Íslenska hagkerfið útskrifað af meðferðarheimilinu 27. ágúst 2011 05:30 Forsvarsmenn stjórnvalda sögðu útskrift Íslands frá AGS staðfesta að traust hefði verið endurreist á íslensku efnahagslífi. Fréttablaðið/stefán Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) samþykkti í gær sjöttu og síðustu endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands. Þar með er formlegu samstarfi við sjóðinn lokið. Í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að Ísland sé þar með fyrsta ríkið til að útskrifast frá AGS í yfirstandandifjármálakreppu. „Við stöndum á mikilvægum tímamótum í uppbyggingar- og endurreisnarferlinu frá hruni," sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra á blaðamannafundi í Iðnó í gær. Hún sagði öll helstu markmið áætlunarinnar hafa náðst og taldi upp efnahagslegan stöðugleika, aðlögun ríkisútgjalda að breyttum aðstæðum, endurreisn fjármálakerfisins og endurreisn á trúverðugleika íslensks efnahagslífs. Efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda og AGS var samþykkt 19. nóvember 2008, en þáverandi ríkisstjórn samþykkti að falast eftir aðstoð sjóðsins hinn 24. október sama ár. Samþykkt stjórnarinnar í gær opnar á síðasta hluta lánafyrirgreiðslu íslenska ríkisins hjá sjóðnum, sem jafngildir 51 milljarði króna. Áður hefur Ísland fengið lánafyrirgreiðslu að jafngildi 200 milljarða króna. Auk þess fengust lán upp á samtals um 150 milljarða króna frá Norðurlandaþjóðunum og Póllandi sem voru skilyrt í samhengi við samstarf Ísland og AGS. „Í hnotskurn snerist þessi efnahagsáætlun um að byggja upp traust. Til að gera það þarf í fyrsta lagi að reka efnahagsstefnu sem er traustsins verð en í öðru lagi skiptir miklu máli að vera með þennan hlutlæga aðila sem getur vottað það að stefnan sé á réttu róli," sagði Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri um samstarfið við sjóðinn. Jóhanna Sigurðardóttir sagði að endurreisnaráætlunin hefði gengið betur en nokkurn óraði fyrir og bætti við að Ísland hefði útskrifast frá AGS með láði. Síðar sagði hún það ekkert annað en kraftaverk að ná ríkisfjármálunum úr því að vera neikvæð um 200 milljarða niður í að vera sennilega jákvæð árið 2013. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra tók undir með Jóhönnu og sagði samstarfið við hið ágæta fólk hjá AGS hafa á flestan hátt verið árangursríkt og uppbyggilegt. Loks lagði hann áherslu á að lok samstarfsins þýddu ekki að nú kæmist los á glímuna við ríkisfjármálin. Spurður sagðist Steingrímur gera ráð fyrir að frumjöfnuður, jöfnuður tekna og gjalda að fjármagnstekjum og -gjöldum undanskildum, myndi nást þó að það gæti orðið tæpt. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, sagði að ekki hefði verið sjálfgefið að íslensku stjórnkerfi tækist að ná tökum á þeirri stöðu sem komið hefði upp haustið 2008 en það hefði tekist. Þá sagði hann áætlunina hafa gert stjórnvöldum kleift að milda höggið sem af kreppunni hefði hlotist. Loks sagði Árni Páll verkefnið nú vera að auka samkeppnishæfni íslensk atvinnulífs og tryggja sjálfbær ríkisfjármál til lengri tíma.magnusl@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) samþykkti í gær sjöttu og síðustu endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands. Þar með er formlegu samstarfi við sjóðinn lokið. Í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að Ísland sé þar með fyrsta ríkið til að útskrifast frá AGS í yfirstandandifjármálakreppu. „Við stöndum á mikilvægum tímamótum í uppbyggingar- og endurreisnarferlinu frá hruni," sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra á blaðamannafundi í Iðnó í gær. Hún sagði öll helstu markmið áætlunarinnar hafa náðst og taldi upp efnahagslegan stöðugleika, aðlögun ríkisútgjalda að breyttum aðstæðum, endurreisn fjármálakerfisins og endurreisn á trúverðugleika íslensks efnahagslífs. Efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda og AGS var samþykkt 19. nóvember 2008, en þáverandi ríkisstjórn samþykkti að falast eftir aðstoð sjóðsins hinn 24. október sama ár. Samþykkt stjórnarinnar í gær opnar á síðasta hluta lánafyrirgreiðslu íslenska ríkisins hjá sjóðnum, sem jafngildir 51 milljarði króna. Áður hefur Ísland fengið lánafyrirgreiðslu að jafngildi 200 milljarða króna. Auk þess fengust lán upp á samtals um 150 milljarða króna frá Norðurlandaþjóðunum og Póllandi sem voru skilyrt í samhengi við samstarf Ísland og AGS. „Í hnotskurn snerist þessi efnahagsáætlun um að byggja upp traust. Til að gera það þarf í fyrsta lagi að reka efnahagsstefnu sem er traustsins verð en í öðru lagi skiptir miklu máli að vera með þennan hlutlæga aðila sem getur vottað það að stefnan sé á réttu róli," sagði Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri um samstarfið við sjóðinn. Jóhanna Sigurðardóttir sagði að endurreisnaráætlunin hefði gengið betur en nokkurn óraði fyrir og bætti við að Ísland hefði útskrifast frá AGS með láði. Síðar sagði hún það ekkert annað en kraftaverk að ná ríkisfjármálunum úr því að vera neikvæð um 200 milljarða niður í að vera sennilega jákvæð árið 2013. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra tók undir með Jóhönnu og sagði samstarfið við hið ágæta fólk hjá AGS hafa á flestan hátt verið árangursríkt og uppbyggilegt. Loks lagði hann áherslu á að lok samstarfsins þýddu ekki að nú kæmist los á glímuna við ríkisfjármálin. Spurður sagðist Steingrímur gera ráð fyrir að frumjöfnuður, jöfnuður tekna og gjalda að fjármagnstekjum og -gjöldum undanskildum, myndi nást þó að það gæti orðið tæpt. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, sagði að ekki hefði verið sjálfgefið að íslensku stjórnkerfi tækist að ná tökum á þeirri stöðu sem komið hefði upp haustið 2008 en það hefði tekist. Þá sagði hann áætlunina hafa gert stjórnvöldum kleift að milda höggið sem af kreppunni hefði hlotist. Loks sagði Árni Páll verkefnið nú vera að auka samkeppnishæfni íslensk atvinnulífs og tryggja sjálfbær ríkisfjármál til lengri tíma.magnusl@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira