Risahótel á Fjöllum á borð Kínastjórnar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 27. ágúst 2011 07:00 Bragi Benediktsson, eigandi og ábúandi í Grímstungu á Grímsstöðum, fær hér vinargjöf úr hendi Huangs Nubo sem keypt hefur jörðina. Með þeim er Ragnar Benediktsson. Mynd/Úr einkasafni Huang Nubo, eigandi Zhong Kun Investment Group, hefur samið um kaup af einkaaðilum á um sjötíu prósenta hlut af landi Grímsstaða á Fjöllum og mun eignast landið ef innanríkisráðuneytið veitir samþykki sitt. Hunag Nubo er einn ríkustu manna Kína og á hótel í Bandaríkjunum, Kína og víðar í Asíu. Ætlun Nubos er að reisa um eitt hundrað herbergja heilsárshótel á Grímsstöðum á Fjöllum. Markhópurinn mun vera efnaðir Kínverjar og Bandaríkjamenn sem eiga að geta notið friðsældar og útivistar í þrjú hundruð metra hæð í auðnum og náttúrufegurð Norð-Austurlands. Áformin fela einnig í sér byggingu 300 herbergja fimm stjarna hótels í Reykjavík. Heildarfjárfestingin er áætluðfimmtíu til sextíu milljarðar króna. Nubo ætlar sér að flytja fjármagnið frá Kína. Þar eru gjaldeyrishöft og því þurfa kínversk stjórnvöld að samþykkja gjaldeyrisyfirfærslu til verkefnisins. Lögum samkvæmt mega þeir sem búsettir eru utan evrópska efnahagssvæðisins ekki kaupa fasteignir, þar með taldar jarðir, hérlendis nema með samþykki innanríkisráðuneytisins. Ekki hefur enn verið óskað eftir slíkri heimild. Nubo mun leggja mikla áherslu á að málið fari aðeins í gang í góðri sátt við allt og alla. Með kaupunum eignast Nubo yfir sjötíu prósenta hlut í Grímsstaðajörðinni. Ríkið á 25 prósent af landinu. Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi landbúnaðarráðuneytisins sem fer með hlut ríkisins í jörðinni, segir ekki víst að málið komi þangað inn á borð. „Það gæti komið til umfjöllunar ef þarf að taka land úr landbúnaðarnotum. Þá á ríkið land á Grímsstaðatorfunni og hluti þess er í óskiptri sameign. En það er samt ekkert sem segir að það skapi aðkomu ráðuneytisins að málinu,“ útskýrir Bjarni. Sveitarfélagið Norðurþing hefur skrifað undir viljayfirlýsingu um samstarf um skipulagsmál vegna hótelsins. „Þetta fellur vel að okkar framtíðarsýn í ferðamennsku. Fjárfestingar af þessum mælikvarða skipta gríðarlega miklu máli,“ segir Bergur Elías Ágústsson sveitarstjóri. „Nubo leggur mikla áherslu á að vinna með okkur að eflingu ferðaþjónustunnar og taka þátt í ýmsum verkefnum hér í samfélaginu. Með þessu getur litla Ísland líka fengið aðgang að gríðarlegu markaðssvæði,“ segir Bergur, sem kveður hægt að hefja framkvæmdir eftir sex til átta mánuði og opna hótelið eftir þrjú ár. Fréttir Innlent Jarðakaup útlendinga Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Huang Nubo, eigandi Zhong Kun Investment Group, hefur samið um kaup af einkaaðilum á um sjötíu prósenta hlut af landi Grímsstaða á Fjöllum og mun eignast landið ef innanríkisráðuneytið veitir samþykki sitt. Hunag Nubo er einn ríkustu manna Kína og á hótel í Bandaríkjunum, Kína og víðar í Asíu. Ætlun Nubos er að reisa um eitt hundrað herbergja heilsárshótel á Grímsstöðum á Fjöllum. Markhópurinn mun vera efnaðir Kínverjar og Bandaríkjamenn sem eiga að geta notið friðsældar og útivistar í þrjú hundruð metra hæð í auðnum og náttúrufegurð Norð-Austurlands. Áformin fela einnig í sér byggingu 300 herbergja fimm stjarna hótels í Reykjavík. Heildarfjárfestingin er áætluðfimmtíu til sextíu milljarðar króna. Nubo ætlar sér að flytja fjármagnið frá Kína. Þar eru gjaldeyrishöft og því þurfa kínversk stjórnvöld að samþykkja gjaldeyrisyfirfærslu til verkefnisins. Lögum samkvæmt mega þeir sem búsettir eru utan evrópska efnahagssvæðisins ekki kaupa fasteignir, þar með taldar jarðir, hérlendis nema með samþykki innanríkisráðuneytisins. Ekki hefur enn verið óskað eftir slíkri heimild. Nubo mun leggja mikla áherslu á að málið fari aðeins í gang í góðri sátt við allt og alla. Með kaupunum eignast Nubo yfir sjötíu prósenta hlut í Grímsstaðajörðinni. Ríkið á 25 prósent af landinu. Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi landbúnaðarráðuneytisins sem fer með hlut ríkisins í jörðinni, segir ekki víst að málið komi þangað inn á borð. „Það gæti komið til umfjöllunar ef þarf að taka land úr landbúnaðarnotum. Þá á ríkið land á Grímsstaðatorfunni og hluti þess er í óskiptri sameign. En það er samt ekkert sem segir að það skapi aðkomu ráðuneytisins að málinu,“ útskýrir Bjarni. Sveitarfélagið Norðurþing hefur skrifað undir viljayfirlýsingu um samstarf um skipulagsmál vegna hótelsins. „Þetta fellur vel að okkar framtíðarsýn í ferðamennsku. Fjárfestingar af þessum mælikvarða skipta gríðarlega miklu máli,“ segir Bergur Elías Ágústsson sveitarstjóri. „Nubo leggur mikla áherslu á að vinna með okkur að eflingu ferðaþjónustunnar og taka þátt í ýmsum verkefnum hér í samfélaginu. Með þessu getur litla Ísland líka fengið aðgang að gríðarlegu markaðssvæði,“ segir Bergur, sem kveður hægt að hefja framkvæmdir eftir sex til átta mánuði og opna hótelið eftir þrjú ár.
Fréttir Innlent Jarðakaup útlendinga Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira