Hvað kostar heilsufarið? Guðjón S. Brjánsson skrifar 26. júlí 2011 09:00 Á undanförnum vikum hefur talsverð umræða verið í samfélaginu um lyfjanotkun landsmanna og meinta misnotkun tiltekinna lyfjaflokka. Látið hefur verið liggja að því að læknar ávísi með óvarlegum hætti lyfjum til ógæfufólks sem nýti sér þau ekki með tilætluðum eða uppbyggilegum hætti. Hér verður ekki kveðinn upp neinn sleggjudómur í því efni en hlutskipti lækna er ekki öfundsvert í þessu sambandi. Viðbrögð hins opinbera, Landlæknisembættis og ráðuneytis hafa vitaskuld verið þau að nauðsynlegt sé að setja undir alla mögulega leka, skoða og kanna, rýna í gögn, fylgja betur eftir verklagsreglum, nýta betur gagnagrunna og jafnvel að smíða nýja. Opinber yfirvöld bera ábyrgð á málaflokknum og hafa gríðarlegan kostnað af lyfjaumsýslu. Í allri orðræðu um þessi mál að undanförnu hefur verið skautað af mikilli fimi framhjá þeirri staðreynd að heilbrigðisyfirvöld hafa yfir að ráða rafrænu sjúkraskrárkerfi sem er í notkun á öllum heilbrigðisstofnunum og heilsugæslustöðvum landsins. Að vísu er kerfið í eigu einkahlutafélags sem leigir stofnunum aðgang fyrir há gjöld en það er önnur saga og sérstakt athugunarefni. Kerfið er ekki gallalaust en hefur verið lagfært á síðustu misserum og ólíklegt að annað verði í boði um sinn. Fullkomin sjúkraskrárkerfi eru auk þess ekki til, ekki heldur í útlöndum. Hin alvarlega hlið málsins er sú að rafrænt sjúkraskrárkerfi á Íslandi er þannig búið að heilbrigðisstarfsmenn sem heimildar njóta skv. lögum hafa ekki möguleika til samskipta í rauntíma um hagsmunamál skjólstæðinga sinna og miðla á milli sín upplýsingum sem í einhverjum tilvikum geta verið lífsnauðsynlegar. Aðgengi takmarkast nær eingöngu við stofnun eða starfsstöð. Þetta snertir nákvæmlega umræðuna um lyfjaneyslu og meinta misnotkun, en miklu meira. Ef íslenska sjúkraskrárkerfið væri tengt saman í heild, þá lægju allar upplýsingar sem að þessu lúta fyrir og alvarlegt vandamál leyst með þeirri einu aðgerð. Nú kann einhver að spyrja hvort það eitt og sér sé dýrt og flókið ferli. Fátt er algjörlega vandalaust þegar um rafræn kerfi er að ræða og flækjustig ýmisleg. Hinsvegar hefur verið unnið mikið og gott undirbúningsstarf á undanförnum árum, m.a. í starfshópi á vegum heilbrigðisráðuneytis. Aðgerðatillögur liggja fyrir. Tæknilega er þetta einföld aðgerð, reynsla er komin á öryggisvörslu gagna og lagaramminn á þessu sviði er ekki til trafala. Mögulegt er að hrinda breytingum í framkvæmd á fáum mánuðum. Á undanförnum árum hefur sömuleiðis verið unnið að sameiningu heilbrigðisstofnana. Með því hefur samræmingar verið leitað á stórum landssvæðum, m.a. varðandi sjúkraskrá. Nú er svo komið að í raun þarf einungis að tengja saman örfáa stóra og samræmda sjúkraskrárgrunna. Þannig mun kerfið þjóna tilgangi sínum til fullnustu og skila faglegum og fjárhagslegum ábata, því hagræði og öryggi sem vonir hafa alla tíð verið bundnar við. Í húfi eru miklir hagsmunir. Þeir stærstu lúta að sjálfsögðu að markvissari og betri þjónustu gagnvart sjúklingum. Sameining af þessu tagi mun líka óhjákvæmilega knýja notendur til agaðri skráningar. Þetta er t.d. brýnt í tölfræðilegri úrvinnslu gagna en augljós brotalöm er á því sviði. Eitt sjúkraskrárkerfi mun jafnframt draga úr óþarfa endurtekningum rannsókna, bæði á sviði blóðmeinafræða og myndgreiningar og leiða þegar í stað til stórfellds sparnaðar. Raunalegar og stöðugar endurtekningar á sömu persónuupplýsingum úr sjúkrasögu ættu algjörlega að verða úr sögunni til aukinna þæginda fyrir viðkomandi sjúklinga. Heilbrigðisþjónusta á Íslandi hefur lotið niðurskurði síðustu ár og býr nú við rýran kost. Því eru væntingar þeirra sem starfa í málaflokknum og bera nokkra ábyrgð á veittri þjónustu skýrar. Hvatt er til þess að þeir sem véla um síðir með ráðstöfun fjár og faglegra þátta vinni markvisst og í eina átt. Aðgerð sem hér hefur verið tæpt á leysir aðkallandi vanda og eykur gæði heilbrigðisþjónustu og er beinlínis í þágu sjúklinga. Allt á sitt gjald. Mörg dæmi um lausatök í heilbrigðisþjónustu eru kostnaðarsöm. Samtenging sjúkraskrárkerfa hjá þessari 320.000 manna þjóð kostar nokkra tugi milljóna. Án efa er hægt að stilla upp tölfræðilegu líkani sem sýnir hversu langan tíma það taki að ná þeim varanlega ábata sem umbreyting þessi gefur. Faglegur ávinningur er augljós. Leiða má líkur að því að telja megi fjárhagslegan ávinning í mánuðum en ekki árum. Hafa menn t.d. gefið því gaum í þessu samhengi hvað blóðrannsóknir, myndgreining og lyfjaumsýsla í landinu kostar hið opinbera á ári? Muna landsmenn upphæðirnar sem til umræðu voru fyrir fáum vikum um meintar, ómarkvissar lyfjaávísanir? Eftir hverju er beðið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðjón S. Brjánsson Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum vikum hefur talsverð umræða verið í samfélaginu um lyfjanotkun landsmanna og meinta misnotkun tiltekinna lyfjaflokka. Látið hefur verið liggja að því að læknar ávísi með óvarlegum hætti lyfjum til ógæfufólks sem nýti sér þau ekki með tilætluðum eða uppbyggilegum hætti. Hér verður ekki kveðinn upp neinn sleggjudómur í því efni en hlutskipti lækna er ekki öfundsvert í þessu sambandi. Viðbrögð hins opinbera, Landlæknisembættis og ráðuneytis hafa vitaskuld verið þau að nauðsynlegt sé að setja undir alla mögulega leka, skoða og kanna, rýna í gögn, fylgja betur eftir verklagsreglum, nýta betur gagnagrunna og jafnvel að smíða nýja. Opinber yfirvöld bera ábyrgð á málaflokknum og hafa gríðarlegan kostnað af lyfjaumsýslu. Í allri orðræðu um þessi mál að undanförnu hefur verið skautað af mikilli fimi framhjá þeirri staðreynd að heilbrigðisyfirvöld hafa yfir að ráða rafrænu sjúkraskrárkerfi sem er í notkun á öllum heilbrigðisstofnunum og heilsugæslustöðvum landsins. Að vísu er kerfið í eigu einkahlutafélags sem leigir stofnunum aðgang fyrir há gjöld en það er önnur saga og sérstakt athugunarefni. Kerfið er ekki gallalaust en hefur verið lagfært á síðustu misserum og ólíklegt að annað verði í boði um sinn. Fullkomin sjúkraskrárkerfi eru auk þess ekki til, ekki heldur í útlöndum. Hin alvarlega hlið málsins er sú að rafrænt sjúkraskrárkerfi á Íslandi er þannig búið að heilbrigðisstarfsmenn sem heimildar njóta skv. lögum hafa ekki möguleika til samskipta í rauntíma um hagsmunamál skjólstæðinga sinna og miðla á milli sín upplýsingum sem í einhverjum tilvikum geta verið lífsnauðsynlegar. Aðgengi takmarkast nær eingöngu við stofnun eða starfsstöð. Þetta snertir nákvæmlega umræðuna um lyfjaneyslu og meinta misnotkun, en miklu meira. Ef íslenska sjúkraskrárkerfið væri tengt saman í heild, þá lægju allar upplýsingar sem að þessu lúta fyrir og alvarlegt vandamál leyst með þeirri einu aðgerð. Nú kann einhver að spyrja hvort það eitt og sér sé dýrt og flókið ferli. Fátt er algjörlega vandalaust þegar um rafræn kerfi er að ræða og flækjustig ýmisleg. Hinsvegar hefur verið unnið mikið og gott undirbúningsstarf á undanförnum árum, m.a. í starfshópi á vegum heilbrigðisráðuneytis. Aðgerðatillögur liggja fyrir. Tæknilega er þetta einföld aðgerð, reynsla er komin á öryggisvörslu gagna og lagaramminn á þessu sviði er ekki til trafala. Mögulegt er að hrinda breytingum í framkvæmd á fáum mánuðum. Á undanförnum árum hefur sömuleiðis verið unnið að sameiningu heilbrigðisstofnana. Með því hefur samræmingar verið leitað á stórum landssvæðum, m.a. varðandi sjúkraskrá. Nú er svo komið að í raun þarf einungis að tengja saman örfáa stóra og samræmda sjúkraskrárgrunna. Þannig mun kerfið þjóna tilgangi sínum til fullnustu og skila faglegum og fjárhagslegum ábata, því hagræði og öryggi sem vonir hafa alla tíð verið bundnar við. Í húfi eru miklir hagsmunir. Þeir stærstu lúta að sjálfsögðu að markvissari og betri þjónustu gagnvart sjúklingum. Sameining af þessu tagi mun líka óhjákvæmilega knýja notendur til agaðri skráningar. Þetta er t.d. brýnt í tölfræðilegri úrvinnslu gagna en augljós brotalöm er á því sviði. Eitt sjúkraskrárkerfi mun jafnframt draga úr óþarfa endurtekningum rannsókna, bæði á sviði blóðmeinafræða og myndgreiningar og leiða þegar í stað til stórfellds sparnaðar. Raunalegar og stöðugar endurtekningar á sömu persónuupplýsingum úr sjúkrasögu ættu algjörlega að verða úr sögunni til aukinna þæginda fyrir viðkomandi sjúklinga. Heilbrigðisþjónusta á Íslandi hefur lotið niðurskurði síðustu ár og býr nú við rýran kost. Því eru væntingar þeirra sem starfa í málaflokknum og bera nokkra ábyrgð á veittri þjónustu skýrar. Hvatt er til þess að þeir sem véla um síðir með ráðstöfun fjár og faglegra þátta vinni markvisst og í eina átt. Aðgerð sem hér hefur verið tæpt á leysir aðkallandi vanda og eykur gæði heilbrigðisþjónustu og er beinlínis í þágu sjúklinga. Allt á sitt gjald. Mörg dæmi um lausatök í heilbrigðisþjónustu eru kostnaðarsöm. Samtenging sjúkraskrárkerfa hjá þessari 320.000 manna þjóð kostar nokkra tugi milljóna. Án efa er hægt að stilla upp tölfræðilegu líkani sem sýnir hversu langan tíma það taki að ná þeim varanlega ábata sem umbreyting þessi gefur. Faglegur ávinningur er augljós. Leiða má líkur að því að telja megi fjárhagslegan ávinning í mánuðum en ekki árum. Hafa menn t.d. gefið því gaum í þessu samhengi hvað blóðrannsóknir, myndgreining og lyfjaumsýsla í landinu kostar hið opinbera á ári? Muna landsmenn upphæðirnar sem til umræðu voru fyrir fáum vikum um meintar, ómarkvissar lyfjaávísanir? Eftir hverju er beðið?
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun