Áfram leikskólakennarar! Guðný Hrund Rúnarsdóttir skrifar 20. ágúst 2011 06:00 Börn eru blessun heimsins. Allt sem lýtur að velferð þeirra og lífshamingju hlýtur að koma okkur við.“ (Vigdís Finnbogadóttir). Börnin okkar eru það dýrmætasta sem við eigum og við viljum aðeins það besta fyrir þau. Leikskólakennarar og aðrir starfsmenn innan leikskólanna vinna mikið ábyrgðarstarf, það vitum við öll sem eigum börn. Leikskólar eru ekki geymslukassar fyrir börnin okkar þar sem markmiðið er að „geyma“ börnin meðan við foreldrar sinnum vinnu okkar. Leikskólar eru ákveðið samfélag þar sem litlir einstaklingar ráða ríkjum en leikskólakennarar hafa ákveðna sérþekkingu á því hvernig byggja megi upp leikskólasamfélag þar sem þarfir barnanna eru hafðar í fyrirrúmi. Á leikskólum er unnið út frá hugmyndafræðilegum bakgrunni sem hver leikskóli vinnur út frá en börnin okkar fá að þroskast og dafna út frá leiknum. Störf leikskólakennara eru mikilvæg, mjög mikilvæg. Við leggjum traust okkar á starfsmenn leikskólanna, við treystum þeim fyrir sólargeislunum í lífi okkar. Við vitum að það er unnið metnaðarfullt starf á leikskólunum en leikskólakennarar hafa menntað sig til þess að byggja upp kærleiksríkt leikskólasamfélag þar sem börnin okkar fá að þroskast og dafna í. Verðmætin sem leikskólakennarar hafa í höndunum eru börnin okkar og því er þetta starf afskaplega dýrmætt. Verðmiðinn á starfinu er því miður ekki í samræmi við þá menntun sem starfið krefst og þá ábyrgð sem lögð er á herðar leikskólakennara og annarra starfsmanna innan leikskólanna. Ef starf snýst um peninga þá hækkar verðmiðinn á starfinu en ef ég hef barn í höndunum þá lækkar verðmiðinn. Laun leikskólakennara eru til skammar, það er alveg ljóst. Þeir eiga langt í land með að fá þau laun sem samræmast þeirra menntun og ábyrgð. Núna eru þeir að berjast fyrir litlu skrefi í átt að því sem þeir eiga skilið að fá fyrir starf sitt. Ég styð leikskólakennara í baráttu sinni og ég vona að aðrir foreldrar geri slíkt hið sama því við vitum öll hvar verðmætin í samfélaginu er að finna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Börn eru blessun heimsins. Allt sem lýtur að velferð þeirra og lífshamingju hlýtur að koma okkur við.“ (Vigdís Finnbogadóttir). Börnin okkar eru það dýrmætasta sem við eigum og við viljum aðeins það besta fyrir þau. Leikskólakennarar og aðrir starfsmenn innan leikskólanna vinna mikið ábyrgðarstarf, það vitum við öll sem eigum börn. Leikskólar eru ekki geymslukassar fyrir börnin okkar þar sem markmiðið er að „geyma“ börnin meðan við foreldrar sinnum vinnu okkar. Leikskólar eru ákveðið samfélag þar sem litlir einstaklingar ráða ríkjum en leikskólakennarar hafa ákveðna sérþekkingu á því hvernig byggja megi upp leikskólasamfélag þar sem þarfir barnanna eru hafðar í fyrirrúmi. Á leikskólum er unnið út frá hugmyndafræðilegum bakgrunni sem hver leikskóli vinnur út frá en börnin okkar fá að þroskast og dafna út frá leiknum. Störf leikskólakennara eru mikilvæg, mjög mikilvæg. Við leggjum traust okkar á starfsmenn leikskólanna, við treystum þeim fyrir sólargeislunum í lífi okkar. Við vitum að það er unnið metnaðarfullt starf á leikskólunum en leikskólakennarar hafa menntað sig til þess að byggja upp kærleiksríkt leikskólasamfélag þar sem börnin okkar fá að þroskast og dafna í. Verðmætin sem leikskólakennarar hafa í höndunum eru börnin okkar og því er þetta starf afskaplega dýrmætt. Verðmiðinn á starfinu er því miður ekki í samræmi við þá menntun sem starfið krefst og þá ábyrgð sem lögð er á herðar leikskólakennara og annarra starfsmanna innan leikskólanna. Ef starf snýst um peninga þá hækkar verðmiðinn á starfinu en ef ég hef barn í höndunum þá lækkar verðmiðinn. Laun leikskólakennara eru til skammar, það er alveg ljóst. Þeir eiga langt í land með að fá þau laun sem samræmast þeirra menntun og ábyrgð. Núna eru þeir að berjast fyrir litlu skrefi í átt að því sem þeir eiga skilið að fá fyrir starf sitt. Ég styð leikskólakennara í baráttu sinni og ég vona að aðrir foreldrar geri slíkt hið sama því við vitum öll hvar verðmætin í samfélaginu er að finna.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar