Tímamót í sögu Stígamóta Guðrún Jónsdóttir skrifar 3. september 2011 06:00 Það er sama hvernig við reiknum, fjöldi kvenna-athvarfa á Íslandi stenst ekki samanburð við neina ríkjahópa sem við viljum bera okkur saman við. Í Svíþjóð eru athvörfin um 150, á Grænlandi eru þau 8. Samtök kvennaathvarfa í Evrópu, WAVE, vinna að því að fyrir hverja tíu þúsund íbúa eigi að vera eitt athvarf. Á Íslandi erum við 320.000 og höfum hingað til haft eitt athvarf fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi. Það er því með mikilli ánægju sem það tilkynnist að Stígamót hafa nú opnað nýtt kvennaathvarf. Athvarfið er ætlað breiðum hópi kvenna. Þangað verða boðnar velkomnar konur á leið úr klámiðnaðinum, vændi og mansali. Þar verður líka pláss fyrir konur utan höfuðborgarsvæðisins sem vilja nýta sér þjónustu Stígamóta og ef húsrúm nægir er hugsanlegt að hýsa konur af öðrum ástæðum. Í athvarfinu, sem er stórt, bjart og fallegt, getum við auðveldlega hýst 6 konur. Þær munu fá eigin herbergi, þeim verður gert mögulegt að dvelja þar í lengri tíma en í hefðbundnum athvörfum og lögð verður áhersla á að þær fái allan þann stuðning sem þær þurfa til þess að vinna sig út úr viðjum ofbeldis, styrkja sig og efla. Óskað hefur verið eftir sem bestu samstarfi við allar þær stofnanir og samtök sem að ofbeldismálum koma. Til þess að hafa samband við athvarfið þarf að hringja í Stígamót í síma 562-6868. Þar sem rekstur kvenna-atharfa er dýr væri verkefnið ómögulegt ef ekki kæmi til skilningur stjórnvalda, fjársöfnun Skottanna árið 2010 og ómetanlegt vinnuframlag sjálfboðaliða. Margar konur með ýmiss konar reynslu, menntun og þekkingu hafa boðið fram krafta sína til þess að gera drauminn að veruleika. Stofnun Stígamótaathvarfs er eðilegt framhald af þeirri starfsemi sem Stígamót hafa fengist við fram að þessu. Árlega leita tugir kvenna og stundum líka karlar eftir stuðningi og aðstoð til þess að vinna úr reynslu af vændi. Það hefur hent nokkrum sinnum að Stígamót hafa haft milligöngu um að konur úr vændi hafi flúið land og fengið athvarf hjá systursamtökum í nágrannalöndunum. Það hefur verið gert vegna þess að hér á landi hafa ekki verið til passandi úrræði. Þetta hefur líka átt við um konur sem tengst hafa mansalsmálum. Sérsniðin úrræði fyrir þær konur hafa hingað til ekki verið til. Stígamóta-athvarfið er ætlað til þess m.a. að bæta úr þessum skorti á úrræðum. En það er fleira á döfinni á Stígamótum. Þegar er hafið starf Stígamóta utan höfuðborgarsvæðisins og má nefna að ráðgjafi Stígamóta veitir viðtalsþjónustu á Sauðárkróki hálfsmánaðarlega. Á næstunni verður fleiri stöðum bætt við og verður þjónustan kynnt rækilega. Í september munu Stígamót endurútgefa ítarlega bæklinga um nauðganir og kynferðisofbeldi gegn börnum. Bæklingarnir, sem eru um 50 síður hvor, verða ókeypis fyrir Stígamótafólk og má nálgast þá á Stígamótum, Hverfisgötu 115. Að lokum skal þess getið að á næstu vikum mun almenningi gefast kostur á að styrkja Stígamót í bókstaflegri merkingu. Fjöldi götukynna mun kynna starfið í Kringlunni, í Smáralindinni og á öðrum fjölförnum stöðum og gefa fólki kost á að leggja fram mánaðarlega upphæð til þess að hægt verði að halda úti því umfangsmikla starfi sem Stígamót standa fyrir. Einnig verður hægt að gerast styrktaraðili í gegnum heimasíðuna www.stigamot.is. Fjáröflunin fer fram undir yfirskriftinni „Stingum ekki höfðinu í sandinn, horfumst í augu við raunveruleikann“. Við skorum á fólk að taka þátt svo við getum haldið úti þeirri mikilvægu þjónustu sem svo margir þurfa á að halda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Það er sama hvernig við reiknum, fjöldi kvenna-athvarfa á Íslandi stenst ekki samanburð við neina ríkjahópa sem við viljum bera okkur saman við. Í Svíþjóð eru athvörfin um 150, á Grænlandi eru þau 8. Samtök kvennaathvarfa í Evrópu, WAVE, vinna að því að fyrir hverja tíu þúsund íbúa eigi að vera eitt athvarf. Á Íslandi erum við 320.000 og höfum hingað til haft eitt athvarf fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi. Það er því með mikilli ánægju sem það tilkynnist að Stígamót hafa nú opnað nýtt kvennaathvarf. Athvarfið er ætlað breiðum hópi kvenna. Þangað verða boðnar velkomnar konur á leið úr klámiðnaðinum, vændi og mansali. Þar verður líka pláss fyrir konur utan höfuðborgarsvæðisins sem vilja nýta sér þjónustu Stígamóta og ef húsrúm nægir er hugsanlegt að hýsa konur af öðrum ástæðum. Í athvarfinu, sem er stórt, bjart og fallegt, getum við auðveldlega hýst 6 konur. Þær munu fá eigin herbergi, þeim verður gert mögulegt að dvelja þar í lengri tíma en í hefðbundnum athvörfum og lögð verður áhersla á að þær fái allan þann stuðning sem þær þurfa til þess að vinna sig út úr viðjum ofbeldis, styrkja sig og efla. Óskað hefur verið eftir sem bestu samstarfi við allar þær stofnanir og samtök sem að ofbeldismálum koma. Til þess að hafa samband við athvarfið þarf að hringja í Stígamót í síma 562-6868. Þar sem rekstur kvenna-atharfa er dýr væri verkefnið ómögulegt ef ekki kæmi til skilningur stjórnvalda, fjársöfnun Skottanna árið 2010 og ómetanlegt vinnuframlag sjálfboðaliða. Margar konur með ýmiss konar reynslu, menntun og þekkingu hafa boðið fram krafta sína til þess að gera drauminn að veruleika. Stofnun Stígamótaathvarfs er eðilegt framhald af þeirri starfsemi sem Stígamót hafa fengist við fram að þessu. Árlega leita tugir kvenna og stundum líka karlar eftir stuðningi og aðstoð til þess að vinna úr reynslu af vændi. Það hefur hent nokkrum sinnum að Stígamót hafa haft milligöngu um að konur úr vændi hafi flúið land og fengið athvarf hjá systursamtökum í nágrannalöndunum. Það hefur verið gert vegna þess að hér á landi hafa ekki verið til passandi úrræði. Þetta hefur líka átt við um konur sem tengst hafa mansalsmálum. Sérsniðin úrræði fyrir þær konur hafa hingað til ekki verið til. Stígamóta-athvarfið er ætlað til þess m.a. að bæta úr þessum skorti á úrræðum. En það er fleira á döfinni á Stígamótum. Þegar er hafið starf Stígamóta utan höfuðborgarsvæðisins og má nefna að ráðgjafi Stígamóta veitir viðtalsþjónustu á Sauðárkróki hálfsmánaðarlega. Á næstunni verður fleiri stöðum bætt við og verður þjónustan kynnt rækilega. Í september munu Stígamót endurútgefa ítarlega bæklinga um nauðganir og kynferðisofbeldi gegn börnum. Bæklingarnir, sem eru um 50 síður hvor, verða ókeypis fyrir Stígamótafólk og má nálgast þá á Stígamótum, Hverfisgötu 115. Að lokum skal þess getið að á næstu vikum mun almenningi gefast kostur á að styrkja Stígamót í bókstaflegri merkingu. Fjöldi götukynna mun kynna starfið í Kringlunni, í Smáralindinni og á öðrum fjölförnum stöðum og gefa fólki kost á að leggja fram mánaðarlega upphæð til þess að hægt verði að halda úti því umfangsmikla starfi sem Stígamót standa fyrir. Einnig verður hægt að gerast styrktaraðili í gegnum heimasíðuna www.stigamot.is. Fjáröflunin fer fram undir yfirskriftinni „Stingum ekki höfðinu í sandinn, horfumst í augu við raunveruleikann“. Við skorum á fólk að taka þátt svo við getum haldið úti þeirri mikilvægu þjónustu sem svo margir þurfa á að halda.
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar