Kindarleg umræða um landbúnað Ingimundur Bergmann skrifar 24. ágúst 2011 06:00 Allmikil umræða hefur að undanförnu farið fram um málefni landbúnaðarins. Umfjöllun Þórólfs Mattíassonar prófessors um landbúnaðarkerfið, sem fram kom eftir að sauðfjárbændur lögðu til að viðmiðunarverð á lambakjöti yrði hækkað um 25%, hefur átt sinn þátt í því. Verð á lambakjöti kemur ekki allt fram við búðarborðið og ekki liggur fyrir hve mikið það þyrfti að hækka til að þokkalega lífvænlegt yrði að stunda framleiðsluna, en örugglega umtalsvert meira en það sem sauðfjárbændur lögðu til. Sauðkindin er ekki afurðamikil skepna og því verður lambakjötsverð að vera hátt, enda varan eftirsótt og af flestum talin hátíðar- og hágæðafæða. Styrkir og lausagangaStyrkjakerfi landbúnaðarins, einkum það sem að sauðfjárræktinni snýr, hefur verið gagnrýnt og er það eðlilegt, þar sem tæplega er það svo, að búið sé að finna hina fullkomnu lausn í því efni og ef til vill er sá tími liðinn að þjóðin sætti sig við að framleiðslu á matvörum sé haldið uppi með styrkjum, höftum og millifærslum. Gildir þá einu hvort um er að ræða beingreiðslur, gæðastýringarálag, innflutningstolla eða framlög einstaklinga og hins opinbera til girðingaframkvæmda. Svo sem kunnugt er, gengur sauðfé á Íslandi laust og óheft um þær lendur sem því sýnist í langflestum tilfellum og eigendur sauðfjár virðast enga ábyrgð bera á því tjóni sem fénaður þeirra veldur öðrum. Fjárheldar girðingar kosta mikla fjármuni, svo augljóst er að þar liggur mikið ómetið framlag til búgreinarinnar. Framlag kemur frá hinu opinbera en einnig þeim sem eru að reyna að verja eigur sínar og ræktun fyrir ágangi sauðkinda, sem enginn virðist bera ábyrgð á. Framlagið til gæðastýringar, sem talið var upp hér að framan, er svo eitt ómerkilegasta fyrirbrigðið í þessum styrkjaskógi, því upplýst er (m.a. í nýjasta tölublaði Bændablaðsins) að það hefur lítið sem ekkert með gæðastýringu að gera. Þrátt fyrir það sem hér hefur verið rakið um styrki og framlög af ýmsu tagi, þá er flestum ljóst að sauðfjárbændur eru ekki að flá feitan gölt og ekki ólíklegt að þeir séu einna verst settir allra bænda hvað tekjur af starfsemi þeirra varðar. Því hlýtur að vera ljóst að finna verður ný úrræði. Finna nýjar leiðir til að tryggja þeim sem sauðfjárrækt stunda þokkalega afkomu og ekki síður góða sátt við samfélagið. Aðferð Bændasamtakanna að telja sér og reyna að telja öðrum trú um, að hér og nú, sé lifað í besta og fullkomnasta heimi allra heima gengur vitanlega ekki. HagfræðiÍ Bændablaðinu sem út kom þann 7. júlí 2011 má lesa – í leiðara – eftirfarandi: „Innfluttur matur hefur hækkað um 62% en innlend búvara hækkaði ekki nema um 20%.“ Og síðar: „…tollvernd [þ.e. ísl. kjötframleiðslu] verndar kaupmátt fólks…“ (!). Séu þessar tölur réttar, sem settar eru fram af HB (Haraldi Benediktssyni, formanni Bændasamtakanna?), þá sýna þær ljóslega hve illa hefur til tekist að tryggja stöðu bænda í því ölduróti sem gengið hefur yfir íslenskt samfélag undanfarin ár. Hvernig tollverndin virkar á þennan hátt, er hins vegar algjörlega óupplýst. Spennandi verður að fá þær útskýringar sem til þarf til að skilja megi kenninguna, sem samkvæmt þessu, hefur tryggt neytendum ódýrar landbúnaðarvörur, meðan bændur sitja eftir með sárt ennið, horfandi á eignir sínar rýrna og tekjur lækka. Bændur eru neytendur jafnt og aðrir þegnar þessa lands. Því er algjörlega óumflýjanlegt að útskýrt verði hvernig tollun af þessu tagi tryggir hag neytenda. Ef rétt reynist, þá er sjálfgefið að taka verður upp harða tollastefnu á sem flestum sviðum, sérstaklega þegar framleidd er íslensk vara sambærileg þeirri sem tolluð er! ESB-fælninEkki er furða þó bændaforystan berji sér á brjóst og þykist hafa gott gert og neiti alfarið að horfast í augu við að komið sé að því að stokka þurfi kerfið upp. Bændur hafa, svo dæmi sé tekið, horft á forystuna ausa fjármunum í pólitísk öfgasamtök eins og „Heimsýn“ svo ekki sé nú minnst á nýlega bókaútgáfu um ESB, meðan raunverulegir hagsmunir stéttarinnar eru látnir sitja á hakanum. Ísland hefur sótt um inngöngu í Evrópusambandið og hafnar eru samningaviðræður þar um. Hvort af inngöngu verður eða ekki, ræðst fyrst og fremst af því hvort viðunandi samningur við sambandið næst. Bændasamtökin hafa hafnað þátttöku í því ferli og feta þar í spor Jóns Bjarnasonar landbúnaðarráðherra. Eitt er að stjórnmálamaður leyfi sér að hafa trú, sem gengur framar þjóðarhagsmunum, en að Bændasamtökin geri slíkt er með öllu ólíðandi, þeim ber að gæta hagsmuna umbjóðenda sinna, hvort sem af inngöngu í Evrópusambandið verður eða ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Allmikil umræða hefur að undanförnu farið fram um málefni landbúnaðarins. Umfjöllun Þórólfs Mattíassonar prófessors um landbúnaðarkerfið, sem fram kom eftir að sauðfjárbændur lögðu til að viðmiðunarverð á lambakjöti yrði hækkað um 25%, hefur átt sinn þátt í því. Verð á lambakjöti kemur ekki allt fram við búðarborðið og ekki liggur fyrir hve mikið það þyrfti að hækka til að þokkalega lífvænlegt yrði að stunda framleiðsluna, en örugglega umtalsvert meira en það sem sauðfjárbændur lögðu til. Sauðkindin er ekki afurðamikil skepna og því verður lambakjötsverð að vera hátt, enda varan eftirsótt og af flestum talin hátíðar- og hágæðafæða. Styrkir og lausagangaStyrkjakerfi landbúnaðarins, einkum það sem að sauðfjárræktinni snýr, hefur verið gagnrýnt og er það eðlilegt, þar sem tæplega er það svo, að búið sé að finna hina fullkomnu lausn í því efni og ef til vill er sá tími liðinn að þjóðin sætti sig við að framleiðslu á matvörum sé haldið uppi með styrkjum, höftum og millifærslum. Gildir þá einu hvort um er að ræða beingreiðslur, gæðastýringarálag, innflutningstolla eða framlög einstaklinga og hins opinbera til girðingaframkvæmda. Svo sem kunnugt er, gengur sauðfé á Íslandi laust og óheft um þær lendur sem því sýnist í langflestum tilfellum og eigendur sauðfjár virðast enga ábyrgð bera á því tjóni sem fénaður þeirra veldur öðrum. Fjárheldar girðingar kosta mikla fjármuni, svo augljóst er að þar liggur mikið ómetið framlag til búgreinarinnar. Framlag kemur frá hinu opinbera en einnig þeim sem eru að reyna að verja eigur sínar og ræktun fyrir ágangi sauðkinda, sem enginn virðist bera ábyrgð á. Framlagið til gæðastýringar, sem talið var upp hér að framan, er svo eitt ómerkilegasta fyrirbrigðið í þessum styrkjaskógi, því upplýst er (m.a. í nýjasta tölublaði Bændablaðsins) að það hefur lítið sem ekkert með gæðastýringu að gera. Þrátt fyrir það sem hér hefur verið rakið um styrki og framlög af ýmsu tagi, þá er flestum ljóst að sauðfjárbændur eru ekki að flá feitan gölt og ekki ólíklegt að þeir séu einna verst settir allra bænda hvað tekjur af starfsemi þeirra varðar. Því hlýtur að vera ljóst að finna verður ný úrræði. Finna nýjar leiðir til að tryggja þeim sem sauðfjárrækt stunda þokkalega afkomu og ekki síður góða sátt við samfélagið. Aðferð Bændasamtakanna að telja sér og reyna að telja öðrum trú um, að hér og nú, sé lifað í besta og fullkomnasta heimi allra heima gengur vitanlega ekki. HagfræðiÍ Bændablaðinu sem út kom þann 7. júlí 2011 má lesa – í leiðara – eftirfarandi: „Innfluttur matur hefur hækkað um 62% en innlend búvara hækkaði ekki nema um 20%.“ Og síðar: „…tollvernd [þ.e. ísl. kjötframleiðslu] verndar kaupmátt fólks…“ (!). Séu þessar tölur réttar, sem settar eru fram af HB (Haraldi Benediktssyni, formanni Bændasamtakanna?), þá sýna þær ljóslega hve illa hefur til tekist að tryggja stöðu bænda í því ölduróti sem gengið hefur yfir íslenskt samfélag undanfarin ár. Hvernig tollverndin virkar á þennan hátt, er hins vegar algjörlega óupplýst. Spennandi verður að fá þær útskýringar sem til þarf til að skilja megi kenninguna, sem samkvæmt þessu, hefur tryggt neytendum ódýrar landbúnaðarvörur, meðan bændur sitja eftir með sárt ennið, horfandi á eignir sínar rýrna og tekjur lækka. Bændur eru neytendur jafnt og aðrir þegnar þessa lands. Því er algjörlega óumflýjanlegt að útskýrt verði hvernig tollun af þessu tagi tryggir hag neytenda. Ef rétt reynist, þá er sjálfgefið að taka verður upp harða tollastefnu á sem flestum sviðum, sérstaklega þegar framleidd er íslensk vara sambærileg þeirri sem tolluð er! ESB-fælninEkki er furða þó bændaforystan berji sér á brjóst og þykist hafa gott gert og neiti alfarið að horfast í augu við að komið sé að því að stokka þurfi kerfið upp. Bændur hafa, svo dæmi sé tekið, horft á forystuna ausa fjármunum í pólitísk öfgasamtök eins og „Heimsýn“ svo ekki sé nú minnst á nýlega bókaútgáfu um ESB, meðan raunverulegir hagsmunir stéttarinnar eru látnir sitja á hakanum. Ísland hefur sótt um inngöngu í Evrópusambandið og hafnar eru samningaviðræður þar um. Hvort af inngöngu verður eða ekki, ræðst fyrst og fremst af því hvort viðunandi samningur við sambandið næst. Bændasamtökin hafa hafnað þátttöku í því ferli og feta þar í spor Jóns Bjarnasonar landbúnaðarráðherra. Eitt er að stjórnmálamaður leyfi sér að hafa trú, sem gengur framar þjóðarhagsmunum, en að Bændasamtökin geri slíkt er með öllu ólíðandi, þeim ber að gæta hagsmuna umbjóðenda sinna, hvort sem af inngöngu í Evrópusambandið verður eða ekki.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun