Áttu heima heima hjá þér að mati skattyfirvalda? Teitur Björn Einarsson skrifar 20. ágúst 2011 06:00 Þeir skattgreiðendur sem greitt hafa vaxtagjöld af lánum, sem tekin hafa verið vegna kaupa eða byggingar á íbúðarhúsnæði til eigin nota, hafa vafalaust í einhverjum mæli fengið endurgreiðslu frá ríkisvaldinu í formi vaxtabóta. Vaxtabætur til einstaklinga eru misháar, enda taka þær mið af efnahag og fjölskyldustöðu hvers framteljanda fyrir sig. Í ljósi þess hefur einhver hluti íbúðareigenda með tekjur yfir viðmiðunarmörkum réttilega ekki fengið vaxtabætur. Þeir skattgreiðendur sem greitt hafa vaxtagjöld af lánum, sem tekin hafa verið vegna kaupa eða byggingar á íbúðarhúsnæði til eigin nota, hafa vafalaust í einhverjum mæli fengið endurgreiðslu frá ríkisvaldinu í formi vaxtabóta. Vaxtabætur til einstaklinga eru misháar, enda taka þær mið af efnahag og fjölskyldustöðu hvers framteljanda fyrir sig. Í ljósi þess hefur einhver hluti íbúðareigenda með tekjur yfir viðmiðunarmörkum réttilega ekki fengið vaxtabætur. Eitt af skilyrðum þess að fá greiddar vaxtabætur er að vaxtagjöldin af lánunum séu vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Það skilyrði virðist einfalt, og er svo í flestum tilvikum, en getur stundum verið matskennt og óljóst. Í reglugerð um greiðslu vaxtabóta, nr. 990/2001, eru eigin not íbúðar skilgreind sem svo að húsnæðið sé nýtt til íbúðar af eiganda þess sjálfum. Svo segir að sérstakar tímabundnar aðstæður, sem valdi því að eigandi íbúðarhúsnæðis geti ekki sjálfur nýtt það til íbúðar, leiði þó ekki til þess að hann missi rétt til vaxtabóta, ef líklegt sé að hann muni innan ákveðins tíma taka húsnæðið aftur til eign nota. Þetta krefst frekari skýringar. Einfalt dæmi væri að eigandi íbúðar, sem ákveður að leigja hana út og leigja sjálfur aðra íbúð, ætti ekki rétt á vaxtabótum vegna afborgana lána af íbúðinni þar sem hún er þá ekki nýtt til eigin nota. En eigandi íbúðar sem sökum náms, veikinda eða atvinnuþarfa þarf að búa annars staðar um nokkurt skeið á rétt á vaxtabótum ef um er að ræða tímabundnar aðstæður og líklegt er að hann taki húsnæðið sitt aftur til eigin nota innan ákveðins tíma. Þannig á eigandi íbúðar í Búðardal sem stundar nám á Akureyri rétt á vaxtabótum meðan á náminu stendur ef honum tekst að sannfæra skattyfirvöld um að líklegt sé að hann komi heim að námi loknu. Ef maður á tvær íbúðir er meginreglan sú að vaxtabætur eru einungis greiddar út með annarri íbúðinni, þeirri sem telst vera nýtt til eigin nota. Í úrskurði yfirskattanefndar, nr. 8/2010, kom fram að hjón sem sögðust halda tvö heimili, annað á landsbyggðinni og hitt í Reykjavík vegna náms og atvinnuþarfa, ættu ekki rétt á vaxtabótum vegna húsnæðisins í Reykjavík þar sem það gæti ekki talist vera eigin not íbúðar. Svipað var uppi á teningnum í öðrum nýlegum úrskurði yfirskattanefndar, nr. 304/2010. Þar kom fram að skráning lögheimilis hefði verulega þýðingu þegar meta þyrfti hvar eigandi tveggja íbúða teldist hafa aðaldvalarstað eða fasta búsetu. Í tilvikum sem þessum þurfa skattgreiðendur að athuga hvort undanþágureglan frá vaxtabótum af einungis einni íbúð eigi við. Árið 2009 var 5. gr. reglugerðar um greiðslu vaxtabóta breytt á þann veg að maður getur átt rétt á vaxtabótum vegna húsnæðis í byggingu eða kaupa á eldra húsnæði sem þarfnast endurbóta í beinu framhaldi af kaupunum þrátt fyrir að eiga aðra íbúð til eigin nota. Þá segir að maður geti átt rétt á vaxtabótum vegna tímabundins eignarhalds á tveimur íbúðum þar sem sala annarrar þeirra reynist ómöguleg vegna óvenjulegra aðstæðna á fasteignamarkaði. Þessi undanþáguheimild mun gilda í allt að þrjú ár og heimilt er að leigja út aðra íbúðina án þess að réttur til vaxtabóta skerðist. Matskenndar reglur vaxtabóta í tekjuskattslögum valda því að einhverjir skattgreiðendur eru í vafa um hvort skattyfirvöld hafi lagt á réttan skatt með hliðsjón af rétti til vaxtabóta. Við svo búið er full ástæða fyrir skattgreiðendur að aðgæta álagningarseðlana og ganga úr skugga um að réttri skattfjárhæð hafi verið goldið til ríkisins. Kærufrestur rennur út 24. ágúst næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Þeir skattgreiðendur sem greitt hafa vaxtagjöld af lánum, sem tekin hafa verið vegna kaupa eða byggingar á íbúðarhúsnæði til eigin nota, hafa vafalaust í einhverjum mæli fengið endurgreiðslu frá ríkisvaldinu í formi vaxtabóta. Vaxtabætur til einstaklinga eru misháar, enda taka þær mið af efnahag og fjölskyldustöðu hvers framteljanda fyrir sig. Í ljósi þess hefur einhver hluti íbúðareigenda með tekjur yfir viðmiðunarmörkum réttilega ekki fengið vaxtabætur. Þeir skattgreiðendur sem greitt hafa vaxtagjöld af lánum, sem tekin hafa verið vegna kaupa eða byggingar á íbúðarhúsnæði til eigin nota, hafa vafalaust í einhverjum mæli fengið endurgreiðslu frá ríkisvaldinu í formi vaxtabóta. Vaxtabætur til einstaklinga eru misháar, enda taka þær mið af efnahag og fjölskyldustöðu hvers framteljanda fyrir sig. Í ljósi þess hefur einhver hluti íbúðareigenda með tekjur yfir viðmiðunarmörkum réttilega ekki fengið vaxtabætur. Eitt af skilyrðum þess að fá greiddar vaxtabætur er að vaxtagjöldin af lánunum séu vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Það skilyrði virðist einfalt, og er svo í flestum tilvikum, en getur stundum verið matskennt og óljóst. Í reglugerð um greiðslu vaxtabóta, nr. 990/2001, eru eigin not íbúðar skilgreind sem svo að húsnæðið sé nýtt til íbúðar af eiganda þess sjálfum. Svo segir að sérstakar tímabundnar aðstæður, sem valdi því að eigandi íbúðarhúsnæðis geti ekki sjálfur nýtt það til íbúðar, leiði þó ekki til þess að hann missi rétt til vaxtabóta, ef líklegt sé að hann muni innan ákveðins tíma taka húsnæðið aftur til eign nota. Þetta krefst frekari skýringar. Einfalt dæmi væri að eigandi íbúðar, sem ákveður að leigja hana út og leigja sjálfur aðra íbúð, ætti ekki rétt á vaxtabótum vegna afborgana lána af íbúðinni þar sem hún er þá ekki nýtt til eigin nota. En eigandi íbúðar sem sökum náms, veikinda eða atvinnuþarfa þarf að búa annars staðar um nokkurt skeið á rétt á vaxtabótum ef um er að ræða tímabundnar aðstæður og líklegt er að hann taki húsnæðið sitt aftur til eigin nota innan ákveðins tíma. Þannig á eigandi íbúðar í Búðardal sem stundar nám á Akureyri rétt á vaxtabótum meðan á náminu stendur ef honum tekst að sannfæra skattyfirvöld um að líklegt sé að hann komi heim að námi loknu. Ef maður á tvær íbúðir er meginreglan sú að vaxtabætur eru einungis greiddar út með annarri íbúðinni, þeirri sem telst vera nýtt til eigin nota. Í úrskurði yfirskattanefndar, nr. 8/2010, kom fram að hjón sem sögðust halda tvö heimili, annað á landsbyggðinni og hitt í Reykjavík vegna náms og atvinnuþarfa, ættu ekki rétt á vaxtabótum vegna húsnæðisins í Reykjavík þar sem það gæti ekki talist vera eigin not íbúðar. Svipað var uppi á teningnum í öðrum nýlegum úrskurði yfirskattanefndar, nr. 304/2010. Þar kom fram að skráning lögheimilis hefði verulega þýðingu þegar meta þyrfti hvar eigandi tveggja íbúða teldist hafa aðaldvalarstað eða fasta búsetu. Í tilvikum sem þessum þurfa skattgreiðendur að athuga hvort undanþágureglan frá vaxtabótum af einungis einni íbúð eigi við. Árið 2009 var 5. gr. reglugerðar um greiðslu vaxtabóta breytt á þann veg að maður getur átt rétt á vaxtabótum vegna húsnæðis í byggingu eða kaupa á eldra húsnæði sem þarfnast endurbóta í beinu framhaldi af kaupunum þrátt fyrir að eiga aðra íbúð til eigin nota. Þá segir að maður geti átt rétt á vaxtabótum vegna tímabundins eignarhalds á tveimur íbúðum þar sem sala annarrar þeirra reynist ómöguleg vegna óvenjulegra aðstæðna á fasteignamarkaði. Þessi undanþáguheimild mun gilda í allt að þrjú ár og heimilt er að leigja út aðra íbúðina án þess að réttur til vaxtabóta skerðist. Matskenndar reglur vaxtabóta í tekjuskattslögum valda því að einhverjir skattgreiðendur eru í vafa um hvort skattyfirvöld hafi lagt á réttan skatt með hliðsjón af rétti til vaxtabóta. Við svo búið er full ástæða fyrir skattgreiðendur að aðgæta álagningarseðlana og ganga úr skugga um að réttri skattfjárhæð hafi verið goldið til ríkisins. Kærufrestur rennur út 24. ágúst næstkomandi.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun