Stjórnlagaráð – hvað næst ? Valgerður Bjarnadóttir alþingismaður skrifar 9. ágúst 2011 06:00 Í kjaftadálki Eyjunnar, Orðinu á götunni, var sagt frá því að stjórnlagaráðsfólki þyki lítið til um viðbrögð stjórnmálaflokkanna við tillögu ráðsins að nýrri stjórnarskrá. Eftir því sem ég hef orðið vör við hefur enginn stjórnmálaflokkanna brugðist við tillögunum. Miðað við þá skynsemi sem stjórnlagaráðið sýndi í vinnubrögðum sínum á ég bágt með að trúa að þau sem sæti áttu í ráðinu setji samasemmerki á milli allra stjórnmálaflokkanna í landinu og Þorsteins Pálssonar og dæmalausrar greinar hans í Fréttablaðinu um tillögu ráðsins. Ekki mundi mig þó undra ef stjórnlagaráðið hefði orðið fyrir vonbrigðum með fréttaflutning af því þegar ráðið skilaði tillögum sínum. Í því sambandi geri ég helst kröfu til Ríkisútvarpsins, en fréttafólkinu þar fannst markverðara að verslunarmannahelgin fór í hönd. Viðtöl við stráka á leið til Vestmannaeyja á Þjóðhátíð birtust á undan frásögnum af skilum stjórnlagaráðsins – það fréttamat var sannarlega með endemum. Stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar eiga alltaf að vanda sig. Í þessu stóra og mikilsverða máli er ekki síst nauðsyn á að þeir geri það. Eðli máls samkvæmt verða aldrei allir á eitt sáttir um hvernig stjórnarskráin á að vera – nema þá að við byggjum í Hálsaskógi, sem við gerum ekki. Nú þarf að huga að því hvernig haldið verður áfram með málið. Fyrst og fremst hlýtur að vera áríðandi að kynna tillögu stjórnlagaráðsins fyrir fólkinu í landinu. Síðan þarf að kanna hug fólksins til tillögunnar. Hvernig er best að standa að þessu, það þarf að íhuga rækilega. Einhverjir stjórnlagaráðsmenn hafa haft á orði að kannski ætti ráðið að koma saman aftur þegar málið hefur verið kynnt og viðbrögð hafa komið við tillögunni. Er skynsamlegt að fara þá leið ? Eða á einfaldlega að bera tillöguna undir þjóðina eins og hún er núna eftir að hún hefur verið kynnt. Þarf meirihluti þjóðarinnar að greiða atvæði um tillöguna? Ótal fleiri spurningar munu vakna þegar til kasta Alþingis kemur um áframhald málsins. Hvort heldur okkur líkar betur eða verr á Alþingi lokaorðið um hvernig öllu þessu verður háttað. Það á við bæði um innihald og umgjörð. Stjórnlagaráðið hefur lagt til innihaldið, okkar á þinginu er að gera umgjörðina þannig að niðurstaðan verði sú sem flestir geta sætt sig við. Vonandi tekst okkur sem þar sitjum að taka okkur vinnubrögð stjórnlagaráðsins til fyrirmyndar og vinna af kostgæfni og æsingalaust að framhaldi málsins. Þá ósk á ég reyndar um öll störf þingsins enn ekki bara þetta eina áríðandi mál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í kjaftadálki Eyjunnar, Orðinu á götunni, var sagt frá því að stjórnlagaráðsfólki þyki lítið til um viðbrögð stjórnmálaflokkanna við tillögu ráðsins að nýrri stjórnarskrá. Eftir því sem ég hef orðið vör við hefur enginn stjórnmálaflokkanna brugðist við tillögunum. Miðað við þá skynsemi sem stjórnlagaráðið sýndi í vinnubrögðum sínum á ég bágt með að trúa að þau sem sæti áttu í ráðinu setji samasemmerki á milli allra stjórnmálaflokkanna í landinu og Þorsteins Pálssonar og dæmalausrar greinar hans í Fréttablaðinu um tillögu ráðsins. Ekki mundi mig þó undra ef stjórnlagaráðið hefði orðið fyrir vonbrigðum með fréttaflutning af því þegar ráðið skilaði tillögum sínum. Í því sambandi geri ég helst kröfu til Ríkisútvarpsins, en fréttafólkinu þar fannst markverðara að verslunarmannahelgin fór í hönd. Viðtöl við stráka á leið til Vestmannaeyja á Þjóðhátíð birtust á undan frásögnum af skilum stjórnlagaráðsins – það fréttamat var sannarlega með endemum. Stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar eiga alltaf að vanda sig. Í þessu stóra og mikilsverða máli er ekki síst nauðsyn á að þeir geri það. Eðli máls samkvæmt verða aldrei allir á eitt sáttir um hvernig stjórnarskráin á að vera – nema þá að við byggjum í Hálsaskógi, sem við gerum ekki. Nú þarf að huga að því hvernig haldið verður áfram með málið. Fyrst og fremst hlýtur að vera áríðandi að kynna tillögu stjórnlagaráðsins fyrir fólkinu í landinu. Síðan þarf að kanna hug fólksins til tillögunnar. Hvernig er best að standa að þessu, það þarf að íhuga rækilega. Einhverjir stjórnlagaráðsmenn hafa haft á orði að kannski ætti ráðið að koma saman aftur þegar málið hefur verið kynnt og viðbrögð hafa komið við tillögunni. Er skynsamlegt að fara þá leið ? Eða á einfaldlega að bera tillöguna undir þjóðina eins og hún er núna eftir að hún hefur verið kynnt. Þarf meirihluti þjóðarinnar að greiða atvæði um tillöguna? Ótal fleiri spurningar munu vakna þegar til kasta Alþingis kemur um áframhald málsins. Hvort heldur okkur líkar betur eða verr á Alþingi lokaorðið um hvernig öllu þessu verður háttað. Það á við bæði um innihald og umgjörð. Stjórnlagaráðið hefur lagt til innihaldið, okkar á þinginu er að gera umgjörðina þannig að niðurstaðan verði sú sem flestir geta sætt sig við. Vonandi tekst okkur sem þar sitjum að taka okkur vinnubrögð stjórnlagaráðsins til fyrirmyndar og vinna af kostgæfni og æsingalaust að framhaldi málsins. Þá ósk á ég reyndar um öll störf þingsins enn ekki bara þetta eina áríðandi mál.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun