Líður barninu þínu vel í skóla? Ragna Óladóttir skrifar 26. ágúst 2011 06:00 Mér leið ekki vel í grunnskóla. Ég hafði minnimáttarkennd, horfði oft á aðra nemendur og fannst þeir vera betri en ég. Það tók mig mörg ár að jafna mig á þessu en eitt af því sem hjálpaði mér var dvöl í lýðháskóla í Noregi þar sem ég fékk tækifæri til að byggja upp sjálfstraustið og sjá að ég hafði marga góða kosti. Í grunnskóla var stöðugt verið að benda mér á veikleika mína og varð það til þess að ég hafði enga trú á því að ég gæti lært. Ég giftist ung og flutti í lítið þorp úti á landi. Þegar ég flutti þaðan og börnin mín voru flogin úr hreiðrinu fór mig að langa til þess að mennta mig. Ég skráði mig í kennaranám í Waldorf-uppeldisfræði á Íslandi og kynntist þar nýjum og áhugaverðum hliðum á menntun. Í Waldorf-skólum á nám að vera skemmtilegt og það á að vinna með öll skilningarvit. Ég fann strax að ef ég hefði gengið í svona skóla hefði ég átt mun meiri möguleika á því að blómstra sem barn. Í dag eru yfir átta hundruð Waldorf-skólar í heiminum og þeim fjölgar ört. Flestir Waldorf-skólarnir eru á Norðurlöndunum, Þýskalandi og Bretlandi. Skólarnir byggja starf sitt á kenningum Rudolf Steiners (1861-1925). Skólinn leitast við að nálgast nemandann út frá því hvar hann er staddur í sínu þroskaferli og hjálpar barninu að skilja sjálft sig og finna sig í tilverunni. Markmið námsins er að styðja einstaklinga á meðan þeir smám saman læra að stjórna og taka ábyrgð á sínum eigin námsferli. Á hverjum degi virkjar kennarinn nemandann til að nota bæði hugsun, tilfinningar og vilja. Börnin læra vegna þess að áhugi þeirra er vakinn en ekki vegna þess að þau verða prófuð. Nemendur læra heldur ekki bara með höfðinu, lærdómurinn þarf að ná út í útlimina og setjast að í líkamanum. Þess vegna er lögð mikil áhersla á að nota tónlist, myndlist og leikrit til að nálgast efnið út frá ólíkum sjónarhornum. Kennarinn les ekki fyrir börnin úr bók heldur nýtir hann sér frásagnaraðferðina og talar til barnanna beint frá hjartanu. Börnin útbúa svo sína eigin kennslubók út frá því efni sem kennarinn leggur fram. Í skólastarfinu er leitast við að gera allar upplifanir barnsins í náminu lifandi. Með hlustun og innlifun vaxa skapandi hæfileikar barnsins. Lífleg frásögn er undirstaða kennslunnar, leiðarljós kennarans er að veröldin er stórkostleg. Í gegnum kennsluna á barnið að upplifa góðmennsku, sannleika og fegurð. Ef kennari getur mætt væntingum barnsins þá vex tilfinningalíf þess þannig að hið listræna og fegurðarskynið verða afl í vitund þess. Þaðan vex fram siðferðisvitund sem fær barnið til að elska hið góða. Námsefni sett fram á þennan hátt vekur og hjálpar barninu að þroska siðferðisvitund. Hreyfing er einnig mikilvæg til þess að námsefnið nái alveg niður í líkamann. Barnið þarf að fá tilfinningu fyrir því að það sé hluti af heiminum og að hann sé góður staður. Waldorf-skólinn Sólstafir er nú að flytja starfsemi sína í Sóltún 6 í Reykjavík og er nú tækifæri fyrir foreldra að senda börn sín í frábæran skóla sem staðsettur er miðsvæðis í borginni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Sjá meira
Mér leið ekki vel í grunnskóla. Ég hafði minnimáttarkennd, horfði oft á aðra nemendur og fannst þeir vera betri en ég. Það tók mig mörg ár að jafna mig á þessu en eitt af því sem hjálpaði mér var dvöl í lýðháskóla í Noregi þar sem ég fékk tækifæri til að byggja upp sjálfstraustið og sjá að ég hafði marga góða kosti. Í grunnskóla var stöðugt verið að benda mér á veikleika mína og varð það til þess að ég hafði enga trú á því að ég gæti lært. Ég giftist ung og flutti í lítið þorp úti á landi. Þegar ég flutti þaðan og börnin mín voru flogin úr hreiðrinu fór mig að langa til þess að mennta mig. Ég skráði mig í kennaranám í Waldorf-uppeldisfræði á Íslandi og kynntist þar nýjum og áhugaverðum hliðum á menntun. Í Waldorf-skólum á nám að vera skemmtilegt og það á að vinna með öll skilningarvit. Ég fann strax að ef ég hefði gengið í svona skóla hefði ég átt mun meiri möguleika á því að blómstra sem barn. Í dag eru yfir átta hundruð Waldorf-skólar í heiminum og þeim fjölgar ört. Flestir Waldorf-skólarnir eru á Norðurlöndunum, Þýskalandi og Bretlandi. Skólarnir byggja starf sitt á kenningum Rudolf Steiners (1861-1925). Skólinn leitast við að nálgast nemandann út frá því hvar hann er staddur í sínu þroskaferli og hjálpar barninu að skilja sjálft sig og finna sig í tilverunni. Markmið námsins er að styðja einstaklinga á meðan þeir smám saman læra að stjórna og taka ábyrgð á sínum eigin námsferli. Á hverjum degi virkjar kennarinn nemandann til að nota bæði hugsun, tilfinningar og vilja. Börnin læra vegna þess að áhugi þeirra er vakinn en ekki vegna þess að þau verða prófuð. Nemendur læra heldur ekki bara með höfðinu, lærdómurinn þarf að ná út í útlimina og setjast að í líkamanum. Þess vegna er lögð mikil áhersla á að nota tónlist, myndlist og leikrit til að nálgast efnið út frá ólíkum sjónarhornum. Kennarinn les ekki fyrir börnin úr bók heldur nýtir hann sér frásagnaraðferðina og talar til barnanna beint frá hjartanu. Börnin útbúa svo sína eigin kennslubók út frá því efni sem kennarinn leggur fram. Í skólastarfinu er leitast við að gera allar upplifanir barnsins í náminu lifandi. Með hlustun og innlifun vaxa skapandi hæfileikar barnsins. Lífleg frásögn er undirstaða kennslunnar, leiðarljós kennarans er að veröldin er stórkostleg. Í gegnum kennsluna á barnið að upplifa góðmennsku, sannleika og fegurð. Ef kennari getur mætt væntingum barnsins þá vex tilfinningalíf þess þannig að hið listræna og fegurðarskynið verða afl í vitund þess. Þaðan vex fram siðferðisvitund sem fær barnið til að elska hið góða. Námsefni sett fram á þennan hátt vekur og hjálpar barninu að þroska siðferðisvitund. Hreyfing er einnig mikilvæg til þess að námsefnið nái alveg niður í líkamann. Barnið þarf að fá tilfinningu fyrir því að það sé hluti af heiminum og að hann sé góður staður. Waldorf-skólinn Sólstafir er nú að flytja starfsemi sína í Sóltún 6 í Reykjavík og er nú tækifæri fyrir foreldra að senda börn sín í frábæran skóla sem staðsettur er miðsvæðis í borginni.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun