Ný stjórnarskrá – ný grundvallarlög Tryggvi Gíslason skrifar 2. september 2011 06:00 Stjórnlagaráð Alþingis lagði í fyrra mánuði fram frumvarp til nýrra stjórnskipunarlaga sem hlýtur að vekja athygli allra sem áhuga hafa á þróun lýðræðis og mannréttindum. Stjórnlagaráð Alþingis vann á stuttum tíma gott starf og náði samstöðu um erfið ágreiningsmál. Skiptar skoðanir eru um frumvarpið. Það er eðlilegt í lýðræðislandi þar sem ekki er amast við ólíkum skoðunum og ekki krafist pólitísks rétttrúnaðar. Vonandi kemst Alþingi að farsælli niðurstöðu á grundvelli frumvarpsins sem byggt er á gildandi stjórnarskrá og tekur mið af afstöðu þjóðfundar sem þúsund manns af öllu landinu og á öllum aldri sátu í lok síðasta árs, enda benda líkur til að meirihluti alþingismanna sé hlynntur grundvallaratriðum frumvarpsins. Hafa ber í huga að Alþingi Íslendinga þiggur vald sitt frá þjóðinni, enda er slíkt tekið fram í stjórnarskrám margra lýðræðisríkja og í frumvarpi stjórnlagaráðs Alþingis segir: „Alþingi fer með löggjafarvaldið í umboði þjóðarinnar“. Öll stórmál ber í framtíðinni að leggja í dóm þjóðarinnar eins og „hið nýja lýðræði“ gerir ráð fyrir. Þetta er grundvöllur lýðræðis nýrrar aldar og það er m.a. þetta sem stefnt er að með nýrri stjórnarskrá: að efla lýðræði í landinu, auðvelda aðkomu almennings að stjórn landsins og koma í veg fyrir óheft flokksræði sem ríkt hefur á Íslandi um áratuga skeið. Hins vegar er æskilegt að víðtæk samstaða náist um nýja stjórnarskrá – ný grundvallarlög lýðveldisins Íslands – með málefnalegri umræðu þar sem skipst er á skoðunum um mikilsverðasta mál íslenskrar stjórnskipunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Tryggvi Gíslason Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnlagaráð Alþingis lagði í fyrra mánuði fram frumvarp til nýrra stjórnskipunarlaga sem hlýtur að vekja athygli allra sem áhuga hafa á þróun lýðræðis og mannréttindum. Stjórnlagaráð Alþingis vann á stuttum tíma gott starf og náði samstöðu um erfið ágreiningsmál. Skiptar skoðanir eru um frumvarpið. Það er eðlilegt í lýðræðislandi þar sem ekki er amast við ólíkum skoðunum og ekki krafist pólitísks rétttrúnaðar. Vonandi kemst Alþingi að farsælli niðurstöðu á grundvelli frumvarpsins sem byggt er á gildandi stjórnarskrá og tekur mið af afstöðu þjóðfundar sem þúsund manns af öllu landinu og á öllum aldri sátu í lok síðasta árs, enda benda líkur til að meirihluti alþingismanna sé hlynntur grundvallaratriðum frumvarpsins. Hafa ber í huga að Alþingi Íslendinga þiggur vald sitt frá þjóðinni, enda er slíkt tekið fram í stjórnarskrám margra lýðræðisríkja og í frumvarpi stjórnlagaráðs Alþingis segir: „Alþingi fer með löggjafarvaldið í umboði þjóðarinnar“. Öll stórmál ber í framtíðinni að leggja í dóm þjóðarinnar eins og „hið nýja lýðræði“ gerir ráð fyrir. Þetta er grundvöllur lýðræðis nýrrar aldar og það er m.a. þetta sem stefnt er að með nýrri stjórnarskrá: að efla lýðræði í landinu, auðvelda aðkomu almennings að stjórn landsins og koma í veg fyrir óheft flokksræði sem ríkt hefur á Íslandi um áratuga skeið. Hins vegar er æskilegt að víðtæk samstaða náist um nýja stjórnarskrá – ný grundvallarlög lýðveldisins Íslands – með málefnalegri umræðu þar sem skipst er á skoðunum um mikilsverðasta mál íslenskrar stjórnskipunar.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun