Líður barninu þínu vel í skóla? Ragna Óladóttir skrifar 26. ágúst 2011 06:00 Mér leið ekki vel í grunnskóla. Ég hafði minnimáttarkennd, horfði oft á aðra nemendur og fannst þeir vera betri en ég. Það tók mig mörg ár að jafna mig á þessu en eitt af því sem hjálpaði mér var dvöl í lýðháskóla í Noregi þar sem ég fékk tækifæri til að byggja upp sjálfstraustið og sjá að ég hafði marga góða kosti. Í grunnskóla var stöðugt verið að benda mér á veikleika mína og varð það til þess að ég hafði enga trú á því að ég gæti lært. Ég giftist ung og flutti í lítið þorp úti á landi. Þegar ég flutti þaðan og börnin mín voru flogin úr hreiðrinu fór mig að langa til þess að mennta mig. Ég skráði mig í kennaranám í Waldorf-uppeldisfræði á Íslandi og kynntist þar nýjum og áhugaverðum hliðum á menntun. Í Waldorf-skólum á nám að vera skemmtilegt og það á að vinna með öll skilningarvit. Ég fann strax að ef ég hefði gengið í svona skóla hefði ég átt mun meiri möguleika á því að blómstra sem barn. Í dag eru yfir átta hundruð Waldorf-skólar í heiminum og þeim fjölgar ört. Flestir Waldorf-skólarnir eru á Norðurlöndunum, Þýskalandi og Bretlandi. Skólarnir byggja starf sitt á kenningum Rudolf Steiners (1861-1925). Skólinn leitast við að nálgast nemandann út frá því hvar hann er staddur í sínu þroskaferli og hjálpar barninu að skilja sjálft sig og finna sig í tilverunni. Markmið námsins er að styðja einstaklinga á meðan þeir smám saman læra að stjórna og taka ábyrgð á sínum eigin námsferli. Á hverjum degi virkjar kennarinn nemandann til að nota bæði hugsun, tilfinningar og vilja. Börnin læra vegna þess að áhugi þeirra er vakinn en ekki vegna þess að þau verða prófuð. Nemendur læra heldur ekki bara með höfðinu, lærdómurinn þarf að ná út í útlimina og setjast að í líkamanum. Þess vegna er lögð mikil áhersla á að nota tónlist, myndlist og leikrit til að nálgast efnið út frá ólíkum sjónarhornum. Kennarinn les ekki fyrir börnin úr bók heldur nýtir hann sér frásagnaraðferðina og talar til barnanna beint frá hjartanu. Börnin útbúa svo sína eigin kennslubók út frá því efni sem kennarinn leggur fram. Í skólastarfinu er leitast við að gera allar upplifanir barnsins í náminu lifandi. Með hlustun og innlifun vaxa skapandi hæfileikar barnsins. Lífleg frásögn er undirstaða kennslunnar, leiðarljós kennarans er að veröldin er stórkostleg. Í gegnum kennsluna á barnið að upplifa góðmennsku, sannleika og fegurð. Ef kennari getur mætt væntingum barnsins þá vex tilfinningalíf þess þannig að hið listræna og fegurðarskynið verða afl í vitund þess. Þaðan vex fram siðferðisvitund sem fær barnið til að elska hið góða. Námsefni sett fram á þennan hátt vekur og hjálpar barninu að þroska siðferðisvitund. Hreyfing er einnig mikilvæg til þess að námsefnið nái alveg niður í líkamann. Barnið þarf að fá tilfinningu fyrir því að það sé hluti af heiminum og að hann sé góður staður. Waldorf-skólinn Sólstafir er nú að flytja starfsemi sína í Sóltún 6 í Reykjavík og er nú tækifæri fyrir foreldra að senda börn sín í frábæran skóla sem staðsettur er miðsvæðis í borginni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Mér leið ekki vel í grunnskóla. Ég hafði minnimáttarkennd, horfði oft á aðra nemendur og fannst þeir vera betri en ég. Það tók mig mörg ár að jafna mig á þessu en eitt af því sem hjálpaði mér var dvöl í lýðháskóla í Noregi þar sem ég fékk tækifæri til að byggja upp sjálfstraustið og sjá að ég hafði marga góða kosti. Í grunnskóla var stöðugt verið að benda mér á veikleika mína og varð það til þess að ég hafði enga trú á því að ég gæti lært. Ég giftist ung og flutti í lítið þorp úti á landi. Þegar ég flutti þaðan og börnin mín voru flogin úr hreiðrinu fór mig að langa til þess að mennta mig. Ég skráði mig í kennaranám í Waldorf-uppeldisfræði á Íslandi og kynntist þar nýjum og áhugaverðum hliðum á menntun. Í Waldorf-skólum á nám að vera skemmtilegt og það á að vinna með öll skilningarvit. Ég fann strax að ef ég hefði gengið í svona skóla hefði ég átt mun meiri möguleika á því að blómstra sem barn. Í dag eru yfir átta hundruð Waldorf-skólar í heiminum og þeim fjölgar ört. Flestir Waldorf-skólarnir eru á Norðurlöndunum, Þýskalandi og Bretlandi. Skólarnir byggja starf sitt á kenningum Rudolf Steiners (1861-1925). Skólinn leitast við að nálgast nemandann út frá því hvar hann er staddur í sínu þroskaferli og hjálpar barninu að skilja sjálft sig og finna sig í tilverunni. Markmið námsins er að styðja einstaklinga á meðan þeir smám saman læra að stjórna og taka ábyrgð á sínum eigin námsferli. Á hverjum degi virkjar kennarinn nemandann til að nota bæði hugsun, tilfinningar og vilja. Börnin læra vegna þess að áhugi þeirra er vakinn en ekki vegna þess að þau verða prófuð. Nemendur læra heldur ekki bara með höfðinu, lærdómurinn þarf að ná út í útlimina og setjast að í líkamanum. Þess vegna er lögð mikil áhersla á að nota tónlist, myndlist og leikrit til að nálgast efnið út frá ólíkum sjónarhornum. Kennarinn les ekki fyrir börnin úr bók heldur nýtir hann sér frásagnaraðferðina og talar til barnanna beint frá hjartanu. Börnin útbúa svo sína eigin kennslubók út frá því efni sem kennarinn leggur fram. Í skólastarfinu er leitast við að gera allar upplifanir barnsins í náminu lifandi. Með hlustun og innlifun vaxa skapandi hæfileikar barnsins. Lífleg frásögn er undirstaða kennslunnar, leiðarljós kennarans er að veröldin er stórkostleg. Í gegnum kennsluna á barnið að upplifa góðmennsku, sannleika og fegurð. Ef kennari getur mætt væntingum barnsins þá vex tilfinningalíf þess þannig að hið listræna og fegurðarskynið verða afl í vitund þess. Þaðan vex fram siðferðisvitund sem fær barnið til að elska hið góða. Námsefni sett fram á þennan hátt vekur og hjálpar barninu að þroska siðferðisvitund. Hreyfing er einnig mikilvæg til þess að námsefnið nái alveg niður í líkamann. Barnið þarf að fá tilfinningu fyrir því að það sé hluti af heiminum og að hann sé góður staður. Waldorf-skólinn Sólstafir er nú að flytja starfsemi sína í Sóltún 6 í Reykjavík og er nú tækifæri fyrir foreldra að senda börn sín í frábæran skóla sem staðsettur er miðsvæðis í borginni.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun