Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar 18. janúar 2026 08:01 Góðir Íslendingar. Tilgangur þessa pistils er ekki að skamma, heldur að varpa ljósi á þá flóknu og oft vanmetnu ábyrgð sem kennarar bera og að minna á að menntun barna er sameiginlegt verkefni heimila og skóla. Umræðan um skólamál er mikil og hávær og margir telja sig búa yfir skýrri sýn á hvað betur mætti fara. Áður en dómar eru felldir er þó rétt að staldra við, setja hlutina í samhengi og reyna að sjá skólakerfið frá sjónarhorni þeirra sem starfa þar daglega. Að hafa setið í bekk gerir þig ekki að sérfræðingi Það er athyglisvert (og jafnvel fróðlegt) að sjá og heyra hversu margir úr almenningi – og aðrir sérfræðingar – telja sig almennt þekkja til kennslu og skilja skólamál betur en kennarar og þeir sem vinna í skólum landsins. Ég velti því fyrir mér hvort þessi sérfræðiþekking, sem þið teljið ykkur búa yfir, sé til komin vegna þess að eitt sinn voruð þið sjálf nemendur í grunnskóla og trúið því, af þeirri ástæðu, að þið vitið betur og getið sinnt starfinu betur en nokkur annar. Læsið sem þú nýtur í dag var ekki sjálfgefið Ég vona að þið, sem þessu trúið, hafið verið svo heppin að sú færni og menntun sem þið öðluðust, kæru Íslendingar, í gegnum ykkar grunnskólagöngu – ásamt öllum þeim dýrmæta tíma og hvatningu sem foreldrar ykkar veittu ykkur heima til að læra að lesa – sé ástæðan fyrir því að þið getið lesið og skilið þennan pistil í dag. Ég stórefa að það séu nánast bara stelpur, kvár og konur sem geti lesið og skilið hvað þessi pistill fjallar um, þar sem það er, jú, okkur kennurum að kenna að drengir séu ólæsir og eigi sér enga framtíð. Ábyrgðin á lærdómi barns er ekki einkamál skólans Ef þú, kæri Íslendingur, skilur ekki eða átt erfitt með að lesa þennan pistil, þá biðst ég innilegrar „afsökunar“ – fyrir hönd þeirra sem stóðu þér næst – og veittu þér ekki þann tíma, stuðning, hvata og þá aðstoð sem þú þurftir á að halda til að öðlast góða lestarfærni. Sjáðu til, það er nefnilega þannig að ábyrgðin á lestarfærni þinni er ekki alfarið í höndum þeirra kennara sem þú hafðir í gegnum skólagöngu þína, heldur einnig foreldra eða forráðamanna þinna. Já, ábyrgðin er nefnilega þeirra líka. Endurtekin ósannindi verða að „staðreyndum“ Það hefur reyndar verið sagt í – jaa, ég veit ekki í hvað mörg ár – að drengir nenni ekki, hafi ekki áhuga eða getu til að læra. Við skulum hafa það alveg á hreinu: það er einfaldlega ekki staðreyndin. En ef drengir eru sífellt mataðir af þessari „staðreynd“ í áratugi, þá fara þeir að trúa því að þeir geti ekki lært að lesa, hafi ekki getuna til þess. Börn trúa nefnilega auðveldlega því sem þau sjá og heyra. Meira að segja fullorðið fólk fer að trúa því að það geti ekki hitt og þetta – eða að heimurinn sé svona eða hinsegin – af sömu ástæðum. Börn læra ekki eins – hættu að láta eins og þau geri það Það er staðreynd að við erum ekki öll eins og við lærum og tileinkum okkur hluti ekki á sama hátt. Önnur staðreynd er sú að innan hvers heimilis ríkir fjölbreytileiki og að þarfir hvers og eins eru langt frá því að vera þær sömu. Þarfir systkina geta verið mjög ólíkar og krefjandi. Foreldrar þurfa að finna mismunandi leiðir til að sinna þörfum barna sinna og bera fulla ábyrgð á velferð þeirra. Nú skulum við setja þessar staðreyndir saman og yfirfæra þær inn í kennslustofur umsjónarkennara í grunnskólum landsins – í skóla án aðgreiningar. Misjafn fjöldi nemenda. Óteljandi þarfir. Fáir kennarar. Nemendahópar umsjónarkennara samanstanda jafnan af fjölbreyttum hópi nemenda, oft um tuttugu – ósjaldan fleiri – þar sem hver einstaklingur býr yfir sínum eigin þörfum. Þarfirnar eru aldrei jafnmargar og nemendurnir sjálfir; þær eru einfaldlega óteljandi. Kennsla er fag – ekki einhver skoðun Kennarar þurfa að greina hverjar þarfir nemenda þeirra eru og aðlaga kennslu sína að hverjum og einum. Þeir þurfa að vinna sér inn traust og virðingu allra nemenda sinna. Þeir þurfa að átta sig á hvar hver nemandi er staddur, bæði námslega og félagslega, hvaða kennsluaðferðir henta og hvaða aðferðir henta ekki hverjum og einum. Settu þig í spor kennarans áður en þú talar Kennarar þurfa einnig að finna leiðir til að sinna hverjum nemanda án þess að það bitni á þörfum annarra nemenda. Núna er kominn tími til að þið, kæru lesendur, setjið ykkur í spor þessara kennara og leggið til hliðar þá sérfræðiþekkingu sem þið teljið ykkur búa yfir á sviði skólamála og kennsluaðferða. Talið um skólamál og nám barna ykkar á jákvæðan hátt og berið virðingu fyrir námi þeirra. Bakvið hvern árangur er vinna sem þú sérð ekki Ég hef síðustu ár verið með mjög ólíka nemendahópa, þar sem allur fjölbreytileikinn hefur fengið að njóta sín, ásamt þeim ólíku þörfum sem honum fylgja. Ég hef lagt alla mína getu, þekkingu, svita og tár í að koma til móts við þarfir nemenda minna, svo þeir öðlist jákvæða, góða og skemmtilega skólagöngu. Umfram allt hef ég, ásamt mínum „kollegum”, gert allt sem í okkar valdi stendur til að börnin ykkar fái þá aðstoð og hjálp sem þau þurfa til að öðlast góða lestarfærni. Það er mér sannur heiður að hafa fengið að kenna ótal mörgum af ykkar frábæru og dýrmætu börnum. Og ég er alls ekki ein um allt þetta. Virðing fyrir skólanum skiptir börnin máli Ég vil að lokum þakka öllum kennurum, stjórnendum og öðru starfsfólki í skólum landsins fyrir framúrskarandi og óeigingjörn störf. Ykkur, kæru Íslendingar, óska ég alls hins besta. Verið stolt og gleðjist yfir þeim árangri sem börnin ykkar hafa náð – og umfram allt: gefið börnunum ykkar ykkar tíma til að nýta og njóta. Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni – hún byrjar hjá fullorðnum sem axla ábyrgð. Höfundur er umsjónarkennari á yngsta stigi grunnskóla þar sem kennt er eftir aðferðum Byrjendalæsis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Skoðun Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Sjá meira
Góðir Íslendingar. Tilgangur þessa pistils er ekki að skamma, heldur að varpa ljósi á þá flóknu og oft vanmetnu ábyrgð sem kennarar bera og að minna á að menntun barna er sameiginlegt verkefni heimila og skóla. Umræðan um skólamál er mikil og hávær og margir telja sig búa yfir skýrri sýn á hvað betur mætti fara. Áður en dómar eru felldir er þó rétt að staldra við, setja hlutina í samhengi og reyna að sjá skólakerfið frá sjónarhorni þeirra sem starfa þar daglega. Að hafa setið í bekk gerir þig ekki að sérfræðingi Það er athyglisvert (og jafnvel fróðlegt) að sjá og heyra hversu margir úr almenningi – og aðrir sérfræðingar – telja sig almennt þekkja til kennslu og skilja skólamál betur en kennarar og þeir sem vinna í skólum landsins. Ég velti því fyrir mér hvort þessi sérfræðiþekking, sem þið teljið ykkur búa yfir, sé til komin vegna þess að eitt sinn voruð þið sjálf nemendur í grunnskóla og trúið því, af þeirri ástæðu, að þið vitið betur og getið sinnt starfinu betur en nokkur annar. Læsið sem þú nýtur í dag var ekki sjálfgefið Ég vona að þið, sem þessu trúið, hafið verið svo heppin að sú færni og menntun sem þið öðluðust, kæru Íslendingar, í gegnum ykkar grunnskólagöngu – ásamt öllum þeim dýrmæta tíma og hvatningu sem foreldrar ykkar veittu ykkur heima til að læra að lesa – sé ástæðan fyrir því að þið getið lesið og skilið þennan pistil í dag. Ég stórefa að það séu nánast bara stelpur, kvár og konur sem geti lesið og skilið hvað þessi pistill fjallar um, þar sem það er, jú, okkur kennurum að kenna að drengir séu ólæsir og eigi sér enga framtíð. Ábyrgðin á lærdómi barns er ekki einkamál skólans Ef þú, kæri Íslendingur, skilur ekki eða átt erfitt með að lesa þennan pistil, þá biðst ég innilegrar „afsökunar“ – fyrir hönd þeirra sem stóðu þér næst – og veittu þér ekki þann tíma, stuðning, hvata og þá aðstoð sem þú þurftir á að halda til að öðlast góða lestarfærni. Sjáðu til, það er nefnilega þannig að ábyrgðin á lestarfærni þinni er ekki alfarið í höndum þeirra kennara sem þú hafðir í gegnum skólagöngu þína, heldur einnig foreldra eða forráðamanna þinna. Já, ábyrgðin er nefnilega þeirra líka. Endurtekin ósannindi verða að „staðreyndum“ Það hefur reyndar verið sagt í – jaa, ég veit ekki í hvað mörg ár – að drengir nenni ekki, hafi ekki áhuga eða getu til að læra. Við skulum hafa það alveg á hreinu: það er einfaldlega ekki staðreyndin. En ef drengir eru sífellt mataðir af þessari „staðreynd“ í áratugi, þá fara þeir að trúa því að þeir geti ekki lært að lesa, hafi ekki getuna til þess. Börn trúa nefnilega auðveldlega því sem þau sjá og heyra. Meira að segja fullorðið fólk fer að trúa því að það geti ekki hitt og þetta – eða að heimurinn sé svona eða hinsegin – af sömu ástæðum. Börn læra ekki eins – hættu að láta eins og þau geri það Það er staðreynd að við erum ekki öll eins og við lærum og tileinkum okkur hluti ekki á sama hátt. Önnur staðreynd er sú að innan hvers heimilis ríkir fjölbreytileiki og að þarfir hvers og eins eru langt frá því að vera þær sömu. Þarfir systkina geta verið mjög ólíkar og krefjandi. Foreldrar þurfa að finna mismunandi leiðir til að sinna þörfum barna sinna og bera fulla ábyrgð á velferð þeirra. Nú skulum við setja þessar staðreyndir saman og yfirfæra þær inn í kennslustofur umsjónarkennara í grunnskólum landsins – í skóla án aðgreiningar. Misjafn fjöldi nemenda. Óteljandi þarfir. Fáir kennarar. Nemendahópar umsjónarkennara samanstanda jafnan af fjölbreyttum hópi nemenda, oft um tuttugu – ósjaldan fleiri – þar sem hver einstaklingur býr yfir sínum eigin þörfum. Þarfirnar eru aldrei jafnmargar og nemendurnir sjálfir; þær eru einfaldlega óteljandi. Kennsla er fag – ekki einhver skoðun Kennarar þurfa að greina hverjar þarfir nemenda þeirra eru og aðlaga kennslu sína að hverjum og einum. Þeir þurfa að vinna sér inn traust og virðingu allra nemenda sinna. Þeir þurfa að átta sig á hvar hver nemandi er staddur, bæði námslega og félagslega, hvaða kennsluaðferðir henta og hvaða aðferðir henta ekki hverjum og einum. Settu þig í spor kennarans áður en þú talar Kennarar þurfa einnig að finna leiðir til að sinna hverjum nemanda án þess að það bitni á þörfum annarra nemenda. Núna er kominn tími til að þið, kæru lesendur, setjið ykkur í spor þessara kennara og leggið til hliðar þá sérfræðiþekkingu sem þið teljið ykkur búa yfir á sviði skólamála og kennsluaðferða. Talið um skólamál og nám barna ykkar á jákvæðan hátt og berið virðingu fyrir námi þeirra. Bakvið hvern árangur er vinna sem þú sérð ekki Ég hef síðustu ár verið með mjög ólíka nemendahópa, þar sem allur fjölbreytileikinn hefur fengið að njóta sín, ásamt þeim ólíku þörfum sem honum fylgja. Ég hef lagt alla mína getu, þekkingu, svita og tár í að koma til móts við þarfir nemenda minna, svo þeir öðlist jákvæða, góða og skemmtilega skólagöngu. Umfram allt hef ég, ásamt mínum „kollegum”, gert allt sem í okkar valdi stendur til að börnin ykkar fái þá aðstoð og hjálp sem þau þurfa til að öðlast góða lestarfærni. Það er mér sannur heiður að hafa fengið að kenna ótal mörgum af ykkar frábæru og dýrmætu börnum. Og ég er alls ekki ein um allt þetta. Virðing fyrir skólanum skiptir börnin máli Ég vil að lokum þakka öllum kennurum, stjórnendum og öðru starfsfólki í skólum landsins fyrir framúrskarandi og óeigingjörn störf. Ykkur, kæru Íslendingar, óska ég alls hins besta. Verið stolt og gleðjist yfir þeim árangri sem börnin ykkar hafa náð – og umfram allt: gefið börnunum ykkar ykkar tíma til að nýta og njóta. Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni – hún byrjar hjá fullorðnum sem axla ábyrgð. Höfundur er umsjónarkennari á yngsta stigi grunnskóla þar sem kennt er eftir aðferðum Byrjendalæsis.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun