Umræðan má ekki hljóðna Ólína Þorvarðardóttir skrifar 18. júní 2011 07:00 Árið 2009 samþykktu Evrópusambandsríkin bann við sölu á selskinnum og öðrum selaafurðum í aðildarríkjum frá öðrum en inúítum. Tilefni bannsins var einkum vaxandi andstaða evrópsks almennings gegn drápsaðferðum Kanadamanna sem sýndar höfðu verið í fréttamyndum og vakið óhug. Talið er að um 900 þúsund selir hafi fram að banni verið veiddir í heiminum árlega, þar af veiddu Norðmenn, Kanadamenn og Namibíumenn um 60%. Kanadamenn og Norðmenn brugðust ókvæða við ákvörðum Evrópuþingsins og létu þegar í ljós þá afstöðu að það bryti í bága við grundvallarreglur um frjáls viðskipti. Minna fór fyrir andstöðu inúíta í fyrstu, enda voru þeir undanþegnir banninu þar sem því var ekki ætlað að raska högum þeirra sem stunda sjálfbærar og mannúðlegar veiðar. En almenningsálitið gerir ekki greinarmun á því hvaðan selskinnið kemur sem boðið er til sölu. Myndir af blóðugum selkópum snertu vitanlega við þeim sem þær höfðu séð. Almenningur snerist gegn harðneskjulegum atvinnuselveiðum og sú andstaða færðist með tímanum yfir á allar selveiðar. Reyndin hefur því orðið sú að sölubann selskinna hefur komið illa niður á fámennum veiðmannasamfélögum, ekki síst á Grænlandi. Vissulega er mótsagnakennt að það almenningsálit sem hefur komið svo illa við afkomu veiðimannasamfélaga skuli stafa frá neytendum sem leggja blessun sína yfir ómannúðlega framleiðsluhætti sem seint myndu teljast fyrirmyndar dýravernd. Evrópskur almenningur krefst ódýrrar matvöru. Sú krafa leiðir til verksmiðjubúskapar sem kemur niður á aðbúnaði og meðferð dýra. Evrópskir neytendur kaupa og leggja sér til munns afurðir dýra sem búa við þjáningu frá fæðingu til slátrunar. Við þekkjum hörmulegar myndir og fréttir af meðferð búpenings sem er undir manna höndum víða í álfunni. Slíkar eldis- og slátrunaraðferðir eiga ekkert sameiginlegt með sjálfbærum veiðum frumbyggja á villtum dýrum. Það er því ekki aðeins sorglegt að hið evrópska neyslusamfélag sem sættir sig við ómannúðlega dýrameðferð á verksmiðjubúum skuli óbeint snúast gegn sjálfbærum veiðum villtra dýra norðar í álfunni – það er einnig afdrifaríkt. Við vitum hversu erfitt getur reynst að snúa við neikvæðu almenningsáliti, ekki síst ef það ræðst af tilfinningum. Það er þessi tvískinnungur og hinar neikvæðu afleiðingar sölubannsins á selskinnum sem urðu tilefni þess að forsætisnefnd Vestnorræna ráðsins tók málið upp við þingmenn Evrópuþingsins á sameiginlegum fundi sem haldinn var nýlega í Nuuk á Grænlandi. Þar var m.a. upplýst að víða í löndum Evrópu er selur veiddur í stórum stíl til þess að verja fiskinet, án þess að afurðirnar séu nýttar. Slíkt er auðvitað sóun og vafasamt náttúrusiðferði. Góðu fréttirnar eru þó þær að þingmennirnir lýstu vilja til þess að taka málið upp á vettvangi Evrópuþingsins með það fyrir augum að greina betur afleiðingar þess fyrir inúíta á norðlægum slóðum þar sem sel- og hvalveiðar eru rótgróinn atvinnuvegur og aldalöng hefð. Trúlega verður ekki létt verk að eyða ranghugmyndum um selveiðar frumbyggja á norðurslóð, en samfélög þeirra eiga mikið undir því að það takist. Orð eru til alls fyrst og umræðan má ekki þagna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Mest lesið Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Árið 2009 samþykktu Evrópusambandsríkin bann við sölu á selskinnum og öðrum selaafurðum í aðildarríkjum frá öðrum en inúítum. Tilefni bannsins var einkum vaxandi andstaða evrópsks almennings gegn drápsaðferðum Kanadamanna sem sýndar höfðu verið í fréttamyndum og vakið óhug. Talið er að um 900 þúsund selir hafi fram að banni verið veiddir í heiminum árlega, þar af veiddu Norðmenn, Kanadamenn og Namibíumenn um 60%. Kanadamenn og Norðmenn brugðust ókvæða við ákvörðum Evrópuþingsins og létu þegar í ljós þá afstöðu að það bryti í bága við grundvallarreglur um frjáls viðskipti. Minna fór fyrir andstöðu inúíta í fyrstu, enda voru þeir undanþegnir banninu þar sem því var ekki ætlað að raska högum þeirra sem stunda sjálfbærar og mannúðlegar veiðar. En almenningsálitið gerir ekki greinarmun á því hvaðan selskinnið kemur sem boðið er til sölu. Myndir af blóðugum selkópum snertu vitanlega við þeim sem þær höfðu séð. Almenningur snerist gegn harðneskjulegum atvinnuselveiðum og sú andstaða færðist með tímanum yfir á allar selveiðar. Reyndin hefur því orðið sú að sölubann selskinna hefur komið illa niður á fámennum veiðmannasamfélögum, ekki síst á Grænlandi. Vissulega er mótsagnakennt að það almenningsálit sem hefur komið svo illa við afkomu veiðimannasamfélaga skuli stafa frá neytendum sem leggja blessun sína yfir ómannúðlega framleiðsluhætti sem seint myndu teljast fyrirmyndar dýravernd. Evrópskur almenningur krefst ódýrrar matvöru. Sú krafa leiðir til verksmiðjubúskapar sem kemur niður á aðbúnaði og meðferð dýra. Evrópskir neytendur kaupa og leggja sér til munns afurðir dýra sem búa við þjáningu frá fæðingu til slátrunar. Við þekkjum hörmulegar myndir og fréttir af meðferð búpenings sem er undir manna höndum víða í álfunni. Slíkar eldis- og slátrunaraðferðir eiga ekkert sameiginlegt með sjálfbærum veiðum frumbyggja á villtum dýrum. Það er því ekki aðeins sorglegt að hið evrópska neyslusamfélag sem sættir sig við ómannúðlega dýrameðferð á verksmiðjubúum skuli óbeint snúast gegn sjálfbærum veiðum villtra dýra norðar í álfunni – það er einnig afdrifaríkt. Við vitum hversu erfitt getur reynst að snúa við neikvæðu almenningsáliti, ekki síst ef það ræðst af tilfinningum. Það er þessi tvískinnungur og hinar neikvæðu afleiðingar sölubannsins á selskinnum sem urðu tilefni þess að forsætisnefnd Vestnorræna ráðsins tók málið upp við þingmenn Evrópuþingsins á sameiginlegum fundi sem haldinn var nýlega í Nuuk á Grænlandi. Þar var m.a. upplýst að víða í löndum Evrópu er selur veiddur í stórum stíl til þess að verja fiskinet, án þess að afurðirnar séu nýttar. Slíkt er auðvitað sóun og vafasamt náttúrusiðferði. Góðu fréttirnar eru þó þær að þingmennirnir lýstu vilja til þess að taka málið upp á vettvangi Evrópuþingsins með það fyrir augum að greina betur afleiðingar þess fyrir inúíta á norðlægum slóðum þar sem sel- og hvalveiðar eru rótgróinn atvinnuvegur og aldalöng hefð. Trúlega verður ekki létt verk að eyða ranghugmyndum um selveiðar frumbyggja á norðurslóð, en samfélög þeirra eiga mikið undir því að það takist. Orð eru til alls fyrst og umræðan má ekki þagna.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun