"Ég er meiri femínisti en þú!" Björk Eiðsdóttir skrifar 25. ágúst 2011 06:00 Undanfarið hafa fjölmiðlakonurnar Ellý Ármanns og Tobba Marinós fengið töluverða gagnrýni vegna orða sem Ellý lét falla í Fréttatímanum varðandi sjónvarpsþátt sem þær stöllur fara í loftið með á SkjáEinum nú í haust. Þar sagði Ellý þær ætla að fjalla um allt það sem mæðir á konum og taldi svo upp örfá dæmi. Sú upptalning hennar hefur farið fyrir brjóstið á mörgum enda engan veginn tæmandi að þeirra mati, eðlilega ekki, kannski. Eðlilega ekki, segi ég enda efast ég um að hún hafi ætlað að telja upp umfjöllunarefni næstu mánaða í örstuttu blaðaviðtali. Flest slík viðtöl eru tekin í gegnum síma og viðmælandi hefur stuttan tíma til að íhuga hvernig best sé að koma fyrir sig orði. Þegar ég las viðtalið við þær Ellý og Tobbu staðnæmdist ég einmitt við þetta svar Ellýjar, ekki vegna þess að það færi svo fyrir brjóstið á mér heldur hugsaði ég með mér: „Hún verður skotin í kaf fyrir þetta!" En það er einmitt þar sem hnífurinn stendur í kúnni, að mínu mati. Sjálf hef ég starfað sem blaðamaður á elsta og vinsælasta kvennatímariti landsins, Vikunni, í fjögur ár auk þess sem ég stjórnaði kvennaspjallþættinum Dyngjunni ásamt Nadiu Katrínu Banine síðastliðinn vetur á SkjáEinum. Því má segja að ég sé hokin af reynslu í að fjalla um „allt það sem konur tala um". Og veit ég vel að það sem við tölum um er ekki hægt að koma í eina setningu og eins að umræðuefnin eru misjöfn okkar á milli, það hvarflar ekki að mér að ætla öllum konum að vera að tala um það sama og hvað þá öllum stundum. Á þessum árum mínum í fjölmiðlum hef ég fjallað um allt frá bleiuskiptum að staðalímyndum og allt frá því hvernig beri að velja varalit að því hvaða endurmenntunarmöguleikar séu í boði og ég er viss um að margar konur hafi haft gaman af hvoru tveggja en ekki endilega aðeins öðru hvoru. Það er þó ekki aðalmálið í mínum huga heldur sú staðreynd að kona sem tekur þá ákvörðun að halda uppi sjónvarpsþætti sérstaklega miðuðum að kynsystrum sínum í hverri viku skuli eiga það á hættu að vera skotin í kaf. Eða, leyfið mér að endurorða, ekki aðeins eiga það á hættu, heldur „gjörðu svo vel, farðu í skotbyrgið og undirbúðu þig fyrir stórhríð". Og það jafnvel áður en þátturinn fer í loftið. Þegar við Nadia fórum af stað með Dyngjuna síðasta vetur var hringt í mig frá Fréttablaðinu klukkutíma eftir að ég vissi að ég hefði fengið starfið. Ég var einmitt spurð að því sama og Ellý: Um hvað við ætluðum að fjalla. Ég svaraði eins vel og ég gat, enda voru aðeins nokkrar hugmyndir komnar á blað. Klukkutíma síðar hafði ég svo aftur samband við blaðamanninn til að fá að bæta fleiri hugmyndum við sem höfðu ekki komið í huga mér í flýtinum áður. Þetta gerði ég einfaldlega til að reyna að koma í veg fyrir að vera „skotin í kaf". Algjörlega eðlilegur og réttmætur ótti af minni hálfu. Það eru gömul sannindi og ný að færri konur birtast á sjónvarpsskjáum okkar en karlar og því hljótum við öll að fagna breytingum frá þeirri stefnu. Við þurfum ekkert að vera á einu máli um efnistökin, enda aldrei svo að hægt sé að þóknast öllum. Ég hef voða gaman af því að vera fín og sæt en ég fæ samt krumpaðar tær þegar konur fara að tala um megrun og nýjustu línuna í naglalökkun og vinkonur mínar vita betur en að ræða hvaða augnskuggi sé bestur við mig. Ég geri mér þó grein fyrir því að margar konur hafa einmitt sérlegan áhuga á þessu tvennu og þær mega það alveg mín vegna. Ég meira að segja fjalla um þetta og margt annað sem vekur ekkert endilega áhuga minn, enda er ég blaðamaður en ekki bloggari og skrifa ekki bara um hugðarefni mín eða bara fyrir mig. Þó svo að ég geti verið sammála ýmsu í gagnrýninni sem komið hefur upp í þessari umræðu og ég sé sammála því að við eigum ekki að ýta undir stöðluð hlutverk kynjanna og það sé gott að vera alltaf aðeins á tánum þá held ég að með því að ráðast hverjar á aðra á þennan hátt færum við einmitt kvenréttindabaráttuna aftur um áratugi. Umræða er af því góða en orrahríð og illindi ekki. Leyfum röddum kvenna að hljóma, alls konar röddum, og hættum að keppa um hver sé mesti femínistinn – við erum það allar: Konur eru konum bestar! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa fjölmiðlakonurnar Ellý Ármanns og Tobba Marinós fengið töluverða gagnrýni vegna orða sem Ellý lét falla í Fréttatímanum varðandi sjónvarpsþátt sem þær stöllur fara í loftið með á SkjáEinum nú í haust. Þar sagði Ellý þær ætla að fjalla um allt það sem mæðir á konum og taldi svo upp örfá dæmi. Sú upptalning hennar hefur farið fyrir brjóstið á mörgum enda engan veginn tæmandi að þeirra mati, eðlilega ekki, kannski. Eðlilega ekki, segi ég enda efast ég um að hún hafi ætlað að telja upp umfjöllunarefni næstu mánaða í örstuttu blaðaviðtali. Flest slík viðtöl eru tekin í gegnum síma og viðmælandi hefur stuttan tíma til að íhuga hvernig best sé að koma fyrir sig orði. Þegar ég las viðtalið við þær Ellý og Tobbu staðnæmdist ég einmitt við þetta svar Ellýjar, ekki vegna þess að það færi svo fyrir brjóstið á mér heldur hugsaði ég með mér: „Hún verður skotin í kaf fyrir þetta!" En það er einmitt þar sem hnífurinn stendur í kúnni, að mínu mati. Sjálf hef ég starfað sem blaðamaður á elsta og vinsælasta kvennatímariti landsins, Vikunni, í fjögur ár auk þess sem ég stjórnaði kvennaspjallþættinum Dyngjunni ásamt Nadiu Katrínu Banine síðastliðinn vetur á SkjáEinum. Því má segja að ég sé hokin af reynslu í að fjalla um „allt það sem konur tala um". Og veit ég vel að það sem við tölum um er ekki hægt að koma í eina setningu og eins að umræðuefnin eru misjöfn okkar á milli, það hvarflar ekki að mér að ætla öllum konum að vera að tala um það sama og hvað þá öllum stundum. Á þessum árum mínum í fjölmiðlum hef ég fjallað um allt frá bleiuskiptum að staðalímyndum og allt frá því hvernig beri að velja varalit að því hvaða endurmenntunarmöguleikar séu í boði og ég er viss um að margar konur hafi haft gaman af hvoru tveggja en ekki endilega aðeins öðru hvoru. Það er þó ekki aðalmálið í mínum huga heldur sú staðreynd að kona sem tekur þá ákvörðun að halda uppi sjónvarpsþætti sérstaklega miðuðum að kynsystrum sínum í hverri viku skuli eiga það á hættu að vera skotin í kaf. Eða, leyfið mér að endurorða, ekki aðeins eiga það á hættu, heldur „gjörðu svo vel, farðu í skotbyrgið og undirbúðu þig fyrir stórhríð". Og það jafnvel áður en þátturinn fer í loftið. Þegar við Nadia fórum af stað með Dyngjuna síðasta vetur var hringt í mig frá Fréttablaðinu klukkutíma eftir að ég vissi að ég hefði fengið starfið. Ég var einmitt spurð að því sama og Ellý: Um hvað við ætluðum að fjalla. Ég svaraði eins vel og ég gat, enda voru aðeins nokkrar hugmyndir komnar á blað. Klukkutíma síðar hafði ég svo aftur samband við blaðamanninn til að fá að bæta fleiri hugmyndum við sem höfðu ekki komið í huga mér í flýtinum áður. Þetta gerði ég einfaldlega til að reyna að koma í veg fyrir að vera „skotin í kaf". Algjörlega eðlilegur og réttmætur ótti af minni hálfu. Það eru gömul sannindi og ný að færri konur birtast á sjónvarpsskjáum okkar en karlar og því hljótum við öll að fagna breytingum frá þeirri stefnu. Við þurfum ekkert að vera á einu máli um efnistökin, enda aldrei svo að hægt sé að þóknast öllum. Ég hef voða gaman af því að vera fín og sæt en ég fæ samt krumpaðar tær þegar konur fara að tala um megrun og nýjustu línuna í naglalökkun og vinkonur mínar vita betur en að ræða hvaða augnskuggi sé bestur við mig. Ég geri mér þó grein fyrir því að margar konur hafa einmitt sérlegan áhuga á þessu tvennu og þær mega það alveg mín vegna. Ég meira að segja fjalla um þetta og margt annað sem vekur ekkert endilega áhuga minn, enda er ég blaðamaður en ekki bloggari og skrifa ekki bara um hugðarefni mín eða bara fyrir mig. Þó svo að ég geti verið sammála ýmsu í gagnrýninni sem komið hefur upp í þessari umræðu og ég sé sammála því að við eigum ekki að ýta undir stöðluð hlutverk kynjanna og það sé gott að vera alltaf aðeins á tánum þá held ég að með því að ráðast hverjar á aðra á þennan hátt færum við einmitt kvenréttindabaráttuna aftur um áratugi. Umræða er af því góða en orrahríð og illindi ekki. Leyfum röddum kvenna að hljóma, alls konar röddum, og hættum að keppa um hver sé mesti femínistinn – við erum það allar: Konur eru konum bestar!
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun