráðherrar hefðu brotið lög um ráðherraábyrgð í aðdraganda hrunsins. Þannig var í árdaga málsins lagt af stað eftir leiðsögn fyrrverandi forsætisráðherra án þess að lagðar væru til breytingar á lögum um ráðherraábyrgð eða landsdóm. Vorið 2010 ákvað Alþingi að skipa nefnd þingmanna til að móta afstöðu þingsins til skýrslunnar og taka ákvörðun um hvort vísa ætti málum einstakra ráðherra til landsdóms vegna hugsanlegra brota á lögum um ráðherraábyrgð. Þannig skipaði Alþingi okkur þingmennina til verka eftir vinnulagi og við lagaumgjörð sem það hafði sjálft ákveðið. Sérstaklega var leitað eftir því að skipa þingmenn sem ekki höfðu starfað á Alþingi þegar hrunið átti sér stað enda talið mikilvægt að gæta að fjarlægð þingmanna frá viðfangsefninu. Sjö af níu nefndarmönnum töldu að málum þriggja eða fjögurra ráðherra ætti að vísa til landsdóms. Það var svo Alþingi sem ákvað hins vegar að einungis væri ástæða til að senda mál eins ráðherra til landsdóms, þ.e. mál fyrrverandi forsætisráðherra. Málsvörn ráðherrans byggir mikið á að persónugera stöðu hans. Við vinnu þingmannanefndar var hins vegar fagleg og málefnaleg nálgun í fyrirrúmi en verkefnið ekki persónugert. Þannig tók ég t.d. ekki afstöðu til mannsins eða KR-ingsins Geirs H. Haarde við umfjöllun málsins, heldur tók ég afstöðu til þeirra upplýsinga sem komu fram í viðamikilli skýrslu RNA um embættisfærslur viðkomandi ráðherra. Því er manni spurn – hvers vegna eru lög um ráðherraábyrgð ef ekki á að koma til kasta þeirra ef grunur vaknar um embættisglöp? Getur aldrei komið til þess að ráðherrar geti átt að bera ábyrgð? Að mínu mati voru til staðar nægar málsástæður til að vísa ætti málum viðkomandi og fleiri til landsdóms þar sem meðal annarra, okkar vísustu lögspekingar, gætu ákvarðað hvort fyrrverandi forsætisráðherra hefði brotið lög um ráðherraábyrgð eða ekki. Ég taldi þannig að nægar upplýsingar væru fyrir hendi til þess að vísa málinu áfram til landsdóms. Með því er ekki sagt fyrir um sekt eða sakleysi, enda er það landsdóms að komast að efnislegri niðurstöðu og ber ég fullt traust til þess að þar njóti Geir sanngjarnrar og réttlátrar málsmeðferðar og að málinu ljúki með efnislega réttri niðurstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsdómur Mest lesið Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Nærandi ferðaþjónusta Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Hafinn er málflutningur í máli fyrrverandi forsætisráðherra fyrir landsdómi. Forsaga þessa máls nær aftur til haustsins 2008 er Geir H. Haarde og aðrir fulltrúar þingflokka á Alþingi ákváðu að skipa rannsóknarnefnd Alþingis en skýrslu hennar var ætlað að liggja til grundvallar ályktun þingsins um hvort ráðherrar hefðu brotið lög um ráðherraábyrgð í aðdraganda hrunsins. Þannig var í árdaga málsins lagt af stað eftir leiðsögn fyrrverandi forsætisráðherra án þess að lagðar væru til breytingar á lögum um ráðherraábyrgð eða landsdóm. Vorið 2010 ákvað Alþingi að skipa nefnd þingmanna til að móta afstöðu þingsins til skýrslunnar og taka ákvörðun um hvort vísa ætti málum einstakra ráðherra til landsdóms vegna hugsanlegra brota á lögum um ráðherraábyrgð. Þannig skipaði Alþingi okkur þingmennina til verka eftir vinnulagi og við lagaumgjörð sem það hafði sjálft ákveðið. Sérstaklega var leitað eftir því að skipa þingmenn sem ekki höfðu starfað á Alþingi þegar hrunið átti sér stað enda talið mikilvægt að gæta að fjarlægð þingmanna frá viðfangsefninu. Sjö af níu nefndarmönnum töldu að málum þriggja eða fjögurra ráðherra ætti að vísa til landsdóms. Það var svo Alþingi sem ákvað hins vegar að einungis væri ástæða til að senda mál eins ráðherra til landsdóms, þ.e. mál fyrrverandi forsætisráðherra. Málsvörn ráðherrans byggir mikið á að persónugera stöðu hans. Við vinnu þingmannanefndar var hins vegar fagleg og málefnaleg nálgun í fyrirrúmi en verkefnið ekki persónugert. Þannig tók ég t.d. ekki afstöðu til mannsins eða KR-ingsins Geirs H. Haarde við umfjöllun málsins, heldur tók ég afstöðu til þeirra upplýsinga sem komu fram í viðamikilli skýrslu RNA um embættisfærslur viðkomandi ráðherra. Því er manni spurn – hvers vegna eru lög um ráðherraábyrgð ef ekki á að koma til kasta þeirra ef grunur vaknar um embættisglöp? Getur aldrei komið til þess að ráðherrar geti átt að bera ábyrgð? Að mínu mati voru til staðar nægar málsástæður til að vísa ætti málum viðkomandi og fleiri til landsdóms þar sem meðal annarra, okkar vísustu lögspekingar, gætu ákvarðað hvort fyrrverandi forsætisráðherra hefði brotið lög um ráðherraábyrgð eða ekki. Ég taldi þannig að nægar upplýsingar væru fyrir hendi til þess að vísa málinu áfram til landsdóms. Með því er ekki sagt fyrir um sekt eða sakleysi, enda er það landsdóms að komast að efnislegri niðurstöðu og ber ég fullt traust til þess að þar njóti Geir sanngjarnrar og réttlátrar málsmeðferðar og að málinu ljúki með efnislega réttri niðurstöðu.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun