Líður barninu þínu vel í skóla? Ragna Óladóttir skrifar 26. ágúst 2011 06:00 Mér leið ekki vel í grunnskóla. Ég hafði minnimáttarkennd, horfði oft á aðra nemendur og fannst þeir vera betri en ég. Það tók mig mörg ár að jafna mig á þessu en eitt af því sem hjálpaði mér var dvöl í lýðháskóla í Noregi þar sem ég fékk tækifæri til að byggja upp sjálfstraustið og sjá að ég hafði marga góða kosti. Í grunnskóla var stöðugt verið að benda mér á veikleika mína og varð það til þess að ég hafði enga trú á því að ég gæti lært. Ég giftist ung og flutti í lítið þorp úti á landi. Þegar ég flutti þaðan og börnin mín voru flogin úr hreiðrinu fór mig að langa til þess að mennta mig. Ég skráði mig í kennaranám í Waldorf-uppeldisfræði á Íslandi og kynntist þar nýjum og áhugaverðum hliðum á menntun. Í Waldorf-skólum á nám að vera skemmtilegt og það á að vinna með öll skilningarvit. Ég fann strax að ef ég hefði gengið í svona skóla hefði ég átt mun meiri möguleika á því að blómstra sem barn. Í dag eru yfir átta hundruð Waldorf-skólar í heiminum og þeim fjölgar ört. Flestir Waldorf-skólarnir eru á Norðurlöndunum, Þýskalandi og Bretlandi. Skólarnir byggja starf sitt á kenningum Rudolf Steiners (1861-1925). Skólinn leitast við að nálgast nemandann út frá því hvar hann er staddur í sínu þroskaferli og hjálpar barninu að skilja sjálft sig og finna sig í tilverunni. Markmið námsins er að styðja einstaklinga á meðan þeir smám saman læra að stjórna og taka ábyrgð á sínum eigin námsferli. Á hverjum degi virkjar kennarinn nemandann til að nota bæði hugsun, tilfinningar og vilja. Börnin læra vegna þess að áhugi þeirra er vakinn en ekki vegna þess að þau verða prófuð. Nemendur læra heldur ekki bara með höfðinu, lærdómurinn þarf að ná út í útlimina og setjast að í líkamanum. Þess vegna er lögð mikil áhersla á að nota tónlist, myndlist og leikrit til að nálgast efnið út frá ólíkum sjónarhornum. Kennarinn les ekki fyrir börnin úr bók heldur nýtir hann sér frásagnaraðferðina og talar til barnanna beint frá hjartanu. Börnin útbúa svo sína eigin kennslubók út frá því efni sem kennarinn leggur fram. Í skólastarfinu er leitast við að gera allar upplifanir barnsins í náminu lifandi. Með hlustun og innlifun vaxa skapandi hæfileikar barnsins. Lífleg frásögn er undirstaða kennslunnar, leiðarljós kennarans er að veröldin er stórkostleg. Í gegnum kennsluna á barnið að upplifa góðmennsku, sannleika og fegurð. Ef kennari getur mætt væntingum barnsins þá vex tilfinningalíf þess þannig að hið listræna og fegurðarskynið verða afl í vitund þess. Þaðan vex fram siðferðisvitund sem fær barnið til að elska hið góða. Námsefni sett fram á þennan hátt vekur og hjálpar barninu að þroska siðferðisvitund. Hreyfing er einnig mikilvæg til þess að námsefnið nái alveg niður í líkamann. Barnið þarf að fá tilfinningu fyrir því að það sé hluti af heiminum og að hann sé góður staður. Waldorf-skólinn Sólstafir er nú að flytja starfsemi sína í Sóltún 6 í Reykjavík og er nú tækifæri fyrir foreldra að senda börn sín í frábæran skóla sem staðsettur er miðsvæðis í borginni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Mér leið ekki vel í grunnskóla. Ég hafði minnimáttarkennd, horfði oft á aðra nemendur og fannst þeir vera betri en ég. Það tók mig mörg ár að jafna mig á þessu en eitt af því sem hjálpaði mér var dvöl í lýðháskóla í Noregi þar sem ég fékk tækifæri til að byggja upp sjálfstraustið og sjá að ég hafði marga góða kosti. Í grunnskóla var stöðugt verið að benda mér á veikleika mína og varð það til þess að ég hafði enga trú á því að ég gæti lært. Ég giftist ung og flutti í lítið þorp úti á landi. Þegar ég flutti þaðan og börnin mín voru flogin úr hreiðrinu fór mig að langa til þess að mennta mig. Ég skráði mig í kennaranám í Waldorf-uppeldisfræði á Íslandi og kynntist þar nýjum og áhugaverðum hliðum á menntun. Í Waldorf-skólum á nám að vera skemmtilegt og það á að vinna með öll skilningarvit. Ég fann strax að ef ég hefði gengið í svona skóla hefði ég átt mun meiri möguleika á því að blómstra sem barn. Í dag eru yfir átta hundruð Waldorf-skólar í heiminum og þeim fjölgar ört. Flestir Waldorf-skólarnir eru á Norðurlöndunum, Þýskalandi og Bretlandi. Skólarnir byggja starf sitt á kenningum Rudolf Steiners (1861-1925). Skólinn leitast við að nálgast nemandann út frá því hvar hann er staddur í sínu þroskaferli og hjálpar barninu að skilja sjálft sig og finna sig í tilverunni. Markmið námsins er að styðja einstaklinga á meðan þeir smám saman læra að stjórna og taka ábyrgð á sínum eigin námsferli. Á hverjum degi virkjar kennarinn nemandann til að nota bæði hugsun, tilfinningar og vilja. Börnin læra vegna þess að áhugi þeirra er vakinn en ekki vegna þess að þau verða prófuð. Nemendur læra heldur ekki bara með höfðinu, lærdómurinn þarf að ná út í útlimina og setjast að í líkamanum. Þess vegna er lögð mikil áhersla á að nota tónlist, myndlist og leikrit til að nálgast efnið út frá ólíkum sjónarhornum. Kennarinn les ekki fyrir börnin úr bók heldur nýtir hann sér frásagnaraðferðina og talar til barnanna beint frá hjartanu. Börnin útbúa svo sína eigin kennslubók út frá því efni sem kennarinn leggur fram. Í skólastarfinu er leitast við að gera allar upplifanir barnsins í náminu lifandi. Með hlustun og innlifun vaxa skapandi hæfileikar barnsins. Lífleg frásögn er undirstaða kennslunnar, leiðarljós kennarans er að veröldin er stórkostleg. Í gegnum kennsluna á barnið að upplifa góðmennsku, sannleika og fegurð. Ef kennari getur mætt væntingum barnsins þá vex tilfinningalíf þess þannig að hið listræna og fegurðarskynið verða afl í vitund þess. Þaðan vex fram siðferðisvitund sem fær barnið til að elska hið góða. Námsefni sett fram á þennan hátt vekur og hjálpar barninu að þroska siðferðisvitund. Hreyfing er einnig mikilvæg til þess að námsefnið nái alveg niður í líkamann. Barnið þarf að fá tilfinningu fyrir því að það sé hluti af heiminum og að hann sé góður staður. Waldorf-skólinn Sólstafir er nú að flytja starfsemi sína í Sóltún 6 í Reykjavík og er nú tækifæri fyrir foreldra að senda börn sín í frábæran skóla sem staðsettur er miðsvæðis í borginni.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun