Framtíð orkugeirans Hörður Arnarson skrifar 1. júlí 2011 06:00 Landsvirkjun hefur undanfarið unnið að heildstæðri stefnumótun um starfsemi fyrirtækisins. Markmiðið er að orkuauðlindir landsins verði nýttar með sjálfbærum og arðbærum hætti í sátt við íslenskt samfélag. Fjölmargar leiðir eru mögulegar til þess að ná því markmiði. Á opnum ársfundi fyrirtækisins 15. apríl sl. var fjallað um þessa ólíku möguleika. Þar var gerð grein fyrir því hvernig fyrirtækið geti til dæmis aukið raforkuvinnslu sína umtalsvert í viðráðanlegum skrefum. Tekið skal fram að nýir virkjunarkostir ráðast algerlega af niðurstöðu rammaáætlunar stjórnvalda um vernd og nýtingu náttúrusvæða með áherslu á vatnsafl og jarðhitasvæði. Lögð hefur verið áhersla á að stefnumótun Landsvirkjunar fari fram fyrir opnum tjöldum og hefur almenningi og hagsmunaaðilum verið gefinn kostur á að taka þátt í vinnunni, sem er hvergi nærri lokið. Einn af mikilvægum þáttum stefnumótunarinnar er að greina áhrif mismunandi möguleika á efnahagslíf landsins. Áfanga í slíkri greiningu hefur nú verið náð með skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins GAMMA, sem unnin var að beiðni Landsvirkjunar, um efnahagsleg áhrif af rekstri og arðsemi Landsvirkjunar til ársins 2035. Var hún kynnt opinberlega nú í vikunni og er þar varpað upp fjórum mismunandi sviðsmyndum. Greind eru bæði áhrif þess að raforkuvinnsla verði aukin verulega og að ekki verði af frekari virkjunarframkvæmdum. Þá eru greind áhrif þess að raforkuverð fari hækkandi eins og gerst hefur erlendis og eins af því að ekki verði af verðhækkunum. Þá eru einnig greind efnahagsleg áhrif þess að lagður verði sæstrengur til Evrópu. Í stuttu máli er niðurstaða skýrsluhöfunda sú að raforkuframleiðsla Landsvirkjunar geti haft umtalsverð efnahagsleg áhrif hér á landi. Sá kostur, að auka raforkuframleiðslu verulega, felur í sér umtalsverða aukningu á arðgreiðslugetu fyrirtækisins sem þó kemur ekki inn í hagkerfið fyrr en að tíu árum liðnum. Sá kostur að fara ekki í frekari framkvæmdir, en sækja þær verðhækkanir sem þegar hafa orðið í Evrópu, felur einnig í sér arðgreiðslugetu þótt minni sé, sem jafnframt kemur fyrr inn í hagkerfið. Hækkað verð til stórnotenda eitt og sér hefur því einnig í för með sér að raforkuframleiðsla gæti orðið afar arðbær í framtíðinni. Hver sem endanleg niðurstaða verður er nauðsynlegt að fram fari almenn umræða um þessa ólíku möguleika og áhrif þeirra á Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Arnarson Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Sjá meira
Landsvirkjun hefur undanfarið unnið að heildstæðri stefnumótun um starfsemi fyrirtækisins. Markmiðið er að orkuauðlindir landsins verði nýttar með sjálfbærum og arðbærum hætti í sátt við íslenskt samfélag. Fjölmargar leiðir eru mögulegar til þess að ná því markmiði. Á opnum ársfundi fyrirtækisins 15. apríl sl. var fjallað um þessa ólíku möguleika. Þar var gerð grein fyrir því hvernig fyrirtækið geti til dæmis aukið raforkuvinnslu sína umtalsvert í viðráðanlegum skrefum. Tekið skal fram að nýir virkjunarkostir ráðast algerlega af niðurstöðu rammaáætlunar stjórnvalda um vernd og nýtingu náttúrusvæða með áherslu á vatnsafl og jarðhitasvæði. Lögð hefur verið áhersla á að stefnumótun Landsvirkjunar fari fram fyrir opnum tjöldum og hefur almenningi og hagsmunaaðilum verið gefinn kostur á að taka þátt í vinnunni, sem er hvergi nærri lokið. Einn af mikilvægum þáttum stefnumótunarinnar er að greina áhrif mismunandi möguleika á efnahagslíf landsins. Áfanga í slíkri greiningu hefur nú verið náð með skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins GAMMA, sem unnin var að beiðni Landsvirkjunar, um efnahagsleg áhrif af rekstri og arðsemi Landsvirkjunar til ársins 2035. Var hún kynnt opinberlega nú í vikunni og er þar varpað upp fjórum mismunandi sviðsmyndum. Greind eru bæði áhrif þess að raforkuvinnsla verði aukin verulega og að ekki verði af frekari virkjunarframkvæmdum. Þá eru greind áhrif þess að raforkuverð fari hækkandi eins og gerst hefur erlendis og eins af því að ekki verði af verðhækkunum. Þá eru einnig greind efnahagsleg áhrif þess að lagður verði sæstrengur til Evrópu. Í stuttu máli er niðurstaða skýrsluhöfunda sú að raforkuframleiðsla Landsvirkjunar geti haft umtalsverð efnahagsleg áhrif hér á landi. Sá kostur, að auka raforkuframleiðslu verulega, felur í sér umtalsverða aukningu á arðgreiðslugetu fyrirtækisins sem þó kemur ekki inn í hagkerfið fyrr en að tíu árum liðnum. Sá kostur að fara ekki í frekari framkvæmdir, en sækja þær verðhækkanir sem þegar hafa orðið í Evrópu, felur einnig í sér arðgreiðslugetu þótt minni sé, sem jafnframt kemur fyrr inn í hagkerfið. Hækkað verð til stórnotenda eitt og sér hefur því einnig í för með sér að raforkuframleiðsla gæti orðið afar arðbær í framtíðinni. Hver sem endanleg niðurstaða verður er nauðsynlegt að fram fari almenn umræða um þessa ólíku möguleika og áhrif þeirra á Ísland.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar