Bikarúrslitaleikurinn í húfi fyrir norðan Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. júlí 2011 07:30 Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, fór með KA í bikarúrslitaleikinn árið 1992. Mynd/Pjetur Þórsarar taka á móti ÍBV í undanúrslitum Valitor-bikars karla í knattspyrnu í kvöld. Þórsarar geta komist í úrslit keppninnar í fyrsta skipti en Eyjamenn hafa unnið bikarinn fjórum sinnum, síðast árið 1998. „Ég held að menn séu nokkuð spenntir fyrir þessu þar sem við erum ekki í undanúrslitum á hverjum degi. Ég vona bara að fólk átti sig á því. Ef það kemur ekki á þennan leik þá veit ég ekki hvenær það ætti að koma. Við ætlum að sýna hvað við getum,“ segir Páll Viðar Gíslason þjálfari Þórs. Staða liðanna í deildinni er ólík. Eyjamenn eru í 3. sæti í toppbaráttunni en nýliðar Þórs berjast fyrir sæti sínu í 9. sæti deildarinnar. Liðin mættust á Þórsvelli í 6. umferð Pepsi-deildar og þá höfðu Þórsarar betur 2-1. „Þeir segjast örugglega ekki hafa verið með allan sinn mannskap og þar fram eftir götunum. Við erum ekkert að velta okkur upp úr því. Það er okkar lið sem við þurfum að vera með á hreinu og að allir séu í gírnum. Þeir eru alltaf með mjög sterkt lið sama hvernig þeir stilla upp.“ Eyjamenn hafa tapað mikilvægum stigum gegn liðum í neðri hluta deildarinnar í sumar, litlu liðunum títtnefndu. Páll Viðar segir Þórsara ekki hafa tíma til þess að pirra sig á svoleiðis umræðu. „Við værum ekki að gera neitt annað ef við værum að pirra okkur á því að vera lítið í sviðljósinu fyrir utan að vera nýliðar, lítið lið með ljótan völl og einbýlishús á vallarsvæðinu. Við værum þá uppteknir af allt öðrum hlutum en við ættum að vera,“ segir Páll Viðar. Páll Viðar var í liði KA sem tapaði í bikarúrslitunum árið 1992 gegn Val. Þá var Gunnar Már Guðmundsson í tapliði Fjölnis í úrslitum 2007 og 2008. Aðrir hafa ekki komist í bikarúrslit. Tryggvi Guðmundsson, leikmaður ÍBV, á góðar minningar úr bikarnum, þó ekki með ÍBV. Hann varð bikarmeistari með KR árið 1994 og með FH árið 2007. Hann var hins vegar í tapliði Eyjamanna 1996 og 1997. Þegar Eyjamenn unnu loks bikarinn 1998 var Tryggvi farinn í atvinnumennsku. „Menn eru vel stemmdir. Það er langt síðan við komumst í úrslit. Það er alltaf extra kikk í leikmönnum síðasta leik fyrir Þjóðhátíð hvort sem það er í deild eða bikar,“ segir Tryggvi. „Okkur langar svakalega mikið að hefna fyrir tapið fyrir norðan í deildinni. Það var svolítið sárt tap enda töldum við okkur eiga að fá meira út úr þeim leik,“ segir markaskorarinn sem gefur ekki mikið fyrir þá skoðun blaðamanns að meiri pressa sé á Eyjamönnum. „Þessi leikur snýst um það að komast í stóra úrslitaleikinn á Laugardalsvellinum. Ég veit ekkert hvort liðið er stærra eða minna. Þetta eru tvö góð fótboltalið, tvö úrvalsdeildarlið,“ segir Tryggvi. Allir leikmenn eru heilir hjá báðum liðum og enginn í leikbanni. Því er von á sterkustu liðum beggja félaga á Þórsvelli í kvöld Leikurinn hefst klukkan 19.15. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira
Þórsarar taka á móti ÍBV í undanúrslitum Valitor-bikars karla í knattspyrnu í kvöld. Þórsarar geta komist í úrslit keppninnar í fyrsta skipti en Eyjamenn hafa unnið bikarinn fjórum sinnum, síðast árið 1998. „Ég held að menn séu nokkuð spenntir fyrir þessu þar sem við erum ekki í undanúrslitum á hverjum degi. Ég vona bara að fólk átti sig á því. Ef það kemur ekki á þennan leik þá veit ég ekki hvenær það ætti að koma. Við ætlum að sýna hvað við getum,“ segir Páll Viðar Gíslason þjálfari Þórs. Staða liðanna í deildinni er ólík. Eyjamenn eru í 3. sæti í toppbaráttunni en nýliðar Þórs berjast fyrir sæti sínu í 9. sæti deildarinnar. Liðin mættust á Þórsvelli í 6. umferð Pepsi-deildar og þá höfðu Þórsarar betur 2-1. „Þeir segjast örugglega ekki hafa verið með allan sinn mannskap og þar fram eftir götunum. Við erum ekkert að velta okkur upp úr því. Það er okkar lið sem við þurfum að vera með á hreinu og að allir séu í gírnum. Þeir eru alltaf með mjög sterkt lið sama hvernig þeir stilla upp.“ Eyjamenn hafa tapað mikilvægum stigum gegn liðum í neðri hluta deildarinnar í sumar, litlu liðunum títtnefndu. Páll Viðar segir Þórsara ekki hafa tíma til þess að pirra sig á svoleiðis umræðu. „Við værum ekki að gera neitt annað ef við værum að pirra okkur á því að vera lítið í sviðljósinu fyrir utan að vera nýliðar, lítið lið með ljótan völl og einbýlishús á vallarsvæðinu. Við værum þá uppteknir af allt öðrum hlutum en við ættum að vera,“ segir Páll Viðar. Páll Viðar var í liði KA sem tapaði í bikarúrslitunum árið 1992 gegn Val. Þá var Gunnar Már Guðmundsson í tapliði Fjölnis í úrslitum 2007 og 2008. Aðrir hafa ekki komist í bikarúrslit. Tryggvi Guðmundsson, leikmaður ÍBV, á góðar minningar úr bikarnum, þó ekki með ÍBV. Hann varð bikarmeistari með KR árið 1994 og með FH árið 2007. Hann var hins vegar í tapliði Eyjamanna 1996 og 1997. Þegar Eyjamenn unnu loks bikarinn 1998 var Tryggvi farinn í atvinnumennsku. „Menn eru vel stemmdir. Það er langt síðan við komumst í úrslit. Það er alltaf extra kikk í leikmönnum síðasta leik fyrir Þjóðhátíð hvort sem það er í deild eða bikar,“ segir Tryggvi. „Okkur langar svakalega mikið að hefna fyrir tapið fyrir norðan í deildinni. Það var svolítið sárt tap enda töldum við okkur eiga að fá meira út úr þeim leik,“ segir markaskorarinn sem gefur ekki mikið fyrir þá skoðun blaðamanns að meiri pressa sé á Eyjamönnum. „Þessi leikur snýst um það að komast í stóra úrslitaleikinn á Laugardalsvellinum. Ég veit ekkert hvort liðið er stærra eða minna. Þetta eru tvö góð fótboltalið, tvö úrvalsdeildarlið,“ segir Tryggvi. Allir leikmenn eru heilir hjá báðum liðum og enginn í leikbanni. Því er von á sterkustu liðum beggja félaga á Þórsvelli í kvöld Leikurinn hefst klukkan 19.15.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira