Ótrúleg velgengni spænsku landsliðanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. ágúst 2011 06:00 Spánverjar fagna heimsmeistaratitlinum sumarið 2010, einum af fjölmörgum sigrum landsliða Spánar á undanförnum árum. Nordic Photos/AFP Merkilegur viðsnúningur hefur átt sér stað í frammistöðu Spánverja á stórmótum í knattspyrnu undanfarin ár. Fyrir örfáum árum þótti jafnöruggt að Spánverjar myndu ekki standa undir væntingum á stórmótum og Englendingar. Þá er mikið sagt. Í kjölfarið á Evrópumeistaratitli sínum sumarið 2008 tóku hins vegar Spánverjar yfir alþjóðaknattspyrnu og virðast seint munu sleppa takinu. Frammistaða yngri landsliða Spánar gefur nefnilega til kynna að framtíðin sé afar björt. U21 árs landsliðið fór taplaust í gegnum Evrópukeppnina í Danmörku í sumar. Sigurinn var forsmekkurinn að mögnuðu sumri hjá yngri landsliðum Spánar. Kvennalandsliðið skipað leikmönnum 17 ára og yngri varð Evrópumeistari á sunnudag þar sem íslensku stelpurnar voru meðal annars yfirspilaðar af meisturunum. Sólarhring síðar var komið að karlalandsliðinu skipuðu leikmönnum 19 ára og yngri, sem lagði Tékka í dramatískum úrslitaleik. „Lykillinn að árangrinum er starfið sem knattspyrnusamband Spánar vinnur um allt landið,“ sagði Ginés Meléndez, þjálfari 19 ára landsliðs Spánar, eftir sigur sinna manna á mánudag. „Við fáum leikmennina þegar þeir eru 15 ára. Þeim er kennt að vinna innan ákveðins ramma sem breytist ekki þótt þeir flytjist á milli aldursflokka. Ramminn er sá sami allt upp í A-landsliðið,“ sagði Meléndez. Sigurinn var sá fimmti í Evrópukeppni 19 ára karlalandsliða á tíu árum. Árið 2002 mættu Spánverjar jafnöldrum sínum frá Þýskalandi í úrslitaleik keppninnar. Fernando Torres skoraði eina mark úrslitaleiksins á Ullevaal-leikvanginum í Osló. Sex árum eldri, sumarið 2008, var Torres aftur úrslitavaldurinn þegar hann skoraði sigurmarkið í Evrópukeppni A-landsliða. Aftur lágu Þjóðverjar í valnum. Spánverjar höfðu ekki unnið stórmót í knattspyrnu síðan á Evrópumótinu 1964. Með heimsmeistaratitlinum 2010, sínum fyrsta, staðfesti spænska landsliðið yfirburði sína á knattspyrnuvellinum. Landsliðsþjálfarinn Vincente del Bosque er þó alls ekki saddur. „Það er frábært að minnast sigra og fagna þeim en á sama tíma verðum við að undirbúa okkur fyrir framtíðina,“ segir del Bosque, en fram undan er Evrópukeppni landsliða 2012.Hann segir árangur A-landsliðsins enga tilviljun. „Leikmennirnir sem við höfum úr að velja koma í A-landsliðið meðvitaðir um hvernig þeir eiga að spila,“ segir del Bosque. Hvergi er veikan blett að finna á Spánverjum þegar knattspyrna er annars vegar. Barcelona hefur borið höfuð og herðar yfir önnur félagslið undanfarin ár. Til marks um það hefur liðið staðið uppi sem sigurvegari í Meistaradeild Evrópu þrisvar á síðustu sex árum. Spánverjar virðast meira að segja fremstir meðal jafningja í innanhússknattspyrnu, futsal. Karlalandsliðið er ríkjandi Evrópumeistari og silfurverðlaunahafi á síðasta heimsmeistaramóti. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins Sjá meira
Merkilegur viðsnúningur hefur átt sér stað í frammistöðu Spánverja á stórmótum í knattspyrnu undanfarin ár. Fyrir örfáum árum þótti jafnöruggt að Spánverjar myndu ekki standa undir væntingum á stórmótum og Englendingar. Þá er mikið sagt. Í kjölfarið á Evrópumeistaratitli sínum sumarið 2008 tóku hins vegar Spánverjar yfir alþjóðaknattspyrnu og virðast seint munu sleppa takinu. Frammistaða yngri landsliða Spánar gefur nefnilega til kynna að framtíðin sé afar björt. U21 árs landsliðið fór taplaust í gegnum Evrópukeppnina í Danmörku í sumar. Sigurinn var forsmekkurinn að mögnuðu sumri hjá yngri landsliðum Spánar. Kvennalandsliðið skipað leikmönnum 17 ára og yngri varð Evrópumeistari á sunnudag þar sem íslensku stelpurnar voru meðal annars yfirspilaðar af meisturunum. Sólarhring síðar var komið að karlalandsliðinu skipuðu leikmönnum 19 ára og yngri, sem lagði Tékka í dramatískum úrslitaleik. „Lykillinn að árangrinum er starfið sem knattspyrnusamband Spánar vinnur um allt landið,“ sagði Ginés Meléndez, þjálfari 19 ára landsliðs Spánar, eftir sigur sinna manna á mánudag. „Við fáum leikmennina þegar þeir eru 15 ára. Þeim er kennt að vinna innan ákveðins ramma sem breytist ekki þótt þeir flytjist á milli aldursflokka. Ramminn er sá sami allt upp í A-landsliðið,“ sagði Meléndez. Sigurinn var sá fimmti í Evrópukeppni 19 ára karlalandsliða á tíu árum. Árið 2002 mættu Spánverjar jafnöldrum sínum frá Þýskalandi í úrslitaleik keppninnar. Fernando Torres skoraði eina mark úrslitaleiksins á Ullevaal-leikvanginum í Osló. Sex árum eldri, sumarið 2008, var Torres aftur úrslitavaldurinn þegar hann skoraði sigurmarkið í Evrópukeppni A-landsliða. Aftur lágu Þjóðverjar í valnum. Spánverjar höfðu ekki unnið stórmót í knattspyrnu síðan á Evrópumótinu 1964. Með heimsmeistaratitlinum 2010, sínum fyrsta, staðfesti spænska landsliðið yfirburði sína á knattspyrnuvellinum. Landsliðsþjálfarinn Vincente del Bosque er þó alls ekki saddur. „Það er frábært að minnast sigra og fagna þeim en á sama tíma verðum við að undirbúa okkur fyrir framtíðina,“ segir del Bosque, en fram undan er Evrópukeppni landsliða 2012.Hann segir árangur A-landsliðsins enga tilviljun. „Leikmennirnir sem við höfum úr að velja koma í A-landsliðið meðvitaðir um hvernig þeir eiga að spila,“ segir del Bosque. Hvergi er veikan blett að finna á Spánverjum þegar knattspyrna er annars vegar. Barcelona hefur borið höfuð og herðar yfir önnur félagslið undanfarin ár. Til marks um það hefur liðið staðið uppi sem sigurvegari í Meistaradeild Evrópu þrisvar á síðustu sex árum. Spánverjar virðast meira að segja fremstir meðal jafningja í innanhússknattspyrnu, futsal. Karlalandsliðið er ríkjandi Evrópumeistari og silfurverðlaunahafi á síðasta heimsmeistaramóti.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins Sjá meira