Aðgerðir til bjargar gjaldþrota fjármálafyrirtækjum Hákon Hrafn Sigurðsson skrifar 23. ágúst 2011 06:00 Eftirfarandi símtal fór líklega fram skömmu eftir að hin glæsilega norræna bankavelferðarstjórn tók við völdum. SFF: Sæll, er ekki öruggt að við fáum íbúðalánin til okkar og lán til lítilla fyrirtækja? Við lánuðum eigendum okkar, tengdum aðilum og stórfyrirtækjum gríðarlegar upphæðir og yfirleitt án veða og þetta verðum við auðvitað að afskrifa og afhenda sömu aðilum aftur, skuldlaust. Ef við fáum ekki íbúðalánin þá höfum við engin lán til að innheimta. X: Jú, en þarf ekki að afskrifa eitthvað af þeim líka? SFF: Nei, nei, vinur minn. Þið segið bara að það kosti skattborgarana svo mikið, þá þegja allir. Ef það verða einhver meiriháttar mótmæli þá getum við sett upp eitthvert leikrit til bjargar heimilunum en fáum lífeyrissjóðina aftur með okkur í dæmið. Við plötuðum þá alveg ægilega í gjaldmiðlaskiptasamningunum. Þeir mega ekki afskrifa neitt og við segjumst bara vilja afskrifa fullt ef lífeyrissjóðirnir gera það líka og helst Íbúðalánasjóður og Lánasjóður námsmanna líka. X: Ha, Íbúðalánasjóður og LÍN líka? En það kostar okkur peninga. SFF: Hættu þessu væli, skilur þú ekki hvað ég er að segja. Enginn okkar þarf að afskrifa neitt nema það sem verður fullreynt að innheimta og viðkomandi er orðinn gjaldþrota. Allt hitt verður auðvitað innheimt í botn og rúmlega það. Þið sjáið síðan um að halda stýrivöxtum háum þannig að við fáum nóg af rjóma með. Það fattar enginn að stýrivextir eru miklu lægri allt í kringum okkur. X: Þannig að við þurfum ekkert að borga? SFF: Akkúrat, þetta kostar ykkur ekkert. Það eina sem þið þurfið að gera er að skera duglega niður heilbrigðisþjónustu, löggæslu og menntastofnanir. Ef þú getur látið reka nokkra lækna og kennara þá erum við tilbúnir að láta reka fáeina láglauna þjónustufulltrúa til að sýna lit. Við gætum þá jafnvel hækkað launin okkar í leiðinni til að viðhalda ofurlaununum. X: En hvað eiga allir þessir starfsmenn í bönkunum að starfa við? SFF: Við látum þá bara leika sér með nokkur gjaldþrota fyrirtæki og stunda harða samkeppni við þau fyrirtæki sem ekki fóru á hausinn í hruninu, athugum hvað þau þrauka lengi áður en þau lenda hjá okkur líka. Aðalatriðið er að partíið geti haldið áfram hjá okkur. X: Öh, en erlendu ólöglegu lánin sem þið veittuð fólki og tókuð svo stöðu gegn krónunni? SFF: Ef svo ólíklega vill til að dómarar landsins geti dæmt rétt þá ætla Ingvi Örn og Árni Páll að sjá um það fyrir okkur með því að breyta vaxtalögunum afturvirkt. Við látum Gylfa bara í frontinn fyrst en hendum honum svo aftur í kennsluna. Álfheiður tekur svo frumvarpið og keyrir það út úr efnahags- og skattanefnd, hún vill ekki að kallinn sinn missi vinnuna hjá Lýsingu. Við tökum bara dæmi um lán sem er ekki til og látum það lækka mikið. Það samþykkja það allir og svo hækkum við bara vextina og búmm, málið er dautt. X: Já en… SFF: Flott, ég vissi alltaf að þú værir okkar maður þó að þú öskraðir þig stundum rauðan í þinginu gegn okkur hérna í denn. Það var flott hjá þér og nú fattar enginn neitt. Haltu svo Lilju fyrir utan þetta. Bæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Sjá meira
Eftirfarandi símtal fór líklega fram skömmu eftir að hin glæsilega norræna bankavelferðarstjórn tók við völdum. SFF: Sæll, er ekki öruggt að við fáum íbúðalánin til okkar og lán til lítilla fyrirtækja? Við lánuðum eigendum okkar, tengdum aðilum og stórfyrirtækjum gríðarlegar upphæðir og yfirleitt án veða og þetta verðum við auðvitað að afskrifa og afhenda sömu aðilum aftur, skuldlaust. Ef við fáum ekki íbúðalánin þá höfum við engin lán til að innheimta. X: Jú, en þarf ekki að afskrifa eitthvað af þeim líka? SFF: Nei, nei, vinur minn. Þið segið bara að það kosti skattborgarana svo mikið, þá þegja allir. Ef það verða einhver meiriháttar mótmæli þá getum við sett upp eitthvert leikrit til bjargar heimilunum en fáum lífeyrissjóðina aftur með okkur í dæmið. Við plötuðum þá alveg ægilega í gjaldmiðlaskiptasamningunum. Þeir mega ekki afskrifa neitt og við segjumst bara vilja afskrifa fullt ef lífeyrissjóðirnir gera það líka og helst Íbúðalánasjóður og Lánasjóður námsmanna líka. X: Ha, Íbúðalánasjóður og LÍN líka? En það kostar okkur peninga. SFF: Hættu þessu væli, skilur þú ekki hvað ég er að segja. Enginn okkar þarf að afskrifa neitt nema það sem verður fullreynt að innheimta og viðkomandi er orðinn gjaldþrota. Allt hitt verður auðvitað innheimt í botn og rúmlega það. Þið sjáið síðan um að halda stýrivöxtum háum þannig að við fáum nóg af rjóma með. Það fattar enginn að stýrivextir eru miklu lægri allt í kringum okkur. X: Þannig að við þurfum ekkert að borga? SFF: Akkúrat, þetta kostar ykkur ekkert. Það eina sem þið þurfið að gera er að skera duglega niður heilbrigðisþjónustu, löggæslu og menntastofnanir. Ef þú getur látið reka nokkra lækna og kennara þá erum við tilbúnir að láta reka fáeina láglauna þjónustufulltrúa til að sýna lit. Við gætum þá jafnvel hækkað launin okkar í leiðinni til að viðhalda ofurlaununum. X: En hvað eiga allir þessir starfsmenn í bönkunum að starfa við? SFF: Við látum þá bara leika sér með nokkur gjaldþrota fyrirtæki og stunda harða samkeppni við þau fyrirtæki sem ekki fóru á hausinn í hruninu, athugum hvað þau þrauka lengi áður en þau lenda hjá okkur líka. Aðalatriðið er að partíið geti haldið áfram hjá okkur. X: Öh, en erlendu ólöglegu lánin sem þið veittuð fólki og tókuð svo stöðu gegn krónunni? SFF: Ef svo ólíklega vill til að dómarar landsins geti dæmt rétt þá ætla Ingvi Örn og Árni Páll að sjá um það fyrir okkur með því að breyta vaxtalögunum afturvirkt. Við látum Gylfa bara í frontinn fyrst en hendum honum svo aftur í kennsluna. Álfheiður tekur svo frumvarpið og keyrir það út úr efnahags- og skattanefnd, hún vill ekki að kallinn sinn missi vinnuna hjá Lýsingu. Við tökum bara dæmi um lán sem er ekki til og látum það lækka mikið. Það samþykkja það allir og svo hækkum við bara vextina og búmm, málið er dautt. X: Já en… SFF: Flott, ég vissi alltaf að þú værir okkar maður þó að þú öskraðir þig stundum rauðan í þinginu gegn okkur hérna í denn. Það var flott hjá þér og nú fattar enginn neitt. Haltu svo Lilju fyrir utan þetta. Bæ.
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun