Konur, heilsurækt og grindarbotninn Þorgerður Sigurðardóttir skrifar 27. ágúst 2011 06:00 Nú að nýafstöðnu Reykjavíkurmaraþoni getum við öll verið sammála um að sigurvegararnir voru þar margir. Flestir einstaklingarnir sem tóku þátt höfðu sín markmið, komust yfir misstórar hindranir og unnu sigur með þátttökunni. Sem sjúkraþjálfari á sviði kvennaheilsu og þvagfæravandamála hef ég kynnst mörgum konum, ungum sem öldnum, sem leita sér aðstoðar vegna veikleika sem í sumum tilfellum (en ekki öllum) tengjast barneignum og hafa dregið úr styrk grindarbotnsvöðva svo fátt eitt sé talið. Það getur skapað vandamál sem draga úr lífsgæðum og frelsi kvenna til þátttöku í athöfnum sem krefjast áreynslu. Að hverfa frá athöfnum sem reyna á mann er ekki gott og sem betur fer er mikil vitundarvakning á sviði heilsuræktar og konur jafnt sem karlar gera kröfu um gott form, góða heilsu. Við erum jú öll ábyrg fyrir heilsu okkar, okkur ber skylda til að varðveita heilsuna eftir bestu getu og þekkingu, jafnvel þótt við höfum orðið fyrir hnjaski eða tjóni á heilsunni. Það er í raun ekki valkostur að gefast upp fyrir heilsuleysi. Nýafstaðið maraþon sýndi svo um munaði að hvort sem hetjurnar höfðu misst útlimi, glímdu við erfiða krabbameinsmeðferð eða báru önnur mein, misáberandi, þá er hægt að sigrast á mörgu ef hugurinn og eljan er til staðar. Flestir öðlast betri heilsu með einhverri hreyfingu, hún þarf að sjálfsögðu að vera við hæfi hvers og eins. Fyrir mig var fyrsta vika í vinnu eftir sumarfrí sérstaklega gleðileg. Þrír af mínum skjólstæðingum eða viðskiptavinum (ekki vil ég kalla þá sjúklinga) komu sérstaklega glaðir (lesist: glaðar) í bragði. Þær áttu það allar sameiginlegt að hafa hlaupið í Reykjavíkurmaraþoninu, ein þeirra 10 km og tvær höfðu farið hálft maraþon. Þær höfðu sigrast á því mótlæti að geta ekki reynt á sig án þess að finna fyrir áreynsluþvagleka. Skv. rannsóknum þjást um það bil 40% kvenna af þvagleka, mismiklum og af mismunandi toga. Oft er það þannig að í daglegu lífi verður viðkomandi ekki var við veikleika en við aukið álag birtist hann. Hlaup, hopp, sipp, stökk, trampólín, fimleikaiðkun og margt fleira reynir mikið á grindarbotninn. Í sumum íþróttagreinum hefur áreynsluþvagleki mælst hjá hátt í 80% kvenkyns þátttakenda. Það er í flestum tilvikum hjá ungum konum sem ekki hafa fætt börn en eru undir miklu álagi í sinni grein. Það er ekki mikið talað um þessa hluti en staðreyndirnar tala sínu máli. Margar konur vita hvað ég er að tala um, hafa farið af stað en fundið fyrir veikleika sem stundum lagast af sjálfu sér en stundum ekki. En það er hægt að takast á við vandann, oftast með réttu æfingunum og rétta æfingaálaginu. Þó hafa rannsóknir sýnt að u.þ.b. 30% kvenna geta ekki spennt grindarbotninn með einföldum leiðbeiningum, heldur þurfa hjálp og leiðsögn til að finna vöðvana. Grindarbotnsæfingar eru ekki tískufyrirbæri, heldur sígilt lag sem ætti að spila sem oftast. Við eigum að elska okkur sjálfar og gera kröfur um lífsgæði. Það er ALDREI ástæða til að hætta að hreyfa sig vegna þessara mála. Það er alltaf betra að fara af stað en sleppa því. Oft þarf þó að sníða sér stakk eftir vexti í upphafi og forðast yfirgengilegt álag á botninn. Láta sér frekar vaxa ásmegin í iðkuninni og fá aðstoð sjúkraþjálfara ef ekki gengur að takast á við vandamálið sjálfur. Sjúkraþjálfarar eru jú sérfræðingar í skoðun og mati á stoðkerfi mannsins. Nú er bara að fara af stað og byrja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Sigurðardóttir Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Nú að nýafstöðnu Reykjavíkurmaraþoni getum við öll verið sammála um að sigurvegararnir voru þar margir. Flestir einstaklingarnir sem tóku þátt höfðu sín markmið, komust yfir misstórar hindranir og unnu sigur með þátttökunni. Sem sjúkraþjálfari á sviði kvennaheilsu og þvagfæravandamála hef ég kynnst mörgum konum, ungum sem öldnum, sem leita sér aðstoðar vegna veikleika sem í sumum tilfellum (en ekki öllum) tengjast barneignum og hafa dregið úr styrk grindarbotnsvöðva svo fátt eitt sé talið. Það getur skapað vandamál sem draga úr lífsgæðum og frelsi kvenna til þátttöku í athöfnum sem krefjast áreynslu. Að hverfa frá athöfnum sem reyna á mann er ekki gott og sem betur fer er mikil vitundarvakning á sviði heilsuræktar og konur jafnt sem karlar gera kröfu um gott form, góða heilsu. Við erum jú öll ábyrg fyrir heilsu okkar, okkur ber skylda til að varðveita heilsuna eftir bestu getu og þekkingu, jafnvel þótt við höfum orðið fyrir hnjaski eða tjóni á heilsunni. Það er í raun ekki valkostur að gefast upp fyrir heilsuleysi. Nýafstaðið maraþon sýndi svo um munaði að hvort sem hetjurnar höfðu misst útlimi, glímdu við erfiða krabbameinsmeðferð eða báru önnur mein, misáberandi, þá er hægt að sigrast á mörgu ef hugurinn og eljan er til staðar. Flestir öðlast betri heilsu með einhverri hreyfingu, hún þarf að sjálfsögðu að vera við hæfi hvers og eins. Fyrir mig var fyrsta vika í vinnu eftir sumarfrí sérstaklega gleðileg. Þrír af mínum skjólstæðingum eða viðskiptavinum (ekki vil ég kalla þá sjúklinga) komu sérstaklega glaðir (lesist: glaðar) í bragði. Þær áttu það allar sameiginlegt að hafa hlaupið í Reykjavíkurmaraþoninu, ein þeirra 10 km og tvær höfðu farið hálft maraþon. Þær höfðu sigrast á því mótlæti að geta ekki reynt á sig án þess að finna fyrir áreynsluþvagleka. Skv. rannsóknum þjást um það bil 40% kvenna af þvagleka, mismiklum og af mismunandi toga. Oft er það þannig að í daglegu lífi verður viðkomandi ekki var við veikleika en við aukið álag birtist hann. Hlaup, hopp, sipp, stökk, trampólín, fimleikaiðkun og margt fleira reynir mikið á grindarbotninn. Í sumum íþróttagreinum hefur áreynsluþvagleki mælst hjá hátt í 80% kvenkyns þátttakenda. Það er í flestum tilvikum hjá ungum konum sem ekki hafa fætt börn en eru undir miklu álagi í sinni grein. Það er ekki mikið talað um þessa hluti en staðreyndirnar tala sínu máli. Margar konur vita hvað ég er að tala um, hafa farið af stað en fundið fyrir veikleika sem stundum lagast af sjálfu sér en stundum ekki. En það er hægt að takast á við vandann, oftast með réttu æfingunum og rétta æfingaálaginu. Þó hafa rannsóknir sýnt að u.þ.b. 30% kvenna geta ekki spennt grindarbotninn með einföldum leiðbeiningum, heldur þurfa hjálp og leiðsögn til að finna vöðvana. Grindarbotnsæfingar eru ekki tískufyrirbæri, heldur sígilt lag sem ætti að spila sem oftast. Við eigum að elska okkur sjálfar og gera kröfur um lífsgæði. Það er ALDREI ástæða til að hætta að hreyfa sig vegna þessara mála. Það er alltaf betra að fara af stað en sleppa því. Oft þarf þó að sníða sér stakk eftir vexti í upphafi og forðast yfirgengilegt álag á botninn. Láta sér frekar vaxa ásmegin í iðkuninni og fá aðstoð sjúkraþjálfara ef ekki gengur að takast á við vandamálið sjálfur. Sjúkraþjálfarar eru jú sérfræðingar í skoðun og mati á stoðkerfi mannsins. Nú er bara að fara af stað og byrja.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun