Tollar standa í vegi fyrir kjötinnflutningi 31. ágúst 2011 04:00 Kjötskorturinn í sumar virðist hafa verið einna mestur þegar kemur að nautakjöti. Hvers konar tollar takmarka innflutning á kjöti? Fréttir af kjötskorti í verslunum hafa reglulega birst í fjölmiðlum í sumar. Í gær sagði Fréttablaðið svo frá veitingastöðum sem hafa þurft að taka rétti af matseðlum sínum vegna lítillar innlendrar framleiðslu og hárra tolla á innfluttu kjöti. Nokkuð háir tollar eru lagðir á flestar landbúnaðarafurðir á Íslandi. Tollar valda því að verð á markaði hækkar sem er slæmt fyrir neytendur en gagnast framleiðendum. Ábati framleiðenda er þó minni en tap neytenda. Í tilfelli kjöts og kjötvara bera þær tvenns konar tolla. Er þar um að ræða verðtoll sem er ákveðin prósenta af verði vörunnar og magntoll sem er föst upphæð sem leggst á hverja innflutta einingu. Á kjöti og kjötvörum er verðtollurinn 18 prósent á vörur frá Evrópusambandinu (ESB) en 30 prósent á vörur frá öðrum svæðum. Magntollurinn er hins vegar ólíkur eftir vörum. Hæstur er hann á nautalundir frá landi utan ESB eða 1.462 krónur á kílóið. Til samanburðar leggst 510 króna magntollur á kíló af hökkuðu nautakjöti, 382 króna tollur á kílóið af lambalæri og 499 króna tollur á kíló af beinlausu, sneiddu kjúklingakjöti. Auk verð- og magntolls leggst síðan vægt úrvinnslugjald á innfluttar vörur. Þá leggst vitaskuld virðisaukaskattur á innfluttar matvörur rétt eins og innlendar. Með hinum almennu tollum á kjötvörur er þó ekki öll sagan sögð. Ísland gerðist árið 1995 aðili að GATT-samningnum svokallaða á vegum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO). GATT-samningurinn skuldbatt Ísland til að hleypa litlu magni búvara inn á innlendan markað með lægri tollum en almennt tíðkast. Markmiðið með þessum tollkvótum var að auka samkeppni á markaði með búvörur og stuðla þannig að lægra verði fyrir neytendur. Það markmið hefur hins vegar trauðla náðst. Fyrir það fyrsta hafa kvótar sem leyft hafa slíkan innflutning verið boðnir út til hæstbjóðanda sem gerir það að verkum að sá sparnaður sem af lágu tollunum hlýst rennur að stærstu leyti til hins opinbera. Í öðru lagi var fyrirkomulagi þessara „lægri“ tolla breytt árið 2009. Lengst af voru þetta magntollar þar sem föst krónutala var lögð á hvert kíló. Árið 2009 breytti hins vegar Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra fyrirkomulagi og eru þetta nú verðtollar. Við breytinguna hækkuðu tollarnir. Raunar svo mikið að í mörgum tilfellum er dýrara að flytja inn vörur á undanþágunni en vörur sem lagðir eru á almennir tollar. Umboðsmaður Alþingis hefur að vísu gert athugasemd við heimild ráðherra til þessa gjörnings. Starfshópur fjögurra ráðuneyta skoðar nú hvernig bregðast skuli við áliti embættisins. Utan GATT-undanþágunnar hefur í sumar verið opnað fyrir innflutning á nautakjöti á lækkuðum tollum. Rennur heimild til þess út 30. september en hefur verið í gildi frá 10. júní. Þessi heimild hefur þó verið gagnrýnd fyrir að gilda einungis í skamman tíma á þeim forsendum að ansi tímafrekt sé að fá leyfi fyrir innflutning og að uppfylla þau skilyrði sem um innflutning gilda. magnusl@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Hvers konar tollar takmarka innflutning á kjöti? Fréttir af kjötskorti í verslunum hafa reglulega birst í fjölmiðlum í sumar. Í gær sagði Fréttablaðið svo frá veitingastöðum sem hafa þurft að taka rétti af matseðlum sínum vegna lítillar innlendrar framleiðslu og hárra tolla á innfluttu kjöti. Nokkuð háir tollar eru lagðir á flestar landbúnaðarafurðir á Íslandi. Tollar valda því að verð á markaði hækkar sem er slæmt fyrir neytendur en gagnast framleiðendum. Ábati framleiðenda er þó minni en tap neytenda. Í tilfelli kjöts og kjötvara bera þær tvenns konar tolla. Er þar um að ræða verðtoll sem er ákveðin prósenta af verði vörunnar og magntoll sem er föst upphæð sem leggst á hverja innflutta einingu. Á kjöti og kjötvörum er verðtollurinn 18 prósent á vörur frá Evrópusambandinu (ESB) en 30 prósent á vörur frá öðrum svæðum. Magntollurinn er hins vegar ólíkur eftir vörum. Hæstur er hann á nautalundir frá landi utan ESB eða 1.462 krónur á kílóið. Til samanburðar leggst 510 króna magntollur á kíló af hökkuðu nautakjöti, 382 króna tollur á kílóið af lambalæri og 499 króna tollur á kíló af beinlausu, sneiddu kjúklingakjöti. Auk verð- og magntolls leggst síðan vægt úrvinnslugjald á innfluttar vörur. Þá leggst vitaskuld virðisaukaskattur á innfluttar matvörur rétt eins og innlendar. Með hinum almennu tollum á kjötvörur er þó ekki öll sagan sögð. Ísland gerðist árið 1995 aðili að GATT-samningnum svokallaða á vegum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO). GATT-samningurinn skuldbatt Ísland til að hleypa litlu magni búvara inn á innlendan markað með lægri tollum en almennt tíðkast. Markmiðið með þessum tollkvótum var að auka samkeppni á markaði með búvörur og stuðla þannig að lægra verði fyrir neytendur. Það markmið hefur hins vegar trauðla náðst. Fyrir það fyrsta hafa kvótar sem leyft hafa slíkan innflutning verið boðnir út til hæstbjóðanda sem gerir það að verkum að sá sparnaður sem af lágu tollunum hlýst rennur að stærstu leyti til hins opinbera. Í öðru lagi var fyrirkomulagi þessara „lægri“ tolla breytt árið 2009. Lengst af voru þetta magntollar þar sem föst krónutala var lögð á hvert kíló. Árið 2009 breytti hins vegar Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra fyrirkomulagi og eru þetta nú verðtollar. Við breytinguna hækkuðu tollarnir. Raunar svo mikið að í mörgum tilfellum er dýrara að flytja inn vörur á undanþágunni en vörur sem lagðir eru á almennir tollar. Umboðsmaður Alþingis hefur að vísu gert athugasemd við heimild ráðherra til þessa gjörnings. Starfshópur fjögurra ráðuneyta skoðar nú hvernig bregðast skuli við áliti embættisins. Utan GATT-undanþágunnar hefur í sumar verið opnað fyrir innflutning á nautakjöti á lækkuðum tollum. Rennur heimild til þess út 30. september en hefur verið í gildi frá 10. júní. Þessi heimild hefur þó verið gagnrýnd fyrir að gilda einungis í skamman tíma á þeim forsendum að ansi tímafrekt sé að fá leyfi fyrir innflutning og að uppfylla þau skilyrði sem um innflutning gilda. magnusl@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira